Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 57. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Endurheimt Hítarár, tillaga að deiliskipulagi. ===
2004156
Lögð eru fram þau gögn sem lágu fyrir nefnd og sveitarstjórn árin 2019 og 2020.
=== 2.Breyting á aðalskipulagi - Stækkun íbúðasvæðis og breytt lega Hringvegs við Borgarnes ===
2210045
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til kynningar á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing breytingarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 21. febrúar til og með 9. mars 2023. Aðalskipulagsbreytingin varðar stækkun á íbúðarsvæði (Í12) og færslu á legu Hringvegs við Borgarnes á um 1,5km kafla eins og hann er skilgreindur í gildandi aðalskipulagi. Megin tilgangur breytingarinnar er að rýma fyrir íbúðarbyggð vestan við Kveldúlfshöfða. Íbúðarbyggðin stækkar um 3 ha og áætlaðar eru allt að 50 íbúðir á svæðinu. Hringvegurinn er færður fjær byggðinni, tekinn austur fyrir Kveldúlfshöfða, upp Grímólfsvík og tengist núverandi Hringvegi sunnan við golfvöllinn á Hamri en endanleg lega veglínunnar hefur ekki verið ákveðin. Vinnslutillagan samanstendur af greinargerð og uppdrætti dags. 29. september 2023.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja vinnslutillögu fyrir stækkun á íbúðarsvæði Í12 og breytingu á Hringvegi um Borgarnes til auglýsingar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Íbúafundur verður haldinn á auglýsingartíma tillögunnar og verður hann auglýstur síðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 3.Hótel Varmaland - Aðalskipulagsbreyting ===
2302046
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Varmaland skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhugað er að breyta landnotkun á 0,2 ha hluta íbúðarsvæði Í4 í verslunar- og þjónustusvæði S8. Íbúðarsvæðið er nú 3,2 ha að stærð og verslunar- og þjónustusvæðið er 6404 fm. Við þessa breytingu falla niður tvær íbúðarhúsalóðir og lóð hótels Varmalands stækkar. Aðkoma að svæðinu er af Varmalandsvegi um götuna Birkihlíð.
Fyrirhugað er að breyta landnotkun á 0,2 ha hluta íbúðarsvæði Í4 í verslunar- og þjónustusvæði S8. Íbúðarsvæðið er nú 3,2 ha að stærð og verslunar- og þjónustusvæðið er 6404 fm. Við þessa breytingu falla niður tvær íbúðarhúsalóðir og lóð hótels Varmalands stækkar. Aðkoma að svæðinu er af Varmalandsvegi um götuna Birkihlíð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Varmaland skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Frístundabyggð Signýjarstaða_Aðalskipulagsbreyting ===
2305248
Lögð er fram vinnslutillaga að breytingu á landnotkun í landi Signýjarstaða í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á 5 ha af 48,5 ha svæði frístundabyggðar (F108) yfir í verslunar- og þjónustusvæði (S13). Innan þess svæðis eru 7 lóðir sem myndu þá hafa heimild til að vera með gistingu í flokki 2. Aðkoma er frá Hálsasveitarvegi (518) og inn á veg Hrísmóa.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Signýjarstaði til auglýsingar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Bjargsland þyrping 8 og 9_Stekkjarholt-Kvíaholt - Breyting á deiliskipulagi ===
2203251
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bjargsland, þyrping 8 og 9 frá árinu 2001 m.s.br. Breytingin tekur til stærðar lóða í Stekkjarholti og nýrra lóða í Stekkjarholti og við Kvíaholt. Stekkjarholt 2, 3 og 5 eru mældar upp og leiðrétt stærð miðað við núverandi byggð. Stekkjarholt 4 er felld niður og sett snúningsstæði og gestabílastæði. Tveimur lóðum er bætt við skipulagið í Stekkjarholti, en það er Stekkjarholt 6, sem er þegar byggð lóð, og Stekkjarholt 1 sem er ný lóð. Nýjar lóðir undir eitt parhús eru skilgreindar við Kvíaholt. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir og tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður er fram uppdráttur dags. 02.10.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Munaðarnes - Flókagata lnr. 134915 - Deiliskipulag ===
2211171
Nýtt deiliskipulag frístundabyggðar Flókagötu í landi Munaðarness hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 08.06.23-21.07.23 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 08.09.23 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 08.09.23 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Jarðlangsstaðaland - Langárbyrgi L L177317 - Umsókn um deiliskipulag ===
2309195
Lögð er fram lýsing á deiliskipulagi fyrir Langárbyrgi - veiðihús við Langá í landi Jarðlangsstaða. Deiliskipulagssvæðið er 13688,3 m2 lóð Langárbyrgis veiðihúss (L177317) á Jarðlangsstöðum. Á lóðinni er 711 m2 veiðihús sem fyrirhugað er að stækka í 1000 m2.
Aðkomuvegur er út frá Stangarholtsvegi, vegnr. 536 og gert ráð fyrir að það verði óbreytt.
Aðkomuvegur er út frá Stangarholtsvegi, vegnr. 536 og gert ráð fyrir að það verði óbreytt.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu fyrir Langárbyrgi - veiðihús við Langá í landi Jarðlangsstaða til auglýsingar skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Deiliskipulag íbúðabyggðar að Varmalandi - Breyting á deiliskipulagi ===
2203146
Lagðar eru fram nokkrar spurningar frá hönnuði varðandi fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar að Varmalandi, Borgarbyggð frá árinu 2005 m.s.br.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara spurningum hönnuða varðandi deiliskipulagsbreytingu íbúðarbyggðar að Varmalandi.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Hraunsás 3 L204514 - Fyrirspurn um skipulagsmál ===
2309173
Lögð er fram fyrirspurn frá landeiganda varðandi heimild til að breyta landnotkun á svæðinu úr frístundabyggð í verslun og þjónustu. Einnig verði unnið deiliskipulag fyrir svæðið þar sem lögð verður áhersla á að halda í umhverfisgæði svæðisins. Áformað er að koma fyrir allt að 25 gistihúsum fyrir ferðamenn innan svæðis og þjónustuhúsi í jaðri þess, við Hálsasveitarveg (518).
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í breytta landnotkun á svæðinu. Lögð er áhersla á að fyrirhugðu uppbygging sé skoðuð vel með tilliti til umhverfisgæða og viðkvæmni svæðisins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Frístundabyggð í landi Húsafells 3_Breyting á deiliskipulagi ===
2309079
Lögð er fram ósk um heimild til breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Húsafells 3. Breytingin tekur til lóðar við Suðurhraun 1 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja þrjú hús á lóðinni í stað tveggja, stækkun á lóðinni og byggingarreit sem og hækkun á heimiluðu byggingarmagni innan lóðarinnar. Tillagan samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, bendir á að sú breyting sem óskað er eftir samræmist ekki gildandi aðalskipulagi, breytingin kallar á stækkun lóðar og telur nefndin að umrædd breyting sé ekki í samræmi við yfirbragð byggðarinnar sem er eitt af þeim markmiðum sem sett eru fram í deiliskipulagi svæðisins.
Bókunin samþykkt samhljóða.
Bókunin samþykkt samhljóða.
=== 11.Kolbeinsstaðir L136068 - Stofnun lóða, Kolbeinsstaðir II og III ===
2207013
Landeigandi Kolbeinsstaða L136068 óskar eftir að breyta heiti á jörðinni Kolbeinsstaðir í Kolbeinsstaðir 2. Úr Kolbeinsstöðum 2 verði svo stofnuð ný lóð sem muni bera heitið Kolbeinsstaðir. Nýja lóðin verður 58,5 ha að stærð og flytjast allir matshlutar yfir við stofnun hennar ásamt lögbýlisrétti. Innan nýrrar lóðar er Kolbeinsstaðir Kirkja (lnr. 136069) en afmörkun þeirrar lóðar er óstaðfest.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitastjórnar samkvæmt samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir breytingu á jarðarheiti Kolbeinstaða í Kolbeinsstaðir 2 og stofnun nýrrar lóðar, Kolbeinsstaðir, sem verður 58,5ha að stærð. Allir matshlutar fylgja með nýju lóðinni.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 12.Strandstígur við Borgarnes ===
2110092
Á 56. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 4. september sl. var samþykkt útgáfa framkvæmdaleyfis á grundvelli þeirra gagna sem grenndarkynnt höfðu verið skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum. Endurteknar skemmdir hafa orðið á strandstígnum neðan Kveldúlfsgötu vegna veðurs og ágangs sjávar og miklar skemmdir urðu á stígnum um mánaðarmót ágúst - september. Skipulagsfulltrúi leggur til að hönnun bæði á stíg og sjóvörnum verði endurskoðuð með tilliti til þessa.
Lögð er fram breytt hönnun á strandstígnum við Borgarvog á þeim hluta stígsins sem liggur við Kirkjugarðsvog. Um er að ræða breytta legu stígsins þar sem hann tekur við af timburstígnum sem gengur fyrir Dílatanga og að áætlaðri timburbrú við Kirkjugarðsvog og tengingu inn á bílastæðið við kirkjugarðinn. Stígurinn verði 2 m á breidd og malbikaður. Breytingin kemur til vegna umsagnar Umhverfisstofnunar þar sem gerð var athugasemd varðandi legu stígsins á svæðinu.
Lögð er fram breytt hönnun á strandstígnum við Borgarvog á þeim hluta stígsins sem liggur við Kirkjugarðsvog. Um er að ræða breytta legu stígsins þar sem hann tekur við af timburstígnum sem gengur fyrir Dílatanga og að áætlaðri timburbrú við Kirkjugarðsvog og tengingu inn á bílastæðið við kirkjugarðinn. Stígurinn verði 2 m á breidd og malbikaður. Breytingin kemur til vegna umsagnar Umhverfisstofnunar þar sem gerð var athugasemd varðandi legu stígsins á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir breyttri legu og breyttri hönnun á strandstígnum sem og timburstígum við Dílatanga eins og hann er settur fram í kynntum hönnunargögnum. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leita lausna þannig að stígurinn standist betur þau veður og þann sjógang sem reglulega gengur yfir svæðið. Breyting á hönnun stígsins og mögulega sjóvörnum við hann verði grenndarkynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum og leitað verði umsagnar Umhverfisstofnunar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 13.Sundabraut matsáætlun í kynningu ===
2309248
Lögð er fram matsáætlun Sundabrautar dags. 15.09.2023. Vegagerðin og Reykjavíkurborg ásamt ráðgjöfum frá EFLU vinna nú að undirbúningi Sundabrautar en matsáætlun Sundabrautar er í kynningu í skipulagsgáttinni til og með 19. október næstkomandi.
Til stendur að halda þrjá opna kynningarfundi um verkefnið í byrjun október auk morgunfundar hjá Vegagerðinni.
Til stendur að halda þrjá opna kynningarfundi um verkefnið í byrjun október auk morgunfundar hjá Vegagerðinni.
Lagt fram til kynningar.
=== 14.Kleppjárnsreykir skólasvæði - Nýtt deiliskipulag ===
2211179
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir skólasvæði og opið svæði á Kleppjárnsreykjum í Borgarbyggð. Deiliskipulag þetta tekur til svæðis fyrir þjónustustofnanir (Þ1) og opið svæði (O4). Innan þjónustusvæðisins er grunnskóli, leikskóli, íþróttahús og sundlaug. Innan opna svæðisins er Kleppjárnsreykjarhver og íbúðalóðir ásamt útivista- og kennslusvæði.
Lýsing á deiliskipulagi var auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010 14.03.2023-28.03.2023. Í tillögunni sem lögð er fram hefur verið brugðist við þeim ábendingum og umsögnum sem bárust. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.
Lýsing á deiliskipulagi var auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010 14.03.2023-28.03.2023. Í tillögunni sem lögð er fram hefur verið brugðist við þeim ábendingum og umsögnum sem bárust. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 03.10.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 15.Galtarholt 3 L135043 - Deiliskipulag ===
2302212
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi hjólahýsabyggðar í Galtarholti 3, Borgarbyggð. Deiliskipulag þetta tekur til opins svæðis til sérstakra nota (O8) en þar er hjólhýsabyggð með um 44 hjólhýsum, salernisaðstöðu og vegi. Er um gamalgróið hverfi að ræða frá því um 1990. Svæðið afmarkast af aðkomuvegi til vesturs, af skurði til norðurs og austurs en óræktuðu landi til suðurs. Svæðið liggur innan Galtarholts 3 (L135043) og aðkoman að svæðinu er frá Hringvegi (1). Stefnt er að því að hjólhýsum fjölgi um sex og heildarfjöldi verði þá 55. Einnig er gert ráð fyrir tveimur salernishúsum og einu þjónustuhúsi þar sem verður m.a. salerni pg sturtuaðstaða. Svæðið er ætlað fyrir hjólhýsi með stöðuleyfi. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur skilmála ekki nógu skýra varðandi heimildir sem gefnar eru um ástand hjólhýsa á svæðinu og óska eftir áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar vegna bygginga og lausafjármuna sem nú þegar eru á svæðinu. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 16.Skipulagsmál almennt ===
2109167
Almenn umræða um stöðu skipulagsmála hjá sveitarfélaginu.
Lagt fram.
=== 17.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 19 ===
2309014F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 19 þann 14. september 2023.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 19 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna framkvæmdaleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðareiganda að Bæ 4 og leitað umsagnar Vegagerðarinnar.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 19 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum fasteigna Mávakletts 6 og 8 og Fálkakletts 9, 11 og 12.
- 17.3 2309081
[Umsókn um framkvæmdaleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18992#2309081)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 19 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykktir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vinnu við öryggissvæði við Kárastaðaflugvöll í Borgarnesi. Ekki þarf að grenndarkynna framkvæmdina þar sem hún er innan skilgreinds öryggissvæðis við flugvöllinn og hefur ekki áhrif á aðliggjandi svæði.
=== 18.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 20 ===
2309024F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 20 þann 25. september 2023.
- 18.1 2306280
[Ásvegur 4 L133857 - Umsókn um byggingarleyfi_bílskúr](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18999#2306280)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 20 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 18.2 2302049
[Smátún - Stækkun lóðar, fyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18999#2302049)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 20 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stækkun lóðarinnar Smátún sem verður 6181fm að stærð. Stofnuð verði millispilda úr landinu Kleppjárnsreykir (lnr. 134414) 1601fm að stærð sem mun renna saman við Smátún. Lóðin verður áfram í notkunarflokki íbúðarhúsalóð.
- 18.3 2308238
[Upplýsingaskilti_Fyrirspurn um skipulagsmál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18999#2308238)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 20 Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í erindið og kallar eftir frekari upplýsingum.
=== 19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 ===
2309003F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 216 þann 5. september 2023.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- 19.2 2308009
[Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18988#2308009)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 Umsækjandi er ekki þinglýstur landeigandi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Leyfi þinglýsts landeiganda liggur fyrir.
- 19.3 2309017
[Grund L136044 - Umsókn um byggingarleyfi - breyting](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18988#2309017)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 Erindið er móttekið og samþykkt.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 Samþykkt
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 Fyrirhuguð bygging er stærri en skipulag gerir ráð fyrir.
Gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni breytingu á deiliskipulagi og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216 Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af sumarhúsasvæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
=== 20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 ===
2309018F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 217 þann 19. september 2023.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
-Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Erindinu var frestað á afreiðslufundi nr 214 þann 19.07.2023. Fyrir liggur lagfært og samþykkt deiliskipulag af lóðinni þar sem nýtingarhlutfall var aukið í 1.4.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
- 20.3 2309058
[Hæll L134412 - Umsókn um stöðuleyfi_Vindmælir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18996#2309058)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Samþykkt
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
-Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
-Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
-Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
-Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Flutningur á núverandi húsi er samþykktur.
Nýbygging:
Með erindinu fylgir samþykki landeiganda aðliggjandi jarða.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Samþykkt samhljóða.