Fjarðabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 36
**1. 2308005 - Deiliskipulag breyting Miðbær Nesk v. fótboltavöllur**
|Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar. Breytingin er tilkomin þar sem þörf er á að breikka fótboltavöllinn í samræmi við nýjar reglugerðir um stærð fótboltavalla. Við breikkun vallarins minnkar lóð Þórhólsgötu 1 og Þórhólsgötu 6. Samþykki fékkst frá eigendum að Þórhólsgötu 1 og Þórhólsgötu 6 og grenndarkynning þar með samþykkt. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.|
[A1656-001-U03 Miðbær Neskaupstaðar, deiliskipulagsbreyting.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=91aWC0_HlEquyJCWxAd0ig&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=A1656-001-U03 Miðbær Neskaupstaðar, deiliskipulagsbreyting.pdf)
**2. 2309257 - Umsókn um lóð Árdalur 15**
|Umsókn um lóð fyrir íbúðarhús að Árdal 15, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.|
**3. 2309240 - Umsókn um lóð Hafnargata 27 Fásk**
|Umsókn um iðnaðarlóð fyrir skemmu að Hafnargötu 27, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar þar til lóðarblöð liggja fyrir.|
**4. 2310030 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Bakkagerði 20**
|Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Bakkagerði 20, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning með breyttum lóðarmörkum.|
**5. 2310028 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 25**
|Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 25, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar þar til lóðarblöð liggja fyrir.|
**6. 2308071 - Strandblakvöllur í Neskaupstað ný staðsetning**
|Strandblakvöllur í Neskaupstað ný staðsetning. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til aðra tillögu að staðsetningu fyrir strandblaksvöll fyrir ofan Starmýri og felur atvinnu- og þróunarstjóra að bera nýja tillögu undir stjórn Þróttar.|
[Tillaga að staðsetningu strandblaksvölls í Nesk.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=m0xrjEzCa0ihIJBzw7figw&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=Tillaga að staðsetningu strandblaksvölls í Nesk.pdf)
**7. 2308072 - Hoppubelgur Neskaupstað ný staðsetning**
|Lögð til samþykktar ný staðsetning fyrir hoppubelg í Neskaupstað vegna framkvæmda ofanflóðavarna. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að skoða staðsetningu milli sundlaugar og lystigarðs nánar og felur atvinnu- og þróunarstjóra að ræða við hlutaðeigandiaðila.|
[Hoppubelgur Nesk.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Jvp3CeF7ekalZv3r0HJKdw1&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=Hoppubelgur Nesk.pdf)
| |
__Gestir__
|Valgeir Ingólfsson - 15:15|
**8. 2309196 - Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla**
|Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar tillögu innviðaráðherra að þingsályktun um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Drög hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 31.10.2023. Bæjarráð vísar drögum til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar og umsagnar skipulags- og umhverfisfulltrúa. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum.|
[UMÁ Landsskipulagsstefna_sept2023 - Drög til umsagnar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=yRpljAnFCUu7hfk5G4uUQ&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=UMÁ Landsskipulagsstefna_sept2023 - Drög til umsagnar.pdf)
[Hvítbók um skipulagsmál - Drög til umsagnar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=3sBVVdYBA0yVCq6Wwwryag&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=Hvítbók um skipulagsmál - Drög til umsagnar.pdf)
**9. 2309231 - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti**
|Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að huga að staðsetningum innviða fyrir orkuskipti.|
[Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=9G6W_uv52E2t25ZiY_ruhg&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.pdf)
**10. 2310004 - Ósk um undanþágu urðunargjalda og aðgangs að raftækjagámum**
|Ósk um undanþágu urðunargjalda og aðgangs að raftækjagámum. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur verkefnastjóra umhverfismála að útfæra afslátt af urðunargjaldi samkvæmt umræðum á fundinum. Sveitarfélagið mun leggja sig fram við að beina fólki í nytjagáminn en getur ekki veitt aðgang að raftækjum sem eigandi hefur kosið að setja í eyðingu.|
[Ósk um undanþágu á gjaldtöku.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=WishuE8EWuuEgd4P1W6A&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=Ósk um undanþágu á gjaldtöku.pdf)
**11. 2305072 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024**
|Farið yfir fjárhagsáætlun málaflokka nefndarinnar fyrir árið 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu til aukafundar.|
| |
__Gestir__
|Snorri Styrkársson - 16:15|
**12. 2309164 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2024**
|Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir uppfærða gjaldskrá með 5,8% hækkun og vísar erindinu í bæjarráð.|
[Gjaldskrá - Skipulags- og byggingarmál 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=pBk6fQZ9_E6vNSg_zu7haw&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=Gjaldskrá - Skipulags- og byggingarmál 2024.pdf)
**13. 2309156 - Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024**
|Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir gjaldskrána með fyrirvara um breytingar er varða niðurfellingu gjalda vegna þjónustuhunda. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að bæta inn sambærilegum texta og er í drögum um samþykkt í gjaldskrá vegna þjónustuhunda. Erindinu er vísað til bæjarráðs.|
[Gjaldskrá - Hunda og kattahald - 1.1.2024 rih draft.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=0QT_FaJfZkSi65C6DOcQOw&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=Gjaldskrá - Hunda og kattahald - 1.1.2024 rih draft.pdf)
**14. 2309162 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs**
|Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs. Málinu er frestað þar til aukafundar.|
**15. 2203199 - Tjaldsvæði 2023**
|Lagt fram til samþykktar afmörkuð landssvæði fyrir tjaldsvæði til söluferlis í Fjarðabyggð. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir staðsetningar á framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar í mannvirkja- og veitunefnd.|
[Minnisblað.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ng3jo4OYy0uQw2BKXWEDVw&meetingid=ZRCWnr1LcE61ZO5gEfCchA1
&filename=Minnisblað.pdf)
| |
__Gestir__
|Valgeir Ingólfsson - 15:20|