Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 13
**1. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024**
|Framlögð drög fjárhagsáætlunar menningarmála til umræðu ásamt drögum starfsáætlunar. Stjórn fór yfir launaáætlun að nýju og leggur til forgangsröðun í niðurskurði í launaáætlun og vísar tillögum til bæjarráðs samanber beiðni þess.|
Stjórn vísar tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir menningarmálaflokkinn til afgreiðslu bæjarráðs. Starfsáætlun tekin síðar til umfjöllunar.
**2. 2309057 - Gjaldskrá bókasafna 2024**
|Gjaldskrá bókasafna 2024 lögð fram að nýju til umfjöllunar með upplýsingum um sektargjöld vegna bókaskila. Jafnframt framlagt álit forstöðumanna bókasafna á gjaldskrárbreytingum.|
Stjórnin samþykkir að fella út gjald fyrir afnot af bókum fyrir almenning og ákvæði um gjaldfrjáls afnot gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts. Aðrir liðir gjaldskrár hækka um 5,8%. Vísað til bæjarráðs.
[Gjaldskrá fyrir bókasöfnin í Fjarðabyggð 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=UE1MKunKU2N7n24I53wRA&meetingid=QzAlzMUTtUmnVC1G4Ar8Uw1
&filename=Gjaldskrá fyrir bókasöfnin í Fjarðabyggð 2023.pdf)
**3. 2309058 - Gjaldskrá félagsheimila 2024**
|Gjaldskrá félagsheimila 2024 lögð fram til umfjöllunar að nýju eftir samráð við Slysavarnardeildina Hafdísi um samræmingu gjaldskrár Skrúðs við önnur félagsheimili.|
Stjórnin samþykkir gjaldskrána með 5,8% hækkun á gjaldskrárliðum. Vísað til bæjarráðs.
[Gjaldskrá fyrir félagsheimili í Fjarðabyggð 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=XrWuIXiOd0SanoiRhoevJg&meetingid=QzAlzMUTtUmnVC1G4Ar8Uw1
&filename=Gjaldskrá fyrir félagsheimili í Fjarðabyggð 2023.pdf)
**4. 2309204 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025**
|Stjórn menningarstofu og safnastofnunar tók að nýju upp gjaldskrá minjasafna í Fjarðabyggð.|
Stjórn samþykkir minniháttar breytingar á gjaldskrá minjasafna og vísar henni að nýju til afgreiðslu bæjarráðs ásamt því að fela bæjarritara að útfæra hana í samræmi við áherslur á fundi.