Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 21. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Leirulækjarsel L135941_Stofnun lóðar Lambastaðaland ===
2309277
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Lambastaðaland úr landi Leirulækjarsel L135941 í Borgarbyggð. Um er að ræða 50,21 ha lóð sem tekir er úr landi Leirulækjasels. Lóðin fer í notkunarflokkinn Landbúnaðarland.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Lambastaðaland, stærð 50,21 ha úr landi Leirlækjarsels L135941. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Landbúnaðarland.
=== 2.Litlu-Tunguskógur L219075_Framkvæmdaleyfi_Vegagerð ===
2309300
Lögð er fram umsókn landeiganda, dags. 29.09.2023 um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð í frístundabyggð í Húsafelli. Vegurinn Hvítárklif verður lagður um svæðið og fyrir lóðirnar við Miðklif, Fremstaklif og Skógarklif. Við framkvæmdina sem er hefðbundin vegagerð verður farið í einu og öllu eftir þeim umsögnum sem bárust um deiliskipulag svæðisins. Áætlaður framkvæmdatími við uppgröft, sléttun og fyllingar er einn mánuður. Lagnir og yfirborð vega verður unnið með hléum í um 8 mánuði. Framkvæmdin er á grundvelli samþykkts deiliskipulags, Litlu-Tunguskógur, frístundabyggð dags. 28.09.2022.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á frístundasvæðinu Litlu-Tunguskógur með vísan til framlagðra gagna og áætlana.
Afrit af framkvæmdaleyfi verður sent til Umhverfisstofnunar sbr. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2010.
Afrit af framkvæmdaleyfi verður sent til Umhverfisstofnunar sbr. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2010.
=== 3.Súluklettur 1 - L189383 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2307055
Á 18. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 18. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir byggingu af tvíbýlishúsi á tveimur hæðum á lóðinni Súluklettur 1 L189383. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 25. ágúst til og með 25. september sl. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 4.Sturlureykir 1 lóð 5 L186145 - Umsókn um byggingarleyfi_Frístundahús_ ===
2307220
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 116,3fm sumarhúsi á lóðinni Sturlureykir 1 lóð 5 L186145. Húsið er einlyft timburhús með svefnlofti, reist á steinsteyptum stöpplum og timburdregurum. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum á Sturlureykjum lóð 4 og lóð 6.
Fundi slitið - kl. 14:15.