Vesturbyggð
Skipulags og umhverfisráð - 110
= Skipulags og umhverfisráð #110 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. október 2023 og hófst hann kl. 16:00
====== Nefndarmenn ======
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
====== Fundargerð ritaði ======
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
== Almenn erindi ==
=== 1. Erindi frá Páli Haukssyni varðandi umferðamerkiningar og bílastæði við Mýrar. ===
Erindi frá Páli Haukssyni, dags. 13. september 2023. Í erindinu er þess óskað í kjölfar gatnaframkvæmda og framkæmda við ofanflóðavarnir ofan Mýra að þá verði biðskylda við vestari enda götunnar afnumin. Þá er í erindinu lagt til að bannað verði að leggja ökutækjum ofan til við götuna, og ökutækjum verði lagt við gangstétt. Í dag er ökutækjum lagt beggja vegna götunnar sem skv. bréfritara þrengir akstursleiðina og þá myndi það létta á snjómokstri þegar þær aðstæður skapast ef bílar legðu eingöngu öðru megin götunnar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og vísar málinu áfram til umhverfis- og framkvæmdasviðs sem nú vinnur að endurskoðun á umferðarreglum innan þéttbýlis í Vesturbyggð. Í þeirri vinnu verður hámarkshraði innanbæjar endurskoðaður ásamt því að farið verður yfir staðsetningu og gerð umferðarmerkinga.
=== 2. Þúfneyri. Umsókn um lóð undir spennistöð. ===
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 22. september 2023. Í erindinu er óskað eftir lóð undir spennistöð við Þúfneyri í Patreksfirði. Spennistöðin er ætluð til landtengingar fóðurpramma fyrir laxeldi.
Erindinu fylgir mæliblað frá Orkubúi Vestfjarða ohf. er sýnir ósk um staðsetningu.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar áformum um landtengingu fóðurpramma í Patreksfirði. Í ljósi þess að Þúfneyri er skilgreind sem útivistarsvæði í aðalskipulagi Vesturbyggðar leggur ráðið til að Orkubúi Vestfjarða ohf. verði úthlutuð lóð á hentugri stað utantil á eyrinni m.t.t. nýtingar á svæðinu. Sjá tillögu ráðsins í fylgiskjölum.
Endanleg staðsetning og lagnaleið skal ákveðin í samráði við sveitarfélagið og þá skal halda raski í lágmarki og vanda frágang eins og kostur er.
=== 3. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði ===
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Tillagan felur í sér skilgreiningu á fjórum íbúðarlóðum við Þórsgötu neðan við Mýrar á svæði sem skilgreint er sem ÍB1 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að í skilmálum verði texta breytt á þá leið að einnig verði heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 4. Vesturbotn - deiliskipulag ===
Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag fyrir Vesturbotn. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 21. september 2023. Engar athugasemdir bárust frá íbúum á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Skógræktinni. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna ásamt samantekt umsagna og viðbragða við þeim.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25**
Óskar Örn Gunnarsson var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.