Vesturbyggð
Bæjarráð - 970
= Bæjarráð #970 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 10. október 2023 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu ===
Sigríður Kristjánsdóttir mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni sem unnin eru í samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum í gegnum Vestfjarðastofu.
=== 2. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 ===
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027. Lögð fram til kynningar drög að útkomuspá 2023 fyrir rekstur samstæðunnar.
Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2024 - 2027 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi.
=== 3. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar ===
Lagður fyrir til afgreiðslu, viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fjárfestingum ársins 2023, bæði þar sem vantar auknar heimildir og eins vegna verkefna sem áætlað var að fara í á árinu en mun ekki nást og verður að mestu gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun 2024. Fjárfestingar í eignasjóði eru hækkaðar um 39,2 m.kr., fjárfestingar í vatnsveitu eru lækkaðar um 18 m.kr., fjárfestingar í fráveitu eru lækkaðar um 6,5 m.kr. og fjárfestingar í Fasteignum Vesturbyggðar eru lækkaðar um 1,4 milljónir króna. Handbært fé er lækkað um 13,3 m.kr. Viðauki 4 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A, né A og B hluta en handbært fé í A hluta lækkar um 39,2 m.kr og verður 9,8 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 13,9 m.kr. og verður 54 m.kr.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
=== 4. Þjónustustefna í byggðum og byggðalögun sveitarfélaga ===
Lagður fram tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu dags. 29. september sl. sem sendur var á öll sveitarfélög varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Erindinu vísað áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2024 - 2027.
=== 5. Til samráðs - Uppbygging og umgjörð lagareldis -Stefna til ársins 2040 ===
Lagður fram tölvupóstur frá Matvælaráðuneytinu dags. 4. október sl. með ósk um umsögn á Uppbyggingu á umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040
Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar framkomnum drögum að nýrri stefnumótun lagareldis. Markmið stefnumótunarinnar eru í takt við vilja sveitarstjórnarfulltrúa á Vestfjörðum sem hafa kallað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda um árabil. Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar því að fjölga eigi störfum til rannsókna á áhrifum fiskeldis á lífríkið og til miðlunar fræðslu um umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis á Íslandi og leggur áherslu á að opinber störf er tengjast þjónustu og eftirliti með sjókvíaeldi skuli vera þar sem starfsemin fer fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna frumvarpsins.
== Til kynningar ==
=== 6. Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti ===
Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 26. september síðastliðinn með bréfi til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.
=== 7. Til samráðs - Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld ===
Lagður fram tölvupóstur frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti dagsettur 25.september sl. þar sem óskað er umsagnar um áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.
=== 8. Til samráðs - Breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88-2018 ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu dags. 3. október sl. þar sem óskað er umsagnar um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88-2018
=== 9. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80-2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40-1991 (reglugerðarheimildir). ===
Lagður fram tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneyti dagsettur 2.október sl. þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir).
=== 10. Til samráðs - Drög að reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfi umsækjenda um störf forstöðumanna ===
Lagður fram tölvupóstur frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 2. október sl. með ósk um umsögn um drög að reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um störf forstöðumanna.
=== 11. Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar ===
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 10., 11. og 12. fundar samstarfsnefndar vegna sameiningaviðræna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.
=== 12. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023 ===
Lögð fram til kynningar 217. fundargerð Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 28. og 29 ágúst sl.
=== 13. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2023 ===
Lagðar fyrir til kynningar fundargerðir 52, 53 og 54 stjórnarfundar stjórnar Vestfjarðastofu ásamt fundargerð ársfundar Vestfjarðastofu.
=== 14. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 ===
Lögð fram til kynnningar 934. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
=== 15. Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Aski ===
Lagður fram tölvupóstur fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 3.október sl. þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Aski. Umsóknarfrestur er til og með 31. október.
=== 16. Mál nr. 182 um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árið 2024-2038 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028 ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 29. september sl. með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
=== 17. Mál nr. 171 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda nr 118-2016 ( lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga). ===
Langur fram til kynningar tölvupóstur Efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis dags. 29. september sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga).
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45**