Hveragerðisbær
Skólanefnd
= Skólanefnd =
Dagskrá
Eva Harðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Breyting á skóladagatali Grunnskólans í Hveragerði ===
2310031
Lagt fram breytt skóladagatal Grunnskólans í Hveragerðis þar sem skipulagsdagur sem átti að vera 21. maí færist til 29. apríl.
Skólanefnd samþykkir breytingu á skóladagatali grunnskólans. Frístundaheimilið Brekkuubær gerir breytingar á sínu starfi í samræmi við það.
Af fundinum viku: Margret Sigríður Ísaksdóttir, Halldóra Helga Valdimarsdóttir, Anna Erla Valdimarsdóttir, Gunnvör Kolbeinsdóttir og Matthea Sigurðardóttir.
=== 2.Erindisbréf skólanefndar ===
2310029
Lagt fram erindisbréf skólanefndar.
Skólanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf nefndarinnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Ingimar vék af fundi.
=== 3.Starfsáætlun nefndarinnar (áætlaður fjöldi funda og tími) ===
2310030
Rætt um starfsáætlun nefndarinnar þ.e. fundartíma og áætlaðan fjölda funda.
Skólanefnd samþykkti að fundir nefndarinnar verði þrír á starfsári skóla.
Fundir verða næstsíðasta þriðjudag í september, janúar og apríl.
Fundir verða næstsíðasta þriðjudag í september, janúar og apríl.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:43.
Getum við bætt efni síðunnar?