Fjarðabyggð
Bæjarráð - 817
**1. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL**
|Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur og fjárfestingar janúar - ágúst 2023 og yfirlit yfir skatttekjur og launakostnað janúar - september 2023. Einnig lagt fram yfirlit fjármálastjóra um þróun staðgreiðslu.|
**2. 2305061 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024**
|Farið yfir vinnuna við fjárhagsáætlun ársins 2024 og niðurstöður í launaáætlun.|
Bæjarráð ítrekar að nefndir fari yfir launaáætlanir og nái þeim undir ramma sem úthlutað var í rammaúthlutun. Nefndir leggi fram forgangsröðun verkefna til að ná ramma launaáætlunar.
**3. 2305047 - Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstunda 2024**
|Lögð fram samantekt fjármálastjóra og deildarstjóra íþróttamannvirkja um rekstur Sundlaugarinnar á Breiðdalsvík.|
Fram lagt og kynnt.
**4. 2305069 - Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2024**
|Framlögð gögn um kostnað við upplýsingatækni.|
Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
**5. 2310039 - Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024**
|Endurskoðun húsnæðisáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2024 rædd.|
Vísað til fjármálastjóra.
**6. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023**
|Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd til afgreiðslu bæjarráðs fjármögnun framkvæmda við Tröllaveg. Sviðsstjóri fór yfir áætlunina sem er tilkomin vegna ófyrirséðra skemmda við götuna.|
Bæjarráð felur sviðsstjóra að fara yfir bráðaaðgerðir og leggja að nýju fyrir mannvirkja- og veitunefnd.
| |
__Gestir__
|Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs - 00:00|
**7. 2209031 - Yfirlýsing vegna kaupréttar**
|Forkaupsréttur að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði ræddur.|
**8. 2303238 - Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023**
|Gerð grein fyrir stöðu mála í vinnu Deloitte við stöðugreiningu stjórnsýslu Fjarðabyggðar.|
**9. 2310038 - Egilsbraut 4 - Nytjamarkaður ósk um aukið rými**
|Framlagt erindi Sigurðar Jenssonar f.h. nytjamarkaðarins Steinsins í Neskaupstað varðandi húsnæðismála markaðarins.|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Vísað til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar.
**10. 2302095 - Umsókn um stofnframlög á árinu 2023**
|Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög. Lögð fram samantekt fjármálastjóra um húsnæðismarkaðinn og mögulega umsókn um stofnframlög.|
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um stofnframlög samanber framlagða tillögu. Fjármálastjóra falið að sækja um framlögin.
**11. 2203163 - Römpum upp Ísland**
|Framlagt erindi frá Römpum upp Ísland vegna samvinnu við gerð rampa við húsnæði í eigu sveitarfélaga.|
Vísað til mannvirkja- og veitunefndar.
**12. 2110173 - Forvarna- og öryggisnefnd fundargerðir**
|Framlögð fundargerð 14. fundar forvarna- og öryggisnefndar Fjarðabyggðar frá 3. október 2023. Lagt fram til kynningar.|
**13. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023**
|Fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.|
**14. 2310014 - Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa 2023**
|Framlagt til kynningar bréf innviðaráðuneytis um minningardag um fórnarlömb umferðarslysa sem er haldinn 19. nóvember 2023.|
Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að halda utanum skipulag dagsins.
**15. 2310027 - Umsögn vegna uppbyggingar og umgjörð lagareldis stefna til ársins 2040**
|Framlögð stefna Matvælaráðuneytis vegna lagareldis til ársins 2040. Leggja þarf fram umsögn vegna málsins fyrir 4. nóvember 2023.|
Bæjarstjóra falið að veita umsögn vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.
**16. 2310034 - Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva**
|Framlagt erindi frá Instavolt varðandi uppsetningu hraðhleðslustöðva í Fjarðabyggð.|
Bæjarráð vísar erindi til umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar vegna skipulagsmála.