Kópavogsbær
Bæjarráð - 3147. fundur
Frá bæjarfulltrúum Bergljótu Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur dags. 17.10.2023, lögð fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í kjölfar ófullnægjandi svara við fyrirspurn um sama efni í lista- og menningarráði óska undirritaðar eftir ýtarlegri greiningu á þeim kostnaði sem til hefur fallið við breytingar á starfsemi menningarhúsa Kópavogs.
Er þar m.a. átt við kostnað við launagreiðslur á uppsagnarfresti sem ekki er unninn, endanlegan fjölda starfsmanna og breytingu á fjölda starfsmanna, hönnun, ráðgjöf, innri kostnað (t.d. UT deildar) og annan aðkeyptan kostnað. Hvernig samræmist kostnaðurinn núverandi fjárhagsáætlun og af hvaða liðum er fjármagn tekið.
Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað næsta árs og hvernig hann samræmist fjárhagsáætlun næsta árs.