Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 648. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Starfsemi fjölskyldusviðs 2024 ===
2310104
Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 mæta Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri til fundar við byggðarráð til samtals um meginlínurnar í starfsemi fjölskyldusviðs.
Byggðarráð þakkar Hlöðveri og Erlu fyrir gott samtal.Það er mikilvægt innlegg í vinnu sveitarstjórnar við þá stefnumótun sem fram kemur í áherslum fjárhagsáætlunar til næstu ára. Með tilkomu málstjóra og innleiðingar farsældarlaga lúta helstu breytingar á milli ára að aukinni áherslu á samþættingu þjónustu í þágu barna og aukna þjónustu við barnavernd.
=== 2.Starfsemi fjármála- og stjórnsýslusviðs 2024 ===
2310105
Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 mætir Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs til fundar byggðarráð til samtals um meginlínurnar í starfsemi sviðsins 2024. Þá verða kynntar áherslur eflda stoðþjónustu við önnur svið og fyrirhugaða innleiðingu stafrænna lausna.
Byggðarráð þakkar Lilju sviðsstjóra fyrir gott samtal. Það er mikilvægt innlegg í vinnu sveitarstjórnar við þá stefnumótun sem fram kemur í áherslum fjárhagsáætlunar til næstu ára. Að efla og auka skilvirkni í þjónustu er í samræmi við áherslur sveitarfélagsins og mikilvægt að þar sé bæði horft milli stofnana sveitarfélagsins og við íbúa. Spennandi verkefni eru framundan í innleiðingu stafrænna lausna sem bæta munu þjónustu í víðfeðmu sveitarfélagi.
=== 3.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa ===
1812074
Framlögð ákvörðun Hæstaréttar þar sem samþykkt er beiðni Borgarbyggðar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 23. júní 2023 í máli nr. 248/2022: Gunnar Jónsson gegn Borgarbyggð.
Leyfi til áfrýjunar framlagt. Byggðarráð staðfestir vilja sveitarfélagsins til að áfrýja málinu til Hæstaréttar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Ákvörðun vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Ákvörðun vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Aðlögun stofnsamþykkta að eigendastefnu Reykjavíkurborgar ===
2310053
Framlögð drög að formi fyrir stofnsamþykktir B- hluta fyrirtækja Reykjavíkurborgar, aðlöguð að nýrri Almennri eigendastefnu borgarinnar. Markmiðið er að stofnskjöl allra fyrirtækjanna endurspegli ákvæði Eigandastefnunnar. Drögin eru lögð fram til umsagnar.
Framlagt.
=== 5.Brákarhátíð 2024. Kostnaðaráætlun og aðrar bæjarhátíðir á Íslandi. ===
2309057
Framlagt erindi frá Hollvinasamtökum Borgarness ásamt ósk um áframhaldandi samstarf við sveitarfélag um Brákarhátíð. Með fylgir kostnaðaráaætlun fyrir Brákarhátíð 2024 og upplýsingar um sambærilegar bæjarhátíðir hérlendis.
Framlagt og vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Samningur við Leikdeild Skallagríms um Lyngbrekku ===
2208252
Framlögð drög að endurnýjun samnings við Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms um leigu á félagsheimilinu Lyngbrekku.
Framlagt og byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna og undirrita með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.
Samningnum vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Samningnum vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Tilkynning um fyrirhugaða niðurlagningu Laugavallavegar (5176-01) ===
2310076
Framlögð tilkynning Vegagerðarinnar dags. 5. október 2023 um fyrirhugaða niðurfellingu Laugavallavegar af vegaskrá
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka afstöðu til þeirra raka sem búa að baki fyrirhugaðri ákvörðun Vegagerðarinnar, svo sem m.t.t. búsetu og atvinnustarfsemi, og koma þeirri afstöðu á framfæri til Vegagerðina ef tilefni er til.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Starfskjör kjörinna fulltrúa ===
2310107
Umræða um starfskjör sveitarstjórnar, ráða og nefnda í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna starfskjör sveitarstjórnar, ráða og nefnda í sveitarfélögum sem kalla má sambærileg að stærð og umfangi og Borgarbyggð og leggja samantekt fyrir byggðarráð.
samþykkt samhljóða.
samþykkt samhljóða.
=== 9.Áheyrnarfulltrúar í fastanefndum ===
2310143
Umræða um tilnefningar áheyrnarfulltrúa í fastanefndir sem falið hefur verið fullnaðarákvörðunarvald sbr. 50. gr. sveitarstjórnarlaga.
Í 50. gr. sveitarstjórnarlaga segir: "Hafi sveitarstjórn verið kjörin bundinni hlutfallskosningu og einhver framboðsaðili sem fulltrúa á í sveitarstjórn nær ekki kjöri í byggðarráð er fulltrúum þessa aðila heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til þátttöku í fundum nefndarinnar. Hið sama á við um fastanefndir sem falið hefur verið fullnaðarákvörðunarvald í málum. Sveitarstjórn er enn fremur heimilt að ákveða í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins að sama regla gildi um aðrar fastanefndir."
Tveimur fastanefndum sveitarfélagsins, Skipulags- og byggingarnefnd og Umhverfis- og landbúnaðarnefnd, hefur verið falið fullnaðarafgreiðsluvald.
Lagt fram til upplýsingar og umræðu.
Tveimur fastanefndum sveitarfélagsins, Skipulags- og byggingarnefnd og Umhverfis- og landbúnaðarnefnd, hefur verið falið fullnaðarafgreiðsluvald.
Lagt fram til upplýsingar og umræðu.
=== 10.Hitaveita Varmalands ===
2112004
Lagt fram bréf lögmanns Laugalands til sveitarfélagsins um réttarstöðu vegna vatnsréttinda en það barst í framhaldi af bréfi sveitarfélags sbr. afgreiðslu 647. fundar byggðarráðs dags. 5. október 2023 mál nr. 2112004.
Lagt fram til kynningar. Búið er að skipuleggja fund byggðarráðsfulltrúa með aðilum sem fram fer 31. október.
=== 11.Kvennaverkfall 24. október 2023 ===
2310065
Umræða um boðað kvennaverkfall 24. október 2023 og viðbrögð sveitarfélagsins.
Þann 24. október næst komandi hefur fjöldi samtaka boðað til kvennaverkfalls í heilan dag. Konur eru um 75% starfsfólks Borgarbyggðar. Án vinnuframlags kvenna skerðist eða stöðvast nær öll starfsemi sveitarfélagsins.
Byggðarráð tekur heils hugar undir þá kröfu að kynbundnu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt og vill koma til móts við konur og kvár sem kjósa að taka þátt í verkfallinu og samþykkir byggðarráð að þær haldi launum eins og um hefðbundinn vinnudag væri að ræða. Sveitarfélagið gerir ráð fyrir að karlmenn sem starfa hjá sveitarfélaginu mæti til starfa á vinnustað líkt og vaninn er.
Þar sem vænta má mikillar þátttöku í verkfallinu er fyrirsjáanlegt að starfsemi stofnana skerðist eða stöðvist. Skipuleggjendur verkfallsins hafa jafnframt sýnt því skilning að þjónusta er varðar heilsu og öryggi fólks skerðist ekki.
Vegna kvennaverkfallsins má gera ráð fyrir að skólastarf í grunnskólum og leikskólum Borgarbyggðar falli niður þriðjudaginn 24. október. Sama á við um starfsemi frístundar, tómstundastarf og Ölduna, enda konur yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks og stjórnenda og vandséð að hægt sé að halda starfsemi opinni.
Viðbúið er að þjónusta annarra stofnana Borgarbyggðar muni skerðast, svo sem ráðhúss, íþróttamannvirkja, tónlistarskóla, safnahúss og áhaldahúss.
Ekki er viðbúið að akstursþjónusta sveitarfélagsins, búsetuþjónusta fatlaðs fólks, vaktþjónusta barnaverndar og þjónusta slökkviliðs muni skerðast.
Byggðarráð tekur heils hugar undir þá kröfu að kynbundnu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt og vill koma til móts við konur og kvár sem kjósa að taka þátt í verkfallinu og samþykkir byggðarráð að þær haldi launum eins og um hefðbundinn vinnudag væri að ræða. Sveitarfélagið gerir ráð fyrir að karlmenn sem starfa hjá sveitarfélaginu mæti til starfa á vinnustað líkt og vaninn er.
Þar sem vænta má mikillar þátttöku í verkfallinu er fyrirsjáanlegt að starfsemi stofnana skerðist eða stöðvist. Skipuleggjendur verkfallsins hafa jafnframt sýnt því skilning að þjónusta er varðar heilsu og öryggi fólks skerðist ekki.
Vegna kvennaverkfallsins má gera ráð fyrir að skólastarf í grunnskólum og leikskólum Borgarbyggðar falli niður þriðjudaginn 24. október. Sama á við um starfsemi frístundar, tómstundastarf og Ölduna, enda konur yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks og stjórnenda og vandséð að hægt sé að halda starfsemi opinni.
Viðbúið er að þjónusta annarra stofnana Borgarbyggðar muni skerðast, svo sem ráðhúss, íþróttamannvirkja, tónlistarskóla, safnahúss og áhaldahúss.
Ekki er viðbúið að akstursþjónusta sveitarfélagsins, búsetuþjónusta fatlaðs fólks, vaktþjónusta barnaverndar og þjónusta slökkviliðs muni skerðast.
=== 12.Þjónustukönnun sveitarfélaga 2023 ===
2310116
Erindi frá Gallup um hvort Borgarbyggð hyggist taka þátt í þjónustukönnun sveitarfélaga 2023.
Byggðarráð samþykkir að Borgarbyggð taki þátt í þjónustukönnun Gallup 2023 og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
=== 13.Til umsagnar 238. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis ===
2310051
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.
Lagt fram.
=== 14.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 6. október n.k. ===
2308179
Framlögð fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands ásamt tilkynningu um ágóðahlut Borgarbyggðar.
Lagt fram.
=== 15.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2023 ===
2302061
Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 337 dags. 26. júní 2023.
=== 16.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 934 dags. 29.september 2023.
Lagt fram.
=== 17.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands 2023 ===
2306089
Framlögð 185. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands dags. 9.október. 2023.
Lagt fram.
=== 18.Fundargerðir Faxaflóahafna 2023. ===
2302108
Framlagðar fundargerðir stjórnar faxaflóahafna sf nr. 234 dags. 15. ágúst 2023 og nr. 235 dags. 29. sept. 2023
Lagt fram.
=== 19.Húsnæðisframlag til Brákarhlíðar 2024 ===
2310176
Lagt fram erindi Brákarhlíðar um húsnæðisframlag á árinu 2024
Byggðarráð samþykkir tillögu Brákarhlíðar um húsnæðisframlag á árinu 2024 sbr. erindi dags. 10. október 2023 og vísar til fjárhagsáætlunargerðar.
Afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 10:55.