Mosfellsbær
Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 67
==== 18. október 2023 kl. 12:00, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Eyrún Birna Bragadóttir aðalmaður
- Edda Steinunn Erlendsd Scheving aðalmaður
- Katrín Vala Arnarsd v d Linden aðalmaður
- Jökull Nói Ívarsson aðalmaður
- Una Ragnheiður Torfadóttir aðalmaður
- Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
- Birna Rún Jónsdóttir aðalmaður
- Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
- Hólmfríður Birna Hjaltested aðalmaður
- Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
- Sara Olivia Pétursdóttir varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið
== Fundargerð ritaði ==
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Kynning á stjórnsýslu bæjarins ==
[201007027](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201007027#lonupajo2kaqcos2qzbazg1)
Kynning á stjórnsýslu Mosfellsbæjar og verkefnum og skyldum ungmennaráðs.
Farið yfir samþykkt Ungmennaráðs, verkefni ráðsins og skyldur. Örkynning á stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
== 2. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag ==
[2020081051](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/2020081051#lonupajo2kaqcos2qzbazg1)
Kynning á verkefninu Barnvænt sveitarfélag
Hugrún Ósk verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags í Mosfellsbæ kom á fund ráðsins og kynnti verkefnið Barnvænt sveitarfélag. Hún sagði frá verkefninu, hvað búið er að gera og hvað væri næst á dagskrá. Áfram er beðið um að 4 úr Ungmennaráði sitji í stýrihóp verkefnisins. Starfsmenn koma þeim nöfnum til verkefnastjóra um leið og ákveðið hefur verið hverjir taka það verkefni að sér.
== Gestir ==
- Hugrún Ósk Ólafsdóttir
== 3. Ósk um tilnefningu í samráðshóp um gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunnar fyrir Mosfellsbæ ==
[202310535](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310535#lonupajo2kaqcos2qzbazg1)
Nú stendur yfir vinna við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunnar fyrir Mosfellsbæ. Í tengslum við þá vinnu er ætlunin að halda samráðsfund með hagsmunaaðilum um umferðaröryggi í bænum. Til að fá sýn ungmenna í áætlunina er óskað eftir að ungmennaráð tilnefni einn fulltrúa í hópinn.
Ungmennaráð þakkar gott boð og tilnefnir Eyrúnu Birnu Bragadóttur.
== 4. Fundur ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum ==
[202310606](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310606#lonupajo2kaqcos2qzbazg1)
Boð á fund ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum.
Boð á fund ungmennaráða í Barnvænum sveitafélögum.
UNICEF á Íslandi býður Ungmennaráðum Barnvænna sveitarfélaga til fundar í Björtuloftum í Hörpu fimmtudaginn 2. nóvember kl 19:30 ? 21:30. Á fundinum verða í boði léttar veitingar, kvöldsnarl og drykkir.
Á fundinum verður erindi frá Finni Ricard Andrasyni, forseta ungra umhverfissinna, ásamt því að ungmennin munu taka þátt í borðavinnu. Á fundinum verður ályktun Ungmennaráða Barnvænna sveitarfélaga rædd og að lokum vonandi samþykkt.
Starfsfólk innanlandsteymis UNICEF verður á svæðinu og vinnur í kringum fundinn og verða meðlimir Ungmennaráðs UNICEF í hlutverki borðstjóra og stýra Teams umræðum fyrir þau ungmennaráð sem eiga ekki heimangengt. Ungmennaráð UNICEF hefur veg og vanda að skipulagningu þessa fundar.
Ungmennaráðsfólk þakkar boðið , og munu allir Þeir sem að komast þetta kvöld mæta á fundinn með starfsmanni.