Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 54. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og landbúnaðardeild ===
2310031
Umhverfis- og landbúnaðardeild fer yfir fjárhagsáætlun næsta árs.
Farið yfir drög að ramma að fjárhagsáætlun.
=== 2.Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn ===
2209240
Umræða um snjómokstur í dreifbýli 2023-2024.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að framlengdir verði samningar á grundvelli verðfyrirspurnar við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli um eitt ár.
Verktakarnir á hverju svæði fyrir sig:
Andakíll, Bæjarsveit og Lundarreykjadalur:
Verktaki: Tryggvi Valur Sæmundsson s.869-2900 netfang: halstak@halstak.is
Hálsasveit, Reykholtsdalur og Flókadalur:
Verktaki: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.is
Hvítársíða, Þverárhlíð, Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur með þjóðvegi 1 að Borgarnesi:
Verktaki: Sleggjulækur ehf. s. 894-9549, netf. kaldolfur@vesturland.is
Fyrrum Borgarhreppur vestan Borgarness og fyrrum Álftaneshreppur:
Verktaki: Hálfdán Helgason s. 894-1187
Fyrrum Hraunhreppur:
Verktaki: Gísli Guðjónsson s. 894-0440 netf. gisligudjons68@gmail.com
Fyrrum Kolbeinsstaðahreppur:
Verktaki: Gestur Úlfarsson s. 893-6735 netf. kaldarb@simnet.is
Málinu er vísað til byggðarráðs.
Verktakarnir á hverju svæði fyrir sig:
Andakíll, Bæjarsveit og Lundarreykjadalur:
Verktaki: Tryggvi Valur Sæmundsson s.869-2900 netfang: halstak@halstak.is
Hálsasveit, Reykholtsdalur og Flókadalur:
Verktaki: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.is
Hvítársíða, Þverárhlíð, Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur með þjóðvegi 1 að Borgarnesi:
Verktaki: Sleggjulækur ehf. s. 894-9549, netf. kaldolfur@vesturland.is
Fyrrum Borgarhreppur vestan Borgarness og fyrrum Álftaneshreppur:
Verktaki: Hálfdán Helgason s. 894-1187
Fyrrum Hraunhreppur:
Verktaki: Gísli Guðjónsson s. 894-0440 netf. gisligudjons68@gmail.com
Fyrrum Kolbeinsstaðahreppur:
Verktaki: Gestur Úlfarsson s. 893-6735 netf. kaldarb@simnet.is
Málinu er vísað til byggðarráðs.
=== 3.Hreinsunarátak_brotajárn 2023 ===
2309259
Farið yfir innsend tilboð fyrir gáma undir brotajárn heim að lögbýlum.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd sendi út verðfyrirspurn vegna söfnunar á brotajárni. Þrjú tilboð bárust og ákveðið var að ganga til samninga við Furu ehf. þar sem hún var lægst bjóðandi.
=== 4.Staða íslensks landbúnaðar ===
2310140
Starfskilyrði landbúnaðar.
Umhverfis og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hvetur matvælaráðherra, ríkisstjórnina og þingmenn alla til að bregðast við alvarlegri stöðu landbúnaðar. Framtíð landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu er í hættu eins og bent hefur verið á um langt skeið. Hækkun aðfanga t.d. vegna stríðsátaka, heimsfaraldurs og hækkandi fjármagnskostnaðar spila þar stóran þátt. Bændur hafa lagt sig fram um að hagræða með ýmsum ráðum og gera breytingar á framleiðslu. Nú er svo komið að lengra verður ekki gengið. Ljóst er að staða margra framleiðanda er mjög tvísýn um þessar mundir og útlit fyrir að mörg bú stefni í þrot. Breytingar á reglugerðum og lagaumhverfi síðustu ár er lúta að aðbúnaði hefur knúið kúabændur til að fara í tugmilljóna fjárfestingar með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Í slíku umhverfi blasir við að nýliðun verður ógerleg sem er grafalvarleg staða. Sauðfjárbændur hafa jafnframt þurft að glíma við erfið rekstrarskilyrði sem hefur leitt til fækkunar í þeirra starfsgrein.
Innlend matvælaframleiðsla gegnir gríðarlega miklu máli þegar kemur að fæðuöryggi þjóðarinnar ásamt því að vera hryggjarstykki í því að tryggja búsetu í dreifðum byggðum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um metnaðarfull markmið er lúta að auknu hlutfalli innlendra matvæla, fæðuöryggi og eflingu innlendrar framleiðslu. Það eru vonbrigði að þau áform birtast ekki í fyrirliggjandi fjármálaáætlun ríkisins.
Bændasamtök Ísland hafa gefið út að um 9.400 ? 12.200 milljarðar þurfi að koma til svo landbúnaður geti staðið undir rekstrarlegum skuldbindingum og launagreiðslugetu árið 2023. Þá er mikilvægt að markmið búvörulaga er lúta að kjörum þeirra sem starfa í landbúnaði séu í samræmi við kjör annarra stétta. Jafnframt ber ríkisvaldinu að framfylgja þeim skuldbindingum sem koma fram í búvörulögum þar sem kveðið er á um að tryggja bændum viðunandi starfsskilyrði á móti skuldbindingum bænda til að framleiða landbúnaðarafurðir.
Mikil sóknarfæri eru í íslenskri matvælaframleiðslu hvort sem litið er til garðyrkju, kornræktar eða hefðbundinnar framleiðslu með búfénað. Mikilvægt er að stutt verði við íslenska framleiðslu með sýnilegum hætti og brugðist við þeim vanda sem blasir við strax.
Innlend matvælaframleiðsla gegnir gríðarlega miklu máli þegar kemur að fæðuöryggi þjóðarinnar ásamt því að vera hryggjarstykki í því að tryggja búsetu í dreifðum byggðum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um metnaðarfull markmið er lúta að auknu hlutfalli innlendra matvæla, fæðuöryggi og eflingu innlendrar framleiðslu. Það eru vonbrigði að þau áform birtast ekki í fyrirliggjandi fjármálaáætlun ríkisins.
Bændasamtök Ísland hafa gefið út að um 9.400 ? 12.200 milljarðar þurfi að koma til svo landbúnaður geti staðið undir rekstrarlegum skuldbindingum og launagreiðslugetu árið 2023. Þá er mikilvægt að markmið búvörulaga er lúta að kjörum þeirra sem starfa í landbúnaði séu í samræmi við kjör annarra stétta. Jafnframt ber ríkisvaldinu að framfylgja þeim skuldbindingum sem koma fram í búvörulögum þar sem kveðið er á um að tryggja bændum viðunandi starfsskilyrði á móti skuldbindingum bænda til að framleiða landbúnaðarafurðir.
Mikil sóknarfæri eru í íslenskri matvælaframleiðslu hvort sem litið er til garðyrkju, kornræktar eða hefðbundinnar framleiðslu með búfénað. Mikilvægt er að stutt verði við íslenska framleiðslu með sýnilegum hætti og brugðist við þeim vanda sem blasir við strax.
=== 5.Endurskoðun á landbúnaðarkafla í aðalskipulagi ===
2309268
Umræður um landbúnaðarkaflan í endurskoðun aðalskipulags.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd gerir engar athugasemdir.
Fundi slitið - kl. 10:45.