Fjarðabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 37
**1. 2305072 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024**
|Framhald umræðu um fjárhagsáætlun málaflokka umhverfis- og skipulagsnefndar í fjárhagsáætlun ársins 2024. Lögð fram tillaga um áætlun fyrir hvern lið nefndarinnar í málaflokknum eins og hún fer fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til fyrri umræðu að öðru óbreyttu. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að koma með uppfærðar tölur sem sýnir rekstrarniðurstöðu sem er af árið 2023.|
| |
__Gestir__
|Svanur Freyr Árnasson - 14:30|
|Rúnar Ingi Hjartarsson - 14:30|
**2. 2310115 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024**
|Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir uppfærða gjaldskrá og vísar til bæjarráðs. |
**3. 2309162 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs**
|Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að breyta gjaldskrá í samræmi við umræður á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.|
**4. 2309156 - Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024**
|Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir óbreytta gjaldskrá og tekur gjaldskrá ekki hækkun fyrir árið 2024 þar sem að rekstrarniðurstaða er jákvæð við óbreytta gjaldskrá.|