Skorradalshreppur
Hreppsnefnd - 188. fundur
=== Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===
Fundur nr. 188
==== Miðvikudaginn 18. október 2023 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir. ====
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
**Þetta gerðist:**
**Almenn mál** **1. Styrkvegurinn Bakkakot-Stóra Drageyri – Mál nr. 2310007**
Sótt var um í styrkvegasjóð s.l. vetur. Styrkvegasjóður Vegargerðarinnar samþykkti 1 milljónar styrk til styrkvegagerðar.
Í framhaldi af því var lagður fram samningur við Hálstak ehf. vegna endurbóta á styrkvegi frá Bakkakoti að Stóru-Drageyri.
Samningurinn samþykktur og oddvita falið að undirrita hann.
*KJ vék af fundi við afgreiðslu málsins.* **2. Bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna vegna ársreiknings 2022 – Mál nr. 2310008**
Erindi dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfylli sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið Eftirlitsnefndar. Einnig er bent á að frá og með ársbyrjun 2026 verði sveitarstjórnum óheimilt að víkja frá þessum skilyrðum og því er sveitarstjórnin hvött til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná þessum lágmarksviðmiðum og hafa samband við EFS óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum.
*Erindið lagt fram.* **3. 6 mánaðauppgjör sveitarfélagsins 2023 – Mál nr. 2310010**
Lagt fram.
*PD fór yfir 6 mánaðauppgjörið.* **4. Fjárhagsáætlun og gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vesturlands – Mál nr. 2310009**
Lögð fram
*Fjárhagsáætlun samþykkt og gjaldskrá lögð fram.* **5. Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs. – Mál nr. 2206017
**Kosning endurskoðanda til 1 árs. *Oddvita falið að skoða málið fyrir næsta fund.* **6. Umsögn innviðaráðuneytisins um álit sveitarstjórnar – Mál nr. 2310011**
Lögð fram umsögn Innviðarráðuneytisins um álit sveitarstjórnar á stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Dagsett í september 2023
*Lagt fram, umsögnin verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.* **7. Sameiningarmál – Mál nr. 2309008**
Staða og stefna, niðurstaða vinnufundar sem haldinn var 10.október sl.Farið yfir niðurstöður vinnufundar, miklar umræður urðu um málið.
GE, JEE og KJ leggja fram eftirfarandi bókun „Samþykkt að fela oddvita og varaoddvita að óska eftir samtali við sveitarstjórn Borgarbyggðar um mögulega útfærslu á sameiningarmöguleikum“
PD lagði til að einnig yrði óskað eftir samtali við Akranesskaupsstað og Hvalfjarðasveit um sameingingarmál.
ÓRÁ vill bóka eftirfarandi. „Finnst ekki tímabært strax að hefja viðræður um sameiningarmál“
Einnig lagði PD til að bókun meirihluta hreppsnefndar væri breytt að annar en varaoddviti hæfi samtal við Borgarbyggð sökum hugsanlegs vanhæfis.
Varaoddviti telur sig ekki vanhæfan.
JEE, GE og KJ samþykkja sína tillögu.
PD og ÓRA hafna þeirri tillögu
*Tillaga JEE, GE og KJ samþykkt með meirihluta hreppsnefndar.* **8. Tæming rotþróa – verksamningur. – Mál nr. 2310016**
Lagður fram verksamningur um reglubundna tæmingu rotþróa í Skorradal
**Fundargerðir til staðfestingar** **9. Skipulags- og byggingarnefnd – 175 – Mál nr. 2310001F**
Lögð fram fundargerð frá 12. október s.l.
*Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.*
**9.1 2309005** – Hnitsetning lóðar, Dagverðarnes 44
**9.2 2306003** – Endurskoðun stefnumörkunar skógræktar, breyting aðalskipulags
**9.3 2204006** – Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
**9.4 2310001** – Fundur Skipulagsstofnunar með skipulagsfulltrúum
**9.5 2310004** – Hvítbók um skipulagsmál
**9.6 2206012** – Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd
**9.7 2206020** – Bakkakot, óleyfisframkvæmd
**9.8 2205001** – Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun **Fundargerðir til kynningar** **10. Fundargerð nr. 933-934 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2310014**
*Lögð fram.* **11. Fundargerð 185. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands – Mál nr. 2310013**
*Lögð fram.* **12. Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.234-235 – Mál nr. 2310012**
*Lögð fram* **Skipulagsmál** **13. Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags – Mál nr. 2204006**
Lýsing breytingar aðalskipulags var kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í
Morgunblaðinu þann 8.júlí 2022. Lýsingin lá frammi á skrifstofu og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 11. júlí til 5. ágúst 2022. Einnig var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 2. ágúst 2022 þar sem aðilar gátu kynnt sér efni lýsingarinnar. Ein ábending barst um efni lýsingarinnar og hefur verið brugðist við henni. Óskað var umsagnar hjá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Skógræktinni og Veiðifélags Skorradalsvatns. Tekið hefur verið tillit til umsagna við framlagða
tillögu breytingar aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði kynnt íbúum
sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur enn fremur til við hreppsnefnd að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1.mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3.mgr. 30.gr. sömu laga.
*Hreppsnefnd samþykkir að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.*
*Hreppsnefnd samþykkir enn fremur að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.*
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 21:10.
=== Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===
Fundur nr. 188
==== Miðvikudaginn 18. október 2023 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir. ====
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál 1. Styrkvegurinn Bakkakot-Stóra Drageyri – Mál nr. 2310007
Sótt var um í styrkvegasjóð s.l. vetur. Styrkvegasjóður Vegargerðarinnar samþykkti 1 milljónar styrk til styrkvegagerðar.
Í framhaldi af því var lagður fram samningur við Hálstak ehf. vegna endurbóta á styrkvegi frá Bakkakoti að Stóru-Drageyri.
Samningurinn samþykktur og oddvita falið að undirrita hann.
KJ vék af fundi við afgreiðslu málsins. 2. Bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna vegna ársreiknings 2022 – Mál nr. 2310008
Erindi dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfylli sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið Eftirlitsnefndar. Einnig er bent á að frá og með ársbyrjun 2026 verði sveitarstjórnum óheimilt að víkja frá þessum skilyrðum og því er sveitarstjórnin hvött til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná þessum lágmarksviðmiðum og hafa samband við EFS óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum.
Erindið lagt fram. 3. 6 mánaðauppgjör sveitarfélagsins 2023 – Mál nr. 2310010
Lagt fram.
PD fór yfir 6 mánaðauppgjörið. 4. Fjárhagsáætlun og gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vesturlands – Mál nr. 2310009
Lögð fram
Fjárhagsáætlun samþykkt og gjaldskrá lögð fram. **5. Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs. – Mál nr. 2206017
**Kosning endurskoðanda til 1 árs. *Oddvita falið að skoða málið fyrir næsta fund.* 6. Umsögn innviðaráðuneytisins um álit sveitarstjórnar – Mál nr. 2310011
Lögð fram umsögn Innviðarráðuneytisins um álit sveitarstjórnar á stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Dagsett í september 2023
Lagt fram, umsögnin verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins. 7. Sameiningarmál – Mál nr. 2309008
Staða og stefna, niðurstaða vinnufundar sem haldinn var 10.október sl.Farið yfir niðurstöður vinnufundar, miklar umræður urðu um málið.
GE, JEE og KJ leggja fram eftirfarandi bókun „Samþykkt að fela oddvita og varaoddvita að óska eftir samtali við sveitarstjórn Borgarbyggðar um mögulega útfærslu á sameiningarmöguleikum“
PD lagði til að einnig yrði óskað eftir samtali við Akranesskaupsstað og Hvalfjarðasveit um sameingingarmál.
ÓRÁ vill bóka eftirfarandi. „Finnst ekki tímabært strax að hefja viðræður um sameiningarmál“
Einnig lagði PD til að bókun meirihluta hreppsnefndar væri breytt að annar en varaoddviti hæfi samtal við Borgarbyggð sökum hugsanlegs vanhæfis.
Varaoddviti telur sig ekki vanhæfan.
JEE, GE og KJ samþykkja sína tillögu.
PD og ÓRA hafna þeirri tillögu
Tillaga JEE, GE og KJ samþykkt með meirihluta hreppsnefndar. 8. Tæming rotþróa – verksamningur. – Mál nr. 2310016
Lagður fram verksamningur um reglubundna tæmingu rotþróa í Skorradal
Fundargerðir til staðfestingar 9. Skipulags- og byggingarnefnd – 175 – Mál nr. 2310001F
Lögð fram fundargerð frá 12. október s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.
9.1 2309005 – Hnitsetning lóðar, Dagverðarnes 44
9.2 2306003 – Endurskoðun stefnumörkunar skógræktar, breyting aðalskipulags
9.3 2204006 – Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
9.4 2310001 – Fundur Skipulagsstofnunar með skipulagsfulltrúum
9.5 2310004 – Hvítbók um skipulagsmál
9.6 2206012 – Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd
9.7 2206020 – Bakkakot, óleyfisframkvæmd
9.8 2205001 – Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun Fundargerðir til kynningar 10. Fundargerð nr. 933-934 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2310014
Lögð fram. 11. Fundargerð 185. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands – Mál nr. 2310013
Lögð fram. 12. Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.234-235 – Mál nr. 2310012
Lögð fram Skipulagsmál 13. Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags – Mál nr. 2204006
Lýsing breytingar aðalskipulags var kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í
Morgunblaðinu þann 8.júlí 2022. Lýsingin lá frammi á skrifstofu og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 11. júlí til 5. ágúst 2022. Einnig var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 2. ágúst 2022 þar sem aðilar gátu kynnt sér efni lýsingarinnar. Ein ábending barst um efni lýsingarinnar og hefur verið brugðist við henni. Óskað var umsagnar hjá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Skógræktinni og Veiðifélags Skorradalsvatns. Tekið hefur verið tillit til umsagna við framlagða
tillögu breytingar aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði kynnt íbúum
sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur enn fremur til við hreppsnefnd að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1.mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3.mgr. 30.gr. sömu laga.
Hreppsnefnd samþykkir að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.
Hreppsnefnd samþykkir enn fremur að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 21:10.