Fjarðabyggð
Bæjarráð - 818
**1. 2305061 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024**
|Framlögð drög að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2024 - 2027.|
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að gera breytingar á fjárfestingaráætlun þannig að 25 m.kr. verði varið í lokafrágang skjalasafns að Þiljuvöllum á árinu 2024 í stað 2025. Mætt með tilfærslu innan fjárfestingaráætlunar. Ragnar Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu tilfærslunnar.
Vísað til frekari úrvinnslu fjármálastjóra en áætlunin verður lögð fyrir á næsta fundi bæjarráðs til afgreiðslu.
**2. 2309055 - Gjaldskrá fasteignagjalda 2024**
|Tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2024 lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.|
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum tillögu að álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2024 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
**3. 2305069 - Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2024**
|Framlögð drög að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka bæjarráðs fyrir árið 2024.|
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
**4. 2305048 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024**
|Minnisblað fræðslustjóra varðandi tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2024.|
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
**5. 2305072 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024**
|Framlögð drög að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka umhverfis- og skipulagsnefndar fyrir árið 2024.|
Bæjarráð hefur samþykkt forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2024 og styðst við þær við framlagningu fjárhagsáætlunar 2024 til fyrri umræðu. Bæjarráð vísar til nefndar að ljúka framsetningu fjárhagsáætlunar fyrir málaflokkinn milli umræðna.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
**6. 2309162 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs**
|Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til bæjarráðs umfjöllun um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð ásamt minnisblöðum verkefnastjóra umhverfismála varðandi gjaldskrárnar. Bæjarráð mun við framlagningu fjárhagsáætlunar 2024 til fyrri umræðu styðjast við fyrri samþykkt bæjarráðs um breytingu gjaldskrár.|
Bæjarráð vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu í umhverfis- og skipulagsnefnd.
**7. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024**
|Framlögð drög að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokks menningarmála frá stjórnar menningarstofu og safnastofnunar fyrir árið 2024.|
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
**8. 2305071 - Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024**
|Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024, ásamt fjárfestingaráætlun.|
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
**9. 2209031 - Yfirlýsing vegna kaupréttar**
|Forkaupsréttur að Hafnargötu 6 tekinn til umræðu. Lögfræðingur sveitarfélagsins fór yfir stöðu málsins.|
Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
| |
__Gestir__
|Jón Jónsson lögmaður - 00:00|
**10. 2303238 - Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023**
|Skýrsla Deloitte um stöðuúttekt stjórnsýslunnar lögð fram.|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrir hlutaðeigandi og vinna með hana áfram.
**11. 2310091 - Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga**
|Framlagt til kynningar bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.|
Bæjarráð vísar erindi til kynningar bæjarstjórnar.
[Fjarðabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Fr8btHZUDUuBfqIE5Twzgg&meetingid=j8tp8NuzSUWG9lLeU9I4TA1
&filename=Fjarðabyggð.pdf)
**12. 2310101 - Samkomulag um skipan svæðisskipulagsnefndar**
|Framlagt samkomulag um skipan svæðisskipulagsnefndar Austurlands sem byggir á því að fulltrúar í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi skipa svæðisskipulagsnefnd.|
Bæjarráð samþykkir tillögu að skipan nefndarinnar og vísar erindi til staðfestingar bæjarstjórnar.
[Samkomulag um skipan svæðisskipulagsnefndar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=GX71rdnGo0KaLyrmWTdJCA&meetingid=j8tp8NuzSUWG9lLeU9I4TA1
&filename=Samkomulag um skipan svæðisskipulagsnefndar.pdf)
**13. 2308147 - Brunavarnaráætlun 2023**
|Framlögð til afgreiðslu bæjarráðs uppfærð brunavarnaráætlun fyrir Fjarðabyggð en áætlunin hefur verið yfirfarin og samþykkt af Mannvirkjastofnun.|
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti brunavarnaráætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
[Brunavarnaráætlun 2023 - Minnsblað við fyrri umræðu.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=74LT77IlIUCW6uCCF3NYOw&meetingid=j8tp8NuzSUWG9lLeU9I4TA1
&filename=Brunavarnaráætlun 2023 - Minnsblað við fyrri umræðu.pdf)
| |
__Gestir__
|Slökkviliðsstjóri - 00:00|
**14. 2309172 - Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2024**
|Gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar fyrir árið 2024 lögð fram til umfjöllunar ásamt minnisblaði þar sem fjallað er um breytingar hennar.|
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerðina.
**15. 2310116 - Samkomulag um rannsóknir flugslysa og alvarlegra flugatvika**
|Framlagt erindi innviðaráðuneytisins til sveitarfélaga vegna slökkviliðum á landinu vegna formlegs fyrirkomulags til að tryggja gott samstarf viðeigandi opinberra aðila sem koma að rannsóknum flugslysa og alvarlegra flugatvika, sbr. 3. mgr. 12. gr. reglugerðar (ESB) nr. 996/2010.|
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
**16. 2310122 - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd**
|Lögð fram til kynningar ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 sem hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.|
[Reglugerð 0922-2023 (null).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=we2Br8jHqkOJgMU2DmHlg&meetingid=j8tp8NuzSUWG9lLeU9I4TA1
&filename=Reglugerð 0922-2023 (null).pdf)
**17. 2310085 - Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 27. október 2023**
|Framlagt til kynningar boð á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinar sem haldin verður 27. október nk.|
[Vegagerðin_2023 okt_Rannsóknaráðstefna.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=lBA37J0yvECJB9WBay1kMw&meetingid=j8tp8NuzSUWG9lLeU9I4TA1
&filename=Vegagerðin_2023 okt_Rannsóknaráðstefna.pdf)
**18. 2203199 - Tjaldsvæði 2022**
|Vísað frá mannvirkja- veitunefnd til umfjöllunar í bæjarráði tillögu vegna sölu tjaldsvæðanna í Fjarðabyggð.|
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að útfæra samningskaupalýsingu fyrir útboð tjaldsvæðanna ásamt auglýsingu og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Jafnframt er viðkomandi gögnum vísað til frekari vinnslu samhliða þeirri vinnu.
**19. 2303098 - Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023**
|Framlagðar tillögur upplýsingafulltrúa vegna vinnu við nýja heimasíðu Fjarðabyggðar og stafrænum lausnum.|
Bæjarráð samþykkir tillögu fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að vinna með málið áfram í samráði við sviðsstjóra.
**20. 2301137 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2023**
|Framlagður samningur við Fiskeldissjóð vegna sameiningu útrása á Breiðdalsvík.|
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
**21. 2310126 - Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024**
|Framlagt erindi frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga vegna kostnaðarþátttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafrænna þróun og umbreytingu á árinu 2024.|
[Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=sCxaA3XCrEqaHI50I0i6Zw&meetingid=j8tp8NuzSUWG9lLeU9I4TA1
&filename=Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024.pdf)
**22. 2310017F - Mannvirkja- og veitunefnd - 21**
|Fundargerð mannvirkja og veitunefndar frá 16. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.|
**22.1. 2305071 - Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024**
**22.2. 2203163 - Römpum upp Ísland**
**22.3. 2203199 - Tjaldsvæði 2022**
**22.4. 2309152 - Gjaldskrá fráveitu 2024**
**22.5. 2309167 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024**
**22.6. 2309155 - Gjaldskrá hitaveitu 2024**
**22.7. 2309099 - Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024**
**23. 2310019F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 37**
|Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.|
**23.1. 2305072 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024**
**23.2. 2310115 - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024**
**23.3. 2309162 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs**
**23.4. 2309156 - Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024**