Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1656
**1656. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 17. október 2023 og hófst hann kl. 15:30.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Endurskoðun á skólastefnu Grindavíkurbæjar - 2309086**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fræðslunefnd leggur til að myndaður verði vinnuhópur um endurskoðun skólastefnunnar þar sem fulltrúar frá skólastofnunum, fræðslunefnd, foreldrum og skólaskrifstofu verði í hópnum. Gera þarf ráð fyrir fjármagni í vinnu hópsins í fjárhagsáætlun 2024.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að verkefni vinnuhópsins snúi jafnframt að læsisstefnu Grindavíkurbæjar.
**2. Frístundaheimili og aðlögun nemenda sem eru að hefja grunnskólagöngu - 2301106**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram bókun fræðslunefndar á 136. fundi, dags 12. október sl.:
Umræða um frístundaheimili með það að markmiði að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda og aðlögun nemenda í grunnskóla. Fræðslunefnd felur sviðstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kostnaðarmeta verkefnið og tímasetja aðgerðaráætlun. Einnig felur fræðslunefnd sviðstjóra að gera ráð fyrir fjármagni fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun 2024. Málinu vísað til umfjöllunar í bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra frístunda- og fræðslusviðs að koma með tillögur inn í drög að fjárhagsáætlun 2024.
**3. Skólaakstur í grunnskóla - 2310048**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram fyrirspurn um skólaakstur úr dreifbýli í Grunnskóla.
Bæjarráð telur að ekki séu skilyrði fyrir hendi til að sinna almennum skólaakstri í sveitarfélaginu enda sé aðgangur nemenda að grunnskólanámi að jafnaði tryggður í skilningi ákvæða reglugerðar um skólaakstur nr. 656/2009. Í þeim tilvikum sem slíkt er talið nauðsynlegt þá falla þau tilvik undir stuðningsþjónustu félagsþjónustunnar.
**4. Vélakostur Golfklúbbs Grindavíkur og knattspyrnudeildar UMFG - 2310052**
Lagt fram erindi Golfklúbbs Grindavíkur og Knattspyrnudeildar UMFG, dags. 21. september 2023, varðandi kaup á flatarsláttuvél.
Bæjarráð vísar þessu málið í vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027.
**5. Beiðni um viðauka - Kaup á köldu vatni - 2310054**
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vatnsveitu Grindavíkur fyrir árið 2023 vegna kaupa á köldu vatni, sbr. meðfylgjandi minnisblað. Fjárhæð beiðninnar er 14.385.000 kr. og lagt er til að fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
**6. Beiðni um viðauka 2023 - Reiknaðir liðir - 2310055**
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð 33.263.500 kr. sem snýr að ýmsum reiknuðum liðum í fjárhagsáætlun ársins 2023, sbr. framlagða sundurliðun.
Lagt er til að fjármögnun verði með lækkun ýmissa bókhaldslykla skv. sömu sundurliðun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20.
Bæjarráð / 17. október 2023
[Fundur 1656](/v/26705)
Bæjarráð / 24. október 2023
[Fundur 1657](/v/26704)
Skipulagsnefnd / 2. október 2023
[Fundur 126](/v/26683)
Bæjarráð / 10. október 2023
[Fundur 1655](/v/26681)
Bæjarráð / 3. október 2023
[Fundur 1654](/v/26669)
Bæjarstjórn / 26. september 2023
[Fundur 543](/v/26654)
Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023
[Fundur 128](/v/26638)
Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023
[Fundur 127](/v/26637)
Skipulagsnefnd / 18. september 2023
[Fundur 125](/v/26632)
Bæjarráð / 12. september 2023
[Fundur 1653](/v/26619)
Skipulagsnefnd / 4. september 2023
[Fundur 124](/v/26616)
Bæjarráð / 5. september 2023
[Fundur 1652](/v/26607)
Bæjarstjórn / 29. ágúst 2023
[Fundur 542](/v/26599)
Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023
[Fundur 123](/v/26596)
Bæjarráð / 22. ágúst 2023
[Fundur 1651](/v/26581)
Bæjarráð / 11. júlí 2023
[Fundur 1649](/v/26561)
Bæjarráð / 27. júní 2023
[Fundur 1648](/v/26536)
Bæjarráð / 20. júní 2023
[Fundur 1647](/v/26522)
Skipulagsnefnd / 19. júní 2023
[Fundur 122](/v/26521)
Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023
[Fundur 126](/v/26507)
Bæjarráð / 13. júní 2023
[Fundur 1646](/v/26506)
Bæjarráð / 6. júní 2023
[Fundur 1645](/v/26496)
Skipulagsnefnd / 5. júní 2023
[Fundur 121](/v/26493)
Skipulagsnefnd / 6. mars 2023
[Fundur 116](/v/26472)
Skipulagsnefnd / 15. maí 2023
[Fundur 120](/v/26471)