Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 22. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Fálkaklettur 10 L135620 - Umsókn um byggingarleyfi_bílskúr ===
2307207
Á 19. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. september sl. var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á bílskúr á lóðinni Fálkaklettur 10 L135620. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 15. september til og með 16. október sl. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 2.Kjartansgata 17 - L135698 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2309298
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir tæplega 80fm viðbyggingu á tveimur hæðum á Kjartansgötu 17 L135698. Byggt er við húsið í tvær áttir ásamt breytingum á eldri hluta hússins. Einnig er sótt um leyfi til að einangra og klæða húsið að utan. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en óskar eftir frekari gögnum til grenndarkynningar. Kynnt verði fyrir eigendum fasteigna Kjartansgötu 15, 16, 18, 19 og 20, þegar frekari gögn hafa borist.
Fundi slitið - kl. 13:30.