Grindavíkurbær
Fræðslunefnd - Fundur 134
**134. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 7. september 2023 og hófst hann kl. 16:30.**
Fundinn sátu:
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, formaður,
Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður,
Eva Rún Barðadóttir, aðalmaður,
Auður Arna Guðfinnsdóttir, varamaður,
Snædís Ósk Guðjónsdóttir, aðalmaður,
Jóhanna Lilja Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu
Einnig sátu fundinn:
Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri,
Inga Þórðardóttir, skólastjóri,
Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri,
Kristjana Jónsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu grunnskóla,
Alma Dögg Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Smári Jökull Jónsson, áheyrnarfulltrúi,
Berglind Hrönn Hlynsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu.
Dagskrá:
**1. Störf fræðslunefndar - 2309007**
Farið yfir fundartíma og störf fræðslunefndar. Ákveðið að hafa fastan fundartíma fræðslunefndar fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 16:30. Æskilegt er að erindi sem eiga að fara fyrir fund berist deildarstjóra skólaskrifstofu í síðasta lagi viku fyrir fund.
**2. Leikskóli - staðan í upphafi skólaárs 2023-2024 - 2309010**
Leikskólastjórar fóru yfir stöðuna við upphaf skólaárs. Vel hefur gengið að manna stöður leikskólanna. Fjöldi nemenda í leikskólanum Krók eru 102 við upphaf skólaárs. Við upphaf skólaárs eru nemendur 71 í leikskólanum Laut.
**3. Tónlistarskólinn - staðan í upphafi skólaárs 2023-2024 - 2309009**
Skólastjóri tónlistarskóla Grindavíkur fór yfir stöðuna við upphaf skólaárs. Skráðir eru 86 nemendur.
**4. Grunnskóli - Staðan í upphafi skólaárs 2023-2024 - 2309011**
Farið yfir stöðuna við upphaf skólaárs. Fjöldi nemenda í skólanum er sambærilegur samanborið við síðustu ár eða alls 555 nemendur. Vel hefur gengið að mann grunnskólann. Fjöldi barna í Skólaseli eru 105 og verið að ljúka við að manna stöður í Skólaseli.
**5. Staða skólahjúkrunar í Grunnskóla Grindavíkur - 2309013**
Fræðslunefnd lýsti yfir áhyggjum af stöðu skólahjúkrunar í Grunnskóla Grindavíkur sl. vor. Þar sem ekki hafði tekist að ráða í auglýstar stöður hjúkrunarfræðings við skólann.
Í dag er hjúkrunarfræðingur í 50% stöðu sem skólahjúkrunarfræðingur. Það vantar því að manna 30% stöðugildi.
**6. Skólalóð Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut - 2309012**
Umræða um skólalóðina við Ásabraut og aðstöðu nemenda til leiks. Lagt fram skjal um framtíðarsýn fyrir leikvelli í Grindavík. Í gögnum sem lögð voru fram á fundinum kemur fram að skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur hafi leitað til nemenda skólans eftir ábendingum hvað betur mætti fara á lóðum skólans. Flesta ábendingar snúa að lóðinni við Ásabraut. Nemendur kalla m.a. eftir bættri aðstöðu til hreystileikja, leiktækja, klifur og kastala.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að úttekt á núverandi ástandi og hönnun á endurbótum skólalóðarinnar við Ásabraut fari fram og verði sett í forgang. Nefndin vísar málinu til umfjöllunar Frístunda-og menningarnefnd.
**7. Starfsáætlun fræðslunefndar - 2309008**
Lögð fram starfsáætlun fræðslunefndar sem byggir á hlutverki fræðslunefndar. Fræðslunefnd samþykkir framlagða starfsáætlun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
Fræðslunefnd / 12. október 2023
[Fundur 136](/v/26713)
Fræðslunefnd / 21. september 2023
[Fundur 135](/v/26712)
Fræðslunefnd / 7. september 2023
[Fundur 134](/v/26711)
Fræðslunefnd / 29. júní 2023
[Fundur 133](/v/26710)
Fræðslunefnd / 7. júní 2023
[Fundur 132](/v/26709)
Bæjarráð / 17. október 2023
[Fundur 1656](/v/26705)
Bæjarráð / 24. október 2023
[Fundur 1657](/v/26704)
Skipulagsnefnd / 2. október 2023
[Fundur 126](/v/26683)
Bæjarráð / 10. október 2023
[Fundur 1655](/v/26681)
Bæjarráð / 3. október 2023
[Fundur 1654](/v/26669)
Bæjarstjórn / 26. september 2023
[Fundur 543](/v/26654)
Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023
[Fundur 128](/v/26638)
Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023
[Fundur 127](/v/26637)
Skipulagsnefnd / 18. september 2023
[Fundur 125](/v/26632)
Bæjarráð / 12. september 2023
[Fundur 1653](/v/26619)
Skipulagsnefnd / 4. september 2023
[Fundur 124](/v/26616)
Bæjarráð / 5. september 2023
[Fundur 1652](/v/26607)
Bæjarstjórn / 29. ágúst 2023
[Fundur 542](/v/26599)
Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023
[Fundur 123](/v/26596)
Bæjarráð / 22. ágúst 2023
[Fundur 1651](/v/26581)
Bæjarráð / 11. júlí 2023
[Fundur 1649](/v/26561)
Bæjarráð / 27. júní 2023
[Fundur 1648](/v/26536)
Bæjarráð / 20. júní 2023
[Fundur 1647](/v/26522)
Skipulagsnefnd / 19. júní 2023
[Fundur 122](/v/26521)
Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023
[Fundur 126](/v/26507)