Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 225. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Á fundinum voru Kristín Gísladóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, Álfheiður Sverrisdóttir áheyrnafulltrúi foreldra á leikskólum og áheyrnafulltrúi fyrir starfsmenn á leikskólum var Aðalheiður Kristjánsdóttir. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir var áheyrnafulltrúi fyrir kennara í grunnskóla. Sigfríður Björnsdóttir var áheyrnafulltrúi fyrir stjórnenda í Tónlistaskólum.
=== 1.Grunur um myglu í Grunnskólanum í Borgarnesi haust 2023 ===
2309055
Farið yfir stöðumála með húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi eftir úttekt Eflu.
Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur til fundarins undir þessum lið.
Farið er yfir stöðuna varðandi myglu í Grunnskólanum í Borgarnesi. Hvaða rýmum er búið að loka og hvaða áhrif það hefur á skólastarfið. Nemendur á unglinga- og miðstigi voru ekki í skólanum á mánudag og miðvikudag en þeir ættu að geta komið inn mánudaginn 30.október. Búið var að panta færanlegar kennslustofur en ljóst er að fjöldi kennslustofa sem þarf að loka var meiri en gert var ráð fyrir. Því þarf að panta til viðbótar fleiri stofur. Óljóst er með hvað langan tíma tekur að fá þær. Lögð er mikil áhersla á að allir nemendur komist fyrir á lóð skólans.
Fræðslunefnd þakkar starfsfólki skólans fyrir góð og lausnamiðuð viðbrögð.
Farið er yfir stöðuna varðandi myglu í Grunnskólanum í Borgarnesi. Hvaða rýmum er búið að loka og hvaða áhrif það hefur á skólastarfið. Nemendur á unglinga- og miðstigi voru ekki í skólanum á mánudag og miðvikudag en þeir ættu að geta komið inn mánudaginn 30.október. Búið var að panta færanlegar kennslustofur en ljóst er að fjöldi kennslustofa sem þarf að loka var meiri en gert var ráð fyrir. Því þarf að panta til viðbótar fleiri stofur. Óljóst er með hvað langan tíma tekur að fá þær. Lögð er mikil áhersla á að allir nemendur komist fyrir á lóð skólans.
Fræðslunefnd þakkar starfsfólki skólans fyrir góð og lausnamiðuð viðbrögð.
=== 2.Fjárhagsáætlun - fræðslunefnd 2024 ===
2310007
Fjármálastjóri fer yfir meginn línur við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir grunn- leik og tónlistaskóla. Einnig er farið yfir áætlun fyrir tómstundastarf og íþróttamiðstöðvar.
Máli frestað til næsta fundar.
=== 3.Gjaldskrár á fjölskyldusviði 2024 ===
2310005
Framhald um umræðum um gjaldskrár Borgarbyggðar.
Farið er yfir gjaldskrár sem heyra undir færðslunefnd. Gert er ráð fyrir 5% hækkun á milli ára. Fræðslunefnd vill leggja áherslu að fæðisgjaldið sem lagt er á foreldra sé til jafns við það sem sveitafélagið borgar í fæðiskostnað. En að öðrum gjaldskrár sé haldið í hófi. Málinu er vísað inn til Byggðarráðs sem tekur endanlega ákvörðun um gjaldskrár sveitafélagsins.
=== 4.Skólaaksturleiðir hjá Borgarbyggð 2023 haust ===
2309052
Sviðsstjóri fer yfir reglur um skólaakstur og aksturleiðir fyrir 2023 -2024.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir fyrir fræðlunefnd skólaakstursleiðir 2023-2024.
=== 5.Afsláttur af leikskólagjöldum fyrir starfsmenn leikskóla ===
2309291
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir tillögur að fyrirkomulagi um afslátt fyrir starfsfólk leikskóla að leikskólagjöldum.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað. Fræðslunefnd leggur til eftirfarandi breytingu á verklagsreglum leikskóla.
,,Starfsmenn í leikskólum Borgarbyggðar sem eiga börn sem sækja leikskóla í Borgarbyggð fá 50% afslátt af leikskólagjöldum. Inn í þeim afslætti eru ekki fæðisgjöld. Séu fleiri en einn afsláttur í gangi þá gildir hann sem gefur hæstan afslátt“.
Samþykkt: GLE, EOT, ÞUB og BLB
Situr hjá: REJ
,,Starfsmenn í leikskólum Borgarbyggðar sem eiga börn sem sækja leikskóla í Borgarbyggð fá 50% afslátt af leikskólagjöldum. Inn í þeim afslætti eru ekki fæðisgjöld. Séu fleiri en einn afsláttur í gangi þá gildir hann sem gefur hæstan afslátt“.
Samþykkt: GLE, EOT, ÞUB og BLB
Situr hjá: REJ
=== 6.Verklagsreglur vegna undirmönnunar í leikskólum Borgarbyggðar ===
2205025
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir mönnunn á leikskólanum Hnoðrabóli á haustönn 2023.
Sviðsstjóri fjölskyldusvið fer yfir verklagsreglur vegna undirmönnunar á leikskólum. Einnig er farið yfir stöðuna á leikskólanum Hnoðraból sem hefur verið undirmannaður frá hausti.
=== 7.Umsókn fyrir unglingadeildina Glanna ===
2310029
Farið yfir umsókn frá unglingadeildinni Glanni.
Fræðslunefnd tekur vel í erindið og vísar málinu áfram inn í Byggðarráð.
Áður en erindið kemur inn á borð Byggðarráðs er óskað eftir frekar gögnum.
Áður en erindið kemur inn á borð Byggðarráðs er óskað eftir frekar gögnum.
=== 8.Frístundastyrkur ===
2010114
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir frístundastyrk Borgarbyggðar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir frístundastyk Borgarbyggðar. Fræðslunefnd leggur til að reglurnar verði endurskoðaðar og sviðstjóra falið að koma með tillögur að útfærslu fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 18:00.