Dalabyggð
Byggðarráð Dalabyggðar - 315
|Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sitja fundinn undir dagskrárlið 1.|
**1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027**
|Gjaldskrár hækka alla jafna um 8%.|
Sorphirðugjöld hækka þó um 30% í þeirri viðleitni að minnka meðgjöf með málaflokknum.
Greiðsludreifing fasteignagjalda og tengdra gjalda sem innheimt eru með þeim verði 8 mánuðir í stað 6 mánaða.
Jafnframt er unnið að uppfærðum reglum varðandi afslátt eldri borgara og öryrkja af fasteignagjöldum til að þær séu í samræmi við verðlagsþróun.
|Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sitja fundinn undir dagskrárlið 2.|
**2. 2310016 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki V**
|- Áætlun um Staðgreiðslu og útsvar hækkar um 8.058.000,-|
- Jöfnunasjóður - tekjur hækka um 7.368.000 (mismunur á lækkun á tekjujöfnunarframlagi og hækkun á Útgjaldaframlagi)
- Tilfærsla milli deilda 5.055.000,- innan Félagsþjónustunnar
- Viðbótarkostnaður v. sérstakra húsaleigubóta kr. 1.120.000
- Aukin kostnaður v. barnaverndar og þjónustu við fatlaða 55.397.000
- Hækkun launakostnaðar 23.513.000
- Lækkun á öðrum rekstrarkostnaði 1.234.000
- Hækkun á vaxtakostnaði 12.553.000
- Hækkun á afskriftarkostnaði 2.188.000
- Lækkun á öðrum kostnaði v. eignarsölu 1.087.000
- Lækkun á söluhagnaði 11.419.000
- Hækkun á daggjöldm í grunnskóla 1.100.000
- Hækkun á framlagi til grunnskóla 7.564.000
- Lækkun á leigutekjum v. eignasölu 1.282.000
- Hækkun á eignfærslu v.byggingu íþróttamannvirkja 15.000.000
Breyting í A-sjóði er kr. 59.495.000 til hækkunar
Breyting í B-sjóði er kr. 21.566.000 til hækkunar
Samtals er Viðaukahækkun á rekstri kr. 81.061.000 og er því lokaniðurstaða A og B hluta því jákvæð um kr. 7,0 millj kr.
**3. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023**
|Í ljósi framkominnar greinagerðar starfshóps um safnamál sem var að störfum í vor, tekur byggðarráð undir framkomin gögn og hefur falið sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við það. |
[Greinargerd_vinnuhops_safnamal_14042023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=wPIPgEDgh0GgFQYZUZIaPw&meetingid=0v2LtodBQEWCB4KUxeeM3Q1)
**4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023**
|Sveitarstjóri í samstarfi við skipulagafulltrúa vinni málið áfram, með það í huga að útvíkka verkefnið í samræmi við umræður á fundinum. |
**5. 2310017 - Lausaganga hrossa 2023**
|Rætt um stöðu mála. |
**6. 2310004 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts/gjalda**
|Sveitarstjóra falið að afgreiða málið m.t.t. gildandi reglna Dalabyggðar.|
**7. 2310008 - Afskriftarbeiðni**
|Samþykkt að fella niður kröfur.|
**8. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut**
|Sveitarstjóra falið að eiga samtal við Olís um málið og mögulega frekari uppbyggingu/þjónustu á svæðinu.|
**9. 2310005 - Leiktæki á skólalóð**
|Sveitarstjóra falið að eiga samtal við Foreldrafélag Auðarskóla varðandi mögulega útfærslu verkefnisins.|
[Bréf til sveitarstjóra frá nemendum Auðarskóla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=5nQugaaf8kSY1v2jEC6prA&meetingid=0v2LtodBQEWCB4KUxeeM3Q1)
|Guðmundur Pálmason á Kvennabrekku, kom sem gestur á fundinn undir dagskrárlið 10.|
**10. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrispurn um viðhald og endurnýjun**
|Rætt um stöðu mála.|
**11. 2310019 - Fjárhagsstaða bænda 2023**
|Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir ályktur Samtaka ungra bænda sem lögð var fram á baráttufundi þeirra í Salnum í Kópavogi 26. 10.2023 og hún er svo hljóðandi:|
Engum sem vill sjá getur dulist að rekstrarumhverfi landbúnaðar á Íslandi er komið að fótum fram. Ungir bændur standa frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og ungt fólk sem vill hefja hefðbundinn búskap á enga möguleika. Alls enga. Mikil ógn steðjar því að nauðsynlegri nýliðun í stétt bænda. Um leið er fæðuöryggi þjóðarinnar sett í uppnám. Við höfum nýlega séð skýr merki þess að þegar harðnar á dalnum er hver þjóð sjálfri sér næst hvað nauðþurftir varðar. Þess vegna þurfum við að slá skjaldborg um íslenskan landbúnað. Ekki eingöngu af öryggisástæðum heldur líka vegna menningarhlutverks búvöruframleiðslunnar sem samofið er þjóðinni frá því land var numið.
Á sama tíma og núverandi rekstrarskilyrði eru í raun ókleifur hamar fyrir ungt fólk stendur íslenskur landbúnaður frammi fyrir stórkostlegum nýjum tækifærum á heimsmarkaði. Þau felast í aukinni umhverfisvitund jarðarbúa í öllum heimshornum, nýjum kröfum um heilnæmi matvæla, vistvæna orkugjafa í framleiðslunni og heilbrigða búskaparhætti. Í þessum efnum erum við í allra fremstu röð. Þegar grannt er skoðað blasir það líka við að fjölmörg tækifæri felast í framsækinni nýsköpun í krafti þekkingar og nýrrar tækni. Til þess að nýta þessi sóknarfæri þurfa stjórnvöld að ryðja brautina og opna ungu fólki ný og spennandi tækifæri jafnt til búskapar sem rannsóknar-, vísinda- og þróunarstarfa á sviði landbúnaðarins.
Það eru beinlínis falsfréttir að landbúnaður í nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlantsála þrífist án opinbers stuðnings. Og það getur í besta falli kallast upplýsingaóreiða þegar búið er að læða því inn hjá íslenskri þjóð með mætti endurtekningarinnar að stuðningur hérlendis við landbúnað sé meiri en annars staðar. Staðreyndin er einfaldlega sú að hvar sem er í heiminum er ræktun og framleiðsla landbúnaðarafurða svo kostnaðarsöm að stjórnvöld á hverjum stað kjósa að styðja starfsemina. Bæði til þess að varðveita atvinnugreinina og halda verði til neytenda hóflegu. Ísland er þar engin undantekning. En það er bull að stuðningur hérlendis við landbúnaðinn sé úr takti við það sem tíðkast í vestrænum heimi.
Baráttufundur Samtaka ungra bænda skorar á stjórnvöld að opna augun og leggja við hlustir. Þau verða að þekkja og skilja raunveruleika búreksturs í landinu. Í fyrsta lagi vandann. Í öðru lagi tækifærin. Í þriðja lagi alþjóðlega samkeppnisstöðu íslenska landbúnaðarins. Þar reynir á þekkingu á raunverulegum ríkisstyrkjum til matvælaframleiðslu um allan heim? bæði þá sem eru uppi á borðum og líka hina sem klæddir eru í alls kyns feluliti. Það er glapræði að leggja íslenskan landbúnað af. Þess vegna þarf að bregðast við án tafar. Seinna er of seint.