Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 649. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skipulags- og umhverfissvið á fund byggðarráðs ===
2310252
Í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 mætir Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs til fundar við byggðarráð til samtals um meginlínurnar í starfsemi sviðsins.
Byggðarráð þakkar Guðnýju sviðsstjóra fyrir gott samtal. Það er mikilvægt innlegg í vinnu sveitarstjórnar við þá stefnumótun sem fram kemur í áherslum fjárhagsáætlunar til næstu ára.
=== 2.Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn ===
2209240
Framlögð afgreiðsla 54. fundar Umhverfis - og landbúnaðarnefndar varðandi fyrirkomulag snjómoksturs í dreifbýli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi afgreiðslu Umhverfis- og landbúnaðarnefndar: "Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að framlengdir verði samningar á grundvelli verðfyrirspurnar við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli um eitt ár.
Verktakarnir á hverju svæði fyrir sig:
Andakíll, Bæjarsveit og Lundarreykjadalur:
Verktaki: Tryggvi Valur Sæmundsson s.869-2900 netfang: halstak@halstak.is
Hálsasveit, Reykholtsdalur og Flókadalur:
Verktaki: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.is
Hvítársíða, Þverárhlíð, Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur með þjóðvegi 1 að Borgarnesi:
Verktaki: Sleggjulækur ehf. s. 894-9549, netf. kaldolfur@vesturland.is
Fyrrum Borgarhreppur vestan Borgarness og fyrrum Álftaneshreppur:
Verktaki: Hálfdán Helgason s. 894-1187
Fyrrum Hraunhreppur:
Verktaki: Gísli Guðjónsson s. 894-0440 netf. gisligudjons68@gmail.com
Fyrrum Kolbeinsstaðahreppur:
Verktaki: Gestur Úlfarsson s. 893-6735 netf. kaldarb@simnet.is
Málinu er vísað til byggðarráðs."
Verktakarnir á hverju svæði fyrir sig:
Andakíll, Bæjarsveit og Lundarreykjadalur:
Verktaki: Tryggvi Valur Sæmundsson s.869-2900 netfang: halstak@halstak.is
Hálsasveit, Reykholtsdalur og Flókadalur:
Verktaki: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.is
Hvítársíða, Þverárhlíð, Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur með þjóðvegi 1 að Borgarnesi:
Verktaki: Sleggjulækur ehf. s. 894-9549, netf. kaldolfur@vesturland.is
Fyrrum Borgarhreppur vestan Borgarness og fyrrum Álftaneshreppur:
Verktaki: Hálfdán Helgason s. 894-1187
Fyrrum Hraunhreppur:
Verktaki: Gísli Guðjónsson s. 894-0440 netf. gisligudjons68@gmail.com
Fyrrum Kolbeinsstaðahreppur:
Verktaki: Gestur Úlfarsson s. 893-6735 netf. kaldarb@simnet.is
Málinu er vísað til byggðarráðs."
=== 3.Fjárhagsáætlun 2024 ===
2307011
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2024 er framlögð og vísað til frekari vinnslu í byggðarráði og í framhaldinu til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Guðný Elíasdóttir fór af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
Samþykkt samhljóða.
Guðný Elíasdóttir fór af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
=== 4.Starfskjör kjörinna fulltrúa ===
2310107
Framlögð samantekt um starfskjör fulltrúa í sveitarstjórnum, nefndum og ráðum í sveitarfélögum sem telja má sambærileg að stærð og umfangi og Borgarbyggð sbr. afgreiðslu 648. fundar byggðarráðs.
Framlagðar samþykktir og viðmiðunartöflur er varða starfskjör kjörinna fulltrúa nokkurra samanburðarsveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og kynna minnisblað fyrir byggðarráði í næstu viku.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Endurbætur á miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi ===
2310255
Vegna rökstudds gruns um myglu hefur miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi verið lokað. Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.
Í kjölfar niðurstöðu sýnatöku í húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og samtals við sérfræðinga var miðrými skólans lokað. Búið er að tryggja færanlegar kennslustofur sem munu vonandi koma í tveimur áföngum á yfirstandandi skólaári. Stjórnendur og annað starfslið ásamt nemendum hafa, í samráði við sveitarfélagið, unnið að því að laga húsnæði skólans að breyttum aðstæðum. Byggðarráð þakkar það æðruleysi og lausnamiðun sem einkennt hefur starfið en ljóst er að skólanum er búinn þröngur stakkur húsnæðislega, sérstaklega á næstu mánuðum. Ljóst er að tryggja þarf fjármögnun vegna endurbóta í fjárhagsáætlun ársins 2024 og/eða með viðauka 2023.
=== 6.Unglingalandsmót 2024 ===
2310254
Undirbúningur vegna unglingalandsmóts 2024 er hafinn og hefur borist erindi frá UMSB. Umræða um verkefni og þátttöku sveitarfélagsins.
Byggðarráð er einhuga um að sveitarfélagið muni standa þétt að baki UMSB vegna undirbúnings og framkvæmdar mótsins. Huga þarf að kostnaði sem falla mun á sveitarfélagið í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun. Sveitarstjóra er falið að eiga samtal við UMSB um þátttöku starfsmanna sveitarfélagsins i vinnuhópi og gera tillögu þar um til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Samtal um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps ===
2310258
Framlagt erindi frá Skorradalshreppi með ósk um samtal um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Byggðarráð tekur vel í ósk Skorradalshrepps um að hefja samtal um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Byggðarráð felur Guðveigu Eyglóardóttur forseta sveitarstjórnar og Lilju Björgu Ágústsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leiða það samtal fyrir hönd Borgarbyggðar með það að markmiði að leggja grunn að formlegum sameiningarviðræðum meti fulltrúar beggja sveitarfélaga það fýsilegt.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Framlagt.
=== 9.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 935 dags. 16.október 2023.
Framlagt.
Fundi slitið - kl. 11:00.