Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 42
**1. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023**
|Nefndin þakkar Nick og Jana fyrir komuna.|
Virkilega áhugavert að heyra af uppbyggingu þeirra á þrifafyrirtæki sínu.
Eins og fleiri atvinnurekendur hafa talað um nefndu þau að skortur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði væri vandamál þegar kemur að því að stækka fyrirtæki og/eða ráða inn starfsfólk.
Einnig nefndu þau að tungumálaörðugleikar væru nokkur þröskuldur þegar kemur að því opinbera, líkt og kringum bókhald og skattamál, þ.e. að efnið væri mikið til á íslensku.
**2. 2210026 - Uppbygging innviða**
|Farið yfir stöðuna á undirbúningi uppbyggingingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. |
**3. 2310011 - Landbúnaður í Dalabyggð 2023**
|Atvinnumálanefnd Dalabyggðar tekur undir ályktun Samtaka ungra bænda er lögð var fram og samþykkt á baráttufundi þeirra í Salnum í Kópavogi 26. október sl.|
Nefndin hvetur Samtök ungra bænda til dáða í áframhaldandi baráttu fyrir bættum kjörum.
[SUB bækl. 181023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=DtFnrLcfNEWNc_aveRpciw&meetingid=mrUp2nsc6kWvD7aKxSCuCw1)
**4. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023**
|Farið yfir drög að áætlun markaðs- og kynningarmála 2024.|
**6. 2301021 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2023**
|Stefnt er að kaffispjalli atvinnumálanefndar miðvikudaginn 15. nóvember nk. kl.20:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Öll velkomin.|
**7. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023**
|Lagt fram til kynningar.|
[atvinnuleysi-september-2023-skyrsla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=vqT1XtoxvUGF38MCP0GvMw&meetingid=mrUp2nsc6kWvD7aKxSCuCw1)