Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 544
**544. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 31. október 2023 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Hafnarfjarðarkaupstaður - umsögn á lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna Iðnaðarsvæðis I4 - 2309104**
Til máls tók: Ásrún.
Hafnarfjarðarkaupstaður hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 vegna Iðnaðarsvæðisins I4, nr. 0593/2023.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 16. október sl. og gerði ekki athugasemd við lýsinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**2. Fráveita Grindavíkurbæjar - viðaukabeiðni vegna fjárfestingar 2023 - 2309033**
Til máls tók: Ásrún.
Óskað er viðauka vegna eignfærðra framkvæmda hjá fráveitu Grindavíkurbæjar. Framkvæmdir ársins 2023 eru þriðji áfangi áætlunar sveitarfélagsins til ársins 2031 í heildarlausn sveitarfélagsins í fráveitumálum, með það að markmiði að allt skólp frá þéttbýli sveitarfélagsins fari í gegnum hreinsistöð.
Óskað er viðauka að fjárhæð 64.206.000 kr. og að viðaukinn verði fjármagnaður með auknum gatnagerðargjöldum að upphæð 26.492.000 kr. og að upphæð 37.714.000 kr. með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**3. Beiðni um viðauka - Kaup á köldu vatni - 2310054**
Til máls tók: Ásrún.
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vatnsveitu Grindavíkur fyrir árið 2023 vegna kaupa á köldu vatni, sbr. meðfylgjandi minnisblaði. Fjárhæð beiðninnar er 14.385.000 kr. og lagt er til að fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**4. Beiðni um viðauka vegna kjarasamninga ofl. - Þjónustumiðstöð - 2309069**
Til máls tók: Ásrún.
Lögð fram beiðni um viðauka vegna launaliða á þjónustumiðstöð. Viðaukabeiðni er samtals 7.942.000 kr. sem sundurliðast þannig:
Laun 6.384.000 kr. og launatengd gjöld 1.558.000 kr.
Fjármögnun viðaukans verði með lækkun á bókhaldslykli 21611-1119 - Lagt til hliðar vegna kjarasamninga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**5. Beiðni um viðauka 2023 - Reiknaðir liðir - 2310055**
Til máls tók: Ásrún.
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð 33.263.500 kr. sem snýr að ýmsum reiknuðum liðum í fjárhagsáætlun ársins 2023, sbr. framlagða sundurliðun.
Lagt er til að fjármögnun verði með lækkun ýmissa bókhaldslykla skv. sömu sundurliðun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**6. Beiðni um viðauka - Félagsmiðstöðin Þruman - 2310047**
Til máls tóku: Ásrún og Hjálmar.
Óskað er eftir viðauka á árið 2023 á launaliði Þrumunnar vegna veikindaleyfis og ferðar erlendis með ungmennaráð að fjárhæð 2.547.000 kr. Óskað er eftir að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**7. Endurskoðun á skólastefnu Grindavíkurbæjar - 2309086**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Helga Dís.
Fræðslunefnd leggur til skipan um sameiginlegan stýrihóp að vinnu skólastefnu Grindavíkurbæjar og heildrænnar læsisstefnu bæjarins. Lagt er til að stýrihópurinn verði skipaður af fulltrúum frá skólastofnunum, fræðslunefnd, foreldrum og fulltrúa frá skólaskrifstofu.
Gera þarf ráð fyrir fjármagni í vinnu hópsins í fjárhagsáætlun 2024.
Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða og hefur samþykkt fjármagn inn í drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
**8. Sérstakur húsnæðisstuðningur - Breyting á reglum - 2305120**
Til máls tók: Ásrún.
Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Lagt er til að þær taki gildi 1.11.2023.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
**9. Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi - Herrakvöld knd. - 2310107**
Til máls tóku: Ásrún,
Körfuknattleiksdeild U.M.F.G. sækir um tímabundið áfengisleyfi vegna herrakvölds í íþróttamiðstöðinni í Grindavík 3. nóvember 2023.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða veitingu leyfisins.
**10. Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2307077**
Til máls tók: Ásrún.
Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2024-2027 er lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
**11. Netöryggi - vöktun netkerfa og útstöðva - 2310110**
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Gunnar Már, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, bæjarstjóri og Helga Dís.
Til fundarins mætti tölvuumsjónarmaður Grindavíkurbæjar og gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum.
Lögð fram greinargerð frá Þekkingu um tölvuöryggi.
Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 3.500.000 kr. vegna endurbóta á netkerfi bæjarins.
Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með hækkun á áætlun staðgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukabeiðnina.
**12. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga númer 934, dags. 29. september sl. er lögð fram til kynningar.
**13. Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009**
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga númer 935, dags. 16 október sl. er lögð fram til kynningar.
**14. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri, Gunnar Már, Birgitta Rán og Birgitta Hrund.
Fundargerð 794. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 11. október sl. er lögð fram til kynningar.
**15. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2023 - 2303065**
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta Hrund, bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð 550. fundar Kölku, dags. 12. september sl. er lögð fram til kynningar.
**16. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 41. fundar Svæðisskipulag Suðurnesja, dags. 14. september sl. er lögð fram til kynningar.
**17. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023 - 2301117**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta Rán, Helga Dís og Hallfríður.
Fundargerð 303. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 25. september sl. er lögð fram til kynningar.
**18. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023 - 2301117**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 304. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, 9. september sl. er lögð fram til kynningar.
**19. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023 - 2301117**
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Birgitta Hrund, Birgitta Rán og Hallfríður.
Fundargerð 305. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 23. október sl. er lögð fram til kynningar.
**20. Fundargerðir 2023 - Reykjanesfólkvangur - 2306072**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Hjálmar.
Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 15. júní sl. er lögð fram til kynningar.
**21. Aðalfundur Fullltrúaráðs EBÍ - 2310078**
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri.
Fundargerð 18. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 6. október sl., ásamt gögnum vegna fjárfestingastefnu og útgreiðslu ágóðahlutar til sveitafélaganna lögð fram til kynningar.
**22. Bæjarráð Grindavíkur - 1654 - 2309029F **
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**23. Bæjarráð Grindavíkur - 1655 - 2310006F **
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Hallfríður og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**24. Bæjarráð Grindavíkur - 1656 - 2310014F **
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**25. Bæjarráð Grindavíkur - 1657 - 2310022F **
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Birgitta Hrund, Hallfríður, Birgitta Rán og Helga Dís.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**26. Skipulagsnefnd - 126 - 2309031F **
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Helga Dís.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**27. Skipulagsnefnd - 127 - 2310015F **
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**28. Fræðslunefnd - 135 - 2309017F **
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Helga Dís, Birgitta Rán og Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**29. Fræðslunefnd - 136 - 2310005F **
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán, Birgitta Hrund og Helga Dís.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**30. Hafnarstjórn Grindavíkur - 490 - 2310008F **
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**31. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 77 - 2309030F **
Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, bæjarstjóri, Birgitta Hrund, Helga Dís og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**32. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 78 - 2310019F **
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**33. 50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar - 3 - 2309018F **
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund og Helga Dís.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.
Bæjarstjórn / 31. október 2023
[Fundur 544](/v/26721)
Skipulagsnefnd / 16. október 2023
[Fundur 127](/v/26714)
Fræðslunefnd / 12. október 2023
[Fundur 136](/v/26713)
Fræðslunefnd / 21. september 2023
[Fundur 135](/v/26712)
Fræðslunefnd / 7. september 2023
[Fundur 134](/v/26711)
Fræðslunefnd / 29. júní 2023
[Fundur 133](/v/26710)
Fræðslunefnd / 7. júní 2023
[Fundur 132](/v/26709)
Bæjarráð / 17. október 2023
[Fundur 1656](/v/26705)
Bæjarráð / 24. október 2023
[Fundur 1657](/v/26704)
Skipulagsnefnd / 2. október 2023
[Fundur 126](/v/26683)
Bæjarráð / 10. október 2023
[Fundur 1655](/v/26681)
Bæjarráð / 3. október 2023
[Fundur 1654](/v/26669)
Bæjarstjórn / 26. september 2023
[Fundur 543](/v/26654)
Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023
[Fundur 128](/v/26638)
Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023
[Fundur 127](/v/26637)
Skipulagsnefnd / 18. september 2023
[Fundur 125](/v/26632)
Bæjarráð / 12. september 2023
[Fundur 1653](/v/26619)
Skipulagsnefnd / 4. september 2023
[Fundur 124](/v/26616)
Bæjarráð / 5. september 2023
[Fundur 1652](/v/26607)
Bæjarstjórn / 29. ágúst 2023
[Fundur 542](/v/26599)
Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023
[Fundur 123](/v/26596)
Bæjarráð / 22. ágúst 2023
[Fundur 1651](/v/26581)
Bæjarráð / 11. júlí 2023
[Fundur 1649](/v/26561)
Bæjarráð / 27. júní 2023
[Fundur 1648](/v/26536)