Skagafjörður
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
= Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Gjaldskrá Héraðsbókasafn Skagfirðinga 2024 ===
2310024
Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2024. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs.
=== 2.Gjaldskrá Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2024 ===
2310023
Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2024. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári. Nefndin vísar gjaldskránni til byggðaráðs til samþykktar.
=== 3.Gjaldskrá Listasafn Skagfirðinga 2024 ===
2310025
Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2024. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs.
=== 4.Skemmtiferðaskip - Ráðstefnur 2023 ===
2310253
Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Skagafirði kynnti samantekt frá tveimur ráðstefnum um skemmtiferðaskip sem fulltrúar sveitarfélagsins tóku þátt í nú í haust. Ráðstefnurnar eru mikilvægur þáttur í að kynna Skagafjörð sem áfangastað fyrir skemmtiferðaskip. Næsta sumar eru 13 skemmtiferðaskipakomur skráðar á Sauðárkróki.
=== 5.Flugklasinn Air 66N - skýrsla ===
2310269
Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Flugklasans Air66N fyrir tímabilið 1.maí - 25. október 2023.
=== 6.Stefnumótun í atvinnumálum ===
2310285
Málið áður á dagskrá á 14 fundi nefndarinnar. Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga á SSNV sat á fundinn ásamt sveitarstjórn Skagafjarðar. Magnús Barðdal kynnti niðurstöður frá síðstu vinnustofu og stýrði umræðum um stefnumótun í atvinnumálum Skagafjarðar.
Fundi slitið - kl. 16:00.