Skagafjörður
Félagsmála- og tómstundanefnd
= Félagsmála- og tómstundanefnd =
Dagskrá
=== 1.Gjaldskrá Hús frítímans 2024 ===
2310026
Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2024. Vísað til byggðarráðs.
=== 2.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2024 ===
2310027
Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2024. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs.
=== 3.Aðsóknartölur sundlauganna 2023 ===
2309240
Frístundastjóri fór yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2023. Aðsókn fyrstu níu mánuði ársins hefur verið með ágætum eða sem nemur 3% aukningu. Aðsókn í laugina á Sauðárkróki hefur aukist á milli ára en aðsókn í laugarnar á Hofsósi og í Varmahlíð hefur staðið í stað.
=== 4.Jólahlaðborð Rotaryklúbbs Skagafjarðar 2023 ===
2310293
Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 2. desember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa.
=== 5.Íslenska æskulýðsrannsóknin ===
2310197
Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir grunnskóla í Skagafirði lagðar fram til kynningar.
Þorvaldur Gröndal yfirgaf fundinn að þessum lið loknum.
=== 6.Tillaga - Matarþjónusta - eldri borgarar ===
2211102
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra varðandi auglýsingu. Alls voru 12 aðilar sem sýndu áhuga á að þiggja þjónustuna. Nefndin fagnar því að áhugi sé á verkefninu og felur starfsmönnum að skoða nánar útfærslu á verkefninu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
=== 7.Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu ===
2209075
Lagður fram yfirfarinn samningur um rekstur undæmisráðs Landsbyggða ásamt 11 fundargerðum valnefndar og fundargerð um endurskoðun á samningi um umdææmisráð. Samningurinn er með gildistíma frá 1.janúar 2023 til og með 31.desember 2027. Endurskoðunarákvæði í samningi gerir ráð fyrir endurskoðun samnings fyrir 31.desember 2023. Félagsmála - og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn fyrir sitt leiti. Vísað til byggðaráðs.
=== 8.Tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðherra v 15 gr.félagsþj.laga ===
2309265
Lögð fram tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðherra til félagsþjónustu sveitarfélaga. Varðar aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr. laga um útlendinga. Gerðar hafa verið breytingar á reglum nr. 520/2021, um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði. Breytingar hafa verið gerðar með það að markmiði að skýra hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði á grundvelli 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, í tengslum við kostnað sveitarfélaga vegna aðstoðar við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.
=== 9.Gjaldskrár félagsþjónustu 2024 ===
2310312
Lagt fram minnisblað um gjaldskrár og greiðsluviðmið félagsþjónustu við vinnslu fjárhagsáætlunar 2024. Félgasmálastjóra falið að vinna að uppfærslu gjaldskráa og greiðsluviðmiða samkvæmt umræðu á fundinum og setja fyrir næsta fund.
=== 10.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. ===
2310056
Lagður fram tölvupóstur frá 2. október 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80 2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40 1991". Umsagnarfrestur var til 16. október sl.
Frumvarpið felur í sér afmarkaðar breytingar á lögum á málefnasviði mennta- og barnamálaráðuneytis í því skyni að bæta við heimildum mennta- og barnamálaráðherra til setningu reglugerða. Lagðar eru til breytingar sem heimila mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerðir á grundvelli VIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarlaga.
Frumvarpið felur í sér afmarkaðar breytingar á lögum á málefnasviði mennta- og barnamálaráðuneytis í því skyni að bæta við heimildum mennta- og barnamálaráðherra til setningu reglugerða. Lagðar eru til breytingar sem heimila mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerðir á grundvelli VIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarlaga.
=== 11.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2023 ===
2301145
Lögð fram tvö mál. Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 18:00.