Hveragerðisbær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 18. október ===
2310123
Í bréfinu óskar Innviðarráðuneytið eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþágna frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 26. október 2023 ===
2310117
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Bréf frá Innviðarráðuneytinu frá 18. október 2023 ===
2310126
Í bréfinu vekur Innviðarráðuneytið athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 19. október 2023 ===
2310125
Í bréfinu er fjallað um samantekt um kostnaðarþátttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafrænna þróun og umbreytingu vegna fjárhagsáætlana.
Lagt fram til kynningar. Kostnaði Hveragerðisbæjar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
=== 5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. október 2023 ===
2310127
Í bréfinu er boðað til málþings um skólamál í samstarfi Sambands Íslenskra sveitarfélag og mennta- og barnamálaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.
=== 6.Umsókn um styrk til SIGURHÆÐA ===
2310128
Í bréfinu er óskað eftir styrk til verkefnisins Sigurhæða - þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi - vegna starfseminnar árið 2024.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til ljóst verður hvort Sigurhæðir fái enn óbreytt framlag frá Sóknaráætlun eða ekki. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
=== 7.Bréf frá Jónu Sigríði Gunnarsdóttur frá 24. október 2023 ===
2310119
Í bréfinu óskar bréfritari eftir að Hveragerðisbær komi að uppsetningu á frískáp.
Bæjarráð fagnar erindinu og frumkvæði bréfritara að góðu samfélagslegu verkefni. Bæjarstjóra falið að vinna erindið.
=== 8.Bréf frá Dögum ehf frá 26. október 2023 ===
2310118
Í bréfinu segja Dagar hf upp verksamningi um ræstingar hjá stofnunum Hveragerðisbæjar með þriggja mánaða fyrirvara.
Bæjarstjóra falið að leita mögulegra leiða til ræstinga hjá stofnunum sveitarfélagsins.
=== 9.Verkfundargerð Hlíðarhagi frá 6. október 2023 ===
2310122
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
=== 10.Verkfundagerð Breiðamörk frá 13. október 2023 ===
2310120
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
=== 11.Verkfundur Hólmabrún frá 23. október 2023 ===
2310115
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
=== 12.Fundargerð Samband Íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2023 ===
2310116
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:41.
Getum við bætt efni síðunnar?