Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 650. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Húsverðir í Borgarbyggð ===
2207012
Framlagt uppfært minnisblað um mat á þörfum stofnana í Borgarbyggð er varðar húsvörslu og tillaga að fyrirkomulagi. Til fundarins koma Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Guðni Rafn Ásgeirsson umsjónarmaður fasteigna.
=== 2.Umsjón fasteigna fyrir fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ===
2310300
Guðni Rafn Ásgeirsson umsjónarmaður fasteigna hjá Borgarbyggð fer yfir helstu áherslur og atriði í málaflokknum í samhengi við fjárhagsáætlun 2023.
Byggðarráð þakkar Guðna Rafni fyrir gott samtal um stöðu fasteigna Borgarbyggðar. Það er mikilvægt innlegg í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun. Fram kom það mat að ástæða sé til að auka fjárveitingar til viðhalds á milli ára sem endurspeglast í drögum að fjárhagsáætlun.
Guðni Rafn Ásgeirsson og Guðný Elíasdóttir fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
Guðni Rafn Ásgeirsson og Guðný Elíasdóttir fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
=== 3.Ósk um jarðhitaleit á jörðum í eigu Borgarbyggðar ===
2310272
Framlagt bréf Veitna með ósk um afstöðu Borgarbyggðar til áhuga Veitna um að hefja jarðhitaleit, boranir og rannsóknir, í Borgarlandi (landnr. 1902066) og í landi Kárastaða (landnr. 210317).
Byggðarráð fagnar áhuga Veitna á að hefja jarðhitaleit á jörðum í nágrenni Borgarness. Stækkun íbúðabyggðar og fyrirhuguð atvinnuuppbygging kallar á aukna eftirspurn eftir heitu vatni. Það skapar mikil tækifæri ef þeirri eftirspurn yrði mætt með framboði af heitu vatni úr jaðri Borgarness. Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa Veitur um að sveitarfélagið taki jákvætt í erindið og fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Slökkvilið Borgarbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun ===
2310301
Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar kemur á fund byggðarráðs og fer yfir helstu atriði og áherslur slökkviliðsins í samhengi við fjárhagsáætlun 2023.
Byggðarráð þakkar Heiðari Erni fyrir gott samtal en það er mikilvægt innlegg í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar. Fjölgun útkalla leiðir, að mati Heiðars, til þess að launakostnaður mun hækka ásamt því sem styrkja þarf eldvarnaeftirlit. Þá þarf að mati Heiðars að bæta aðstöðu slökkviliðsmanna, sérstaklega þar til ný slökkvistöð verður tekin í notkun og gera bragarbót á bílaflota.
=== 5.Menningarmál vegna vinnu við fjárhagsáætlun ===
2310302
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála hjá Borgarbyggðar kemur á fund byggðarráðs og fer yfir helstu áherslur í málaflokknum í samhengi við vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
Byggðarráð þakkar Þórunni fyrir gott samtal um starfsemi safnahússins og önnur menningarmál. Það er mikilvægt innlegg í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Safnahúsið hefur tekið talsverðum breytingum síðustu mánuði og viðburðum fjölgað. Frekari breytingar standa yfir en framundan er flutningur safnmuna úr húsnæði við Sólbakka í safnahúsið. Það kallar á fjárfestingu og hækkun launakostnaðar á meðan á flutningi stendur. Flutningar, skráning og grisjun mun einkenna árið sem hafa mun áhrif á sýningahald.
=== 6.Umhverfis- og landbúnaðarmál vegna vinnu við fjárhagsáætlun ===
2310303
Sóley Baldursdóttir deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála og Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs koma á fund byggðarráðs og kynna helstu áherslur sveitarfélagsins í málaflokknum í samhengi við fjárhagsáætlun 2023.
Byggðarráð þakkar Sóleyju og Guðnýju fyrir gott samtal. Það er mikilvægt innlegg í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun. Fram kom að nokkur óvissa ríkir um þróun kostnaðar í sorphirðu. Þó má telja líklegt að kostnaður við málaflokkinn hækki umtalsvert sem þarf að endurspeglast í gjaldskrám. Þá er jafnan óvissa um kostnað við snjómokstur en nýtt fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir. Vilji er til að setja aukinn kraft í LED-ljósavæðingu gatna- og gangstétta.
Sóley og Guðný fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
Sóley og Guðný fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
=== 7.Fjárhagsáætlun 2024 ===
2307011
Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2024
Drög framlögð, áætlun um rekstur og fjárfestingar 2024-2027 rædd og kynnt. Frekari vinna er framundan við mat á tekju-, gjalda- og fjárfestingarliðum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn fer fram 9. nóvember næst komandi. Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Hitaveita Varmalands ===
2112004
Umræða um fyrirkomulag og kostnað vegna áformaðrar gjaldtöku vegna nýtingar á heitu vatni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að uppsetningu mæla á grundvelli kostnaðarmats og leggja drög að samkomulagi um fyrirkomulag gjaldtöku í samstarfi við landeigendur Laugalands fyrir byggðarráð. Þá þarf að kynna fyrirkomulag fyrirhugaðrar gjaldtöku fyrir íbúum og atvinnurekendum á Varmalandi.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Niðurfelling vegar af vegaskrá - Traðarvegur 5631-01 ===
2308043
Framlögð tilkynning frá Vegagerðinni um Traðarvegur (5631-01) verði felldur af vegaskrá.
Framlagt, byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram að vinna málið en eins og fram kemur í andmælum sveitarfélagsins til Vegagerðarinnar dags. 24. ágúst 2023 telur sveitarfélagið ekki forsendur vera til að vegurinn verði tekinn af vegaskrá.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2023 ===
2302061
Framlögð fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 339, dags. 28.08.2023.
Fundarðgerð framlögð.
=== 11.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Framlagt.
Fundi slitið - kl. 12:15.
Samþykkt samhljóða.