Mosfellsbær
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 599
==== 3. nóvember 2023 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
== Fundargerð ritaði ==
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi ==
[202310516](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310516#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Lagt er fram til kynningar og upplýsinga kynnt frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Lagt fram og kynnt.
== 2. Skarhólabraut 30 - deiliskipulagsbreyting - hliðrun lóðar ==
[202303034](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303034#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skarhólabraut 30, í samræmi við afgreiðslu á 586. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér að lóð Skarhólabrautar 30, ætluð aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, er hliðrað til vegna gróðurs og aðstæðna í landi. Stærð lóðar er óbreytt og byggingarheimildir þær sömu. Við bætast í skipulag ný framtíðar bílastæði á aðliggjandi landi ætluð útivistar- og göngufólki í Mosfellsbæ.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til þess að öll nýting og heimildir verða þær sömu, með minniháttar tilfærslum lóðar og bílastæða. Hagaðilar eru sveitarfélagið og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem standa að breytingunni. Breytingin stuðlar að verndun trjágróðurs ásvæðinu. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins sveitarfélagið helsta hagsmunaaðila máls auk þess sem fjarlægð í aðra byggð er töluverð. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
== 3. Hamrabrekkur 5 og 11 - ósk um deiliskipulagsgerð ==
[202308601](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308601#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu 597. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd synjar með 5 atkvæðum erindi og tillögu málsaðila um heimild til gerðar deiliskipulags tveggja, stakra, fullbyggðra lóða að Hamrabrekkum, með vísan í rökstuðning og umfjöllun fyrirliggjandi umsagnar skipulagsfulltrúa. Við skipulagsgerð er mikilvægt að horft sé til svæðis þar sem afmörkun er skýr og vel rökstudd, skv. 5.3.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Leggur skipulagsnefnd til að lóðareigendur að Hamrabrekkum vinni fremur sameiginlega nýtt skipulag sem fjallar um alla þætti deiliskipulags svo sem byggingar, innviðamál, veitur, borholur, rotþrær, aðkomur, vegi og gróður. Landeigendur móta þannig heildstæða skilmála byggðar með tilliti til byggingarreita, húsagerða og smáhýsa. Í ljósi þess að umræddar lóðir teljast fullbyggðar skv. samþykktu aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 sér skipulagsnefnd ekki þörf á að rýmka heimildir til uppbyggingar á svæðinu en ný byggingarleyfi fengjust ekki samþykkt á umræddum lóðum. Litið verður áfram til fordæma um afgreiðslur byggingarleyfa með grenndarkynningum líkt og fram kemur í frumdrögum aðalskipulags Mosfellsbæjar 2040.
== 4. Miðdalsland I R L226627 - ósk um uppskiptingu lands ==
[202310743](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310743#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 29.10.2023, með ósk um uppskiptingu lands L226627 og stofnun nýrrar 1 ha spildu.
Lagt fram. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa fyrirspurn til rýni á umhverfissviði.
== 5. L125331 við Selmerkurveg - deiliskipulag frístundabyggðar ==
[202310327](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310327#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Borist hefur erindi frá Ólafi Hjördísarsyni Jónssyni, dags. 12.10.2023, með ósk um deiliskipulag einkalands L125331 við Selmerkurveg. Meðfylgjandi eru drög að tillögu nýs deiliskipulags sem sýnir sex nýjar frístundahúsalóðir.
Lagt fram. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa tillögu til rýni á umhverfissviði.
== 6. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag ==
[202303972](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303972#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Lagt er fram að nýju til umræðu og afgreiðslu erindi landeigenda um endurupptökubeiði vegna nýs deiliskipulags við Dalland L123625. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um landbúnað og lögbýli, í samræmi við afgreiðslu á 597. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Þóra M. Hjaltested bæjarlögmaður og Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi svöruðu spurningum varðandi rýni stjórnsýslunnar á endurupptökubeiðni landeigenda. Frestað vegna tímaskorts.
== Gestir ==
- Þóra M. Hjaltested
== 7. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag ==
[202304103](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304103#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Verkefnastjóri frá Nordic arkitektum og umferðarráðgjafi frá Eflu verkfræðistofu kynna efni skipulagslýsingar og drög að samráðsferli fyrir deiliskipulag 1. áfanga Blikastaðalands.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna Helgadóttir, arkitekt, frá Nordic arkitektum og Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur, frá Eflu verkfræðistofu, kynntu og svöruðu spurningum. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
== Gestir ==
- Berglind Hallgrímsdóttir
- Jóhanna Helgadóttir
=== Fundargerðir til kynningar ===
== 8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 506 ==
[202310032F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310032F#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
== 8.1. Brúarfljót 1, Umsókn um byggingarleyfi. ==
[201912293](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201912293#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Berg Verktakar ehf. Höfðabakka 9 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér breyttan lóðarfrágang. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 8.2. Flugumýri 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202304017](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304017#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Bílastæðamálun Ása ehf. Krókabyggð 14 sækir um leyfi til stækkunar atvinnuhúsnæðis á einni hæð á lóðinni Flugumýri nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Byggingaráformin voru grenndarkynnt, athugasemdafrestur var frá 12.05.2023 til og með 12.06.2023. Engar athugasemdir bárust. Stækkun: 57,0 m², 226,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 8.3. Skálahlíð 44 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202310183](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310183#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Einar Páll Kjærnested Skálahlíð 44 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Skálahlíð nr. 44 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 8.4. Sunnukriki 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202308649](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308649#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Ungmennafélagið Afturelding sækir um breytta útfærslu auglýsingaskiltis úr flettiskilti í stafrænt skilti á lóð L205369 við Sunnukrika í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 8.5. Uglugata 24-30 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202309499](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309499#oubsdydfaukai1mnneaba1)
Gunnar Þór Þórðarson Uglugötu 24 sækir um, fyrir hönd eigenda Uglugötu 24-30, leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúsa á lóðinni Uglugata nr. 24-30 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í uppfærðum lóðaruppdrætti með endurskilgreindum sérafnotaflötum. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.