Borgarbyggð

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 58. fundur

03.11.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =

Dagskrá === 1.Breyting á aðalskipulagi - Stækkun íbúðasvæðis og breytt lega Hringvegs við Borgarnes === 2210045 Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir stækkun á íbúðasvæði Í12 og breytingu á Hringvegi um Borgarnes. Tilgangur breytingar er að stækka núverandi íbúðasvæði (Í12) þar sem hægt verði að koma fyrir allt að 50 íbúðum til viðbótar við núverandi svæði. Um leið er gerð breyting á Hringvegi sem liggur utanvert við Borgarnes til þess að skapa meira rými fyrir stækkun á íbúðarsvæðinu og færa veginn fjær byggðinni til þess að tryggja góð loftgæði og hljóðvist við íbúðarbyggðina. Breytingin felur í sér færslu á um 1,5 km kafla en að öðru leyti er haldið í leiðarval sem liggur í gildandi aðalskipulagi. Í gildandi aðalskipulag er gert ráð fyrir að vegurinn um Borgarnes liggi nánast þvert í gegnum fyrirhugaða íbúabyggð. Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar var auglýst skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. til 30. október sl. Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. í nóvember 2023 og svör skipulagshönnuða við þeim umsögnum sem bárust. Tilgangur breytingar er að stækka núverandi íbúðasvæði (Í12) þar sem hægt verði að koma fyrir allt að 50 íbúðum til viðbótar við núverandi svæði. Um leið er gerð breyting á Hringvegi sem liggur utanvert við Borgarnes til þess að skapa meira rými fyrir stækkun á íbúðarsvæðinu og færa veginn fjær byggðinni til þess að tryggja góð loftgæði og hljóðvist við íbúðarbyggðina. Breytingin felur í sér færslu á um 1,5 km kafla en að öðru leyti er haldið í leiðarval sem liggur í gildandi aðalskipulagi. Í gildandi aðalskipulag er gert ráð fyrir að vegurinn um Borgarnes liggi nánast þvert í gegnum fyrirhugaða íbúabyggð. Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar var auglýst skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. til 30. október sl. Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. í nóvember 2023 og svör skipulagshönnuða við þeim umsögnum sem bárust. === 2.Deiliskipulag - Ný gata í landi Bjargsíbúðabyggð === 2202085 Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir nýja íbúabyggð í Bjargslandi í Borgarnesi. Svæðið er innan þéttbýlismarka og er skilgreint sem íbúðarbyggð að hluta til og óbyggt svæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Gert ráð fyrir allt að 20 lóðum fyrir einbýlis- og fjölbýlishús á einni til tveimur hæðum. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. og er skilgreint sem íbúðarbyggð að hluta til og óbyggt svæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Gert ráð fyrir allt að 20 lóðum fyrir einbýlis- og fjölbýlishús á einni til tveimur hæðum. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa. Lagður var fram uppdráttur dags. 01.11.2023. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 3.Landbúnaðarkaflinn - Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 === 2110178 Þann 11. maí á fundi nr. 240 samþykkti sveitarstjórn breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar. Breytingin tekur til stefnu aðalskipulagins fyrir landbúnaðarsvæði og þær framkvæmdir og mannvirki sem heimilaðar eru á landbúnaðarsvæðum. Skerpt er á heimildum til að tryggja hagkvæmna og skynsama nýtingu, gott landbúnaðarland verði áfram nýtt til matvælaframleiðslu, uppbyggingu hagað þannig að núverandi innviðir séu nýttir betur og ný íbúðarhús verði ekki úr alfaraleið. Kynningartíminn var frá 20. júlí til og með 18. september sl. Lögð er fram uppfærð greinagerð þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna lögbundinna umsagnaraðila og þær athugasemdir sem bárust ásamt svörum skipulagshönnuðar. Kynningartíminn var frá 20. júlí til og með 18. september sl. Lögð er fram uppfærð greinagerð þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna lögbundinna umsagnaraðila og þær athugasemdir sem bárust ásamt svörum skipulagshönnuðar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sitt leyti að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum. Skipulagsfulltrúa er falið að koma þeim til skipulagshönnuðar. Breytingin tekur til stefnu aðalskipulagins fyrir landbúnaðarsvæði og þær framkvæmdir og mannvirki sem heimilaðar eru á landbúnaðarsvæðum. Skerpt er á heimildum til að tryggja hagkvæmna og skynsama nýtingu, gott landbúnaðarland verði áfram nýtt til matvælaframleiðslu, uppbyggingu hagað þannig að núverandi innviðir séu nýttir betur og ný íbúðarhús verði ekki úr alfaraleið. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 4.Breyting á aðalskipulagi - Hótel Hamar === 2308251 Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir svæði BL3 (Hamar) og O16 (Golfvöllur). Tilgangur breytingar er að stækka svæði BL3 um 2 ha og minnka O16 um 3,3 ha. Nýtingarhlutfall á BLS er aukið um 0,04 eða úr 0,04 í 0,08. Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. september til 5. október sl. Uppdráttur og greinargerð er lagður fram þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna sem bárust. Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. september til 5. október sl. Uppdráttur og greinargerð er lagður fram þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna sem bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn samþykkja til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 5.Hamarsland - hótel L200623 - Umsókn um deiliskipulag === 2306046 Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Hótellóð, golfvöllurinn við Borgarnes frá árinu 2005. Breytingin tekur til 5 ha svæðis sem er skilgreint með blandaða landnotkun (BL3), opins svæðis til sérstakra nota (O16) og verslunar og þjónustu í núgildandi aðalskipulagi. Deiliskipulagið tekur til núverandi bygginga á svæðinu, 8 nýrra par-/frístundahúsa með alls 16 gistirýmum og pottasvæðis ásamt aðstöðu. Skipulagssvæðið er stækkað til suðurs. Gerð er breyting á aðalskipulagi samhliða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarsjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 31.10.2023. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 6.Miðgarður L235969Deiliskipulag === 2301179 Lögð er fram lýsing að deiliskipulagi fyrir Miðgarð (L235969) í landi Miklagarðs-Ánastaðar í Borgarbyggð. Deiliskipulagssvæðið á við um eina lóð en fyrirhugað er að reisa þar frístundahús og með tímanum einnig hesthús, skemmu og gestahús. Lóðin er 6ha að stærð og er á landbúnaðarlandi. Aðkoman er um ónefndan veg frá Hraunhreppsvegi (540). Áætlunin byggir á breytingu á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í núgildandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir Miðgarð skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um staðfestingu á aðalskipulagsbreytingu er á við um landbúnaðarland og að teknu tilliti til athugasemd sem fram komu á fundinum. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 7.Ásendi 12 L222409 - Umsókn um deiliskipulag === 2310016 Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæði á Húsafelli frá árinu 2014 m.s.br. Breytingin felst í því að lóð hótelsins, Ásendi 12 (L222409) er stækkuð til vesturs inn á óbyggt svæði að aðliggjandi sumarhúsalóðum. Aðliggjandi frístundahús eru Ásendi 1, 2, 10 og Stuttárbotnar 9 og 10. Hótellóðin stækkar um 1488fm en fyrir breytingu er hún 8527fm en verður 10015fm eftir stækkun. Byggingarreiturinn stækkar um 576fm og verður eftir þetta 2997fm að stærð. Fjöldi hótelherbergja eykst við þetta um 12 eða úr 48 í 60. Landnotkun í aðalskipulagi er verslun- og þjónusta (S4) þar sem skilgreind er verslun, gisti- og veitingarekstur. Skipulagssvæðið er 4,1 ha að stærð áfram en afmörkun er breytt svo stækkunin rúmist innan skilgreinds verslunar og þjónustusvæðis. Landnotkun í aðalskipulagi er verslun- og þjónusta (S4) þar sem skilgreind er verslun, gisti- og veitingarekstur. Skipulagssvæðið er 4,1 ha að stærð áfram en afmörkun er breytt svo stækkunin rúmist innan skilgreinds verslunar og þjónustusvæðis. Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 31.10.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 8.Efra-Nes L134858 - Umsókn um aðalskipulagsbreytingu === 2310008 Lögð er fram fyrirspurn fh. landeiganda á Efra-Nesi varðandi heimild til þess að breyta núverandi aðalskipulagi Borgarbyggðar og vinna deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu í Efra-Nesi. Fyrirhugað er að breyta landnotkun 10 ha af landbúnaðarlandi í verslun og þjónustu en jörðin er 190,3 ha að stærð. Svæðið sem um ræðir er í kringum bæjartorfuna en núverandi húsakostur er þegar nýttur fyrir ferðaþjónustu. Aðkoma er um Kaðalstaðaveg. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að fá umsögn jarðræktarráðunautar um svæðið með tilliti til landgæða. Frestun samþykkt samhljóða. Frestun samþykkt samhljóða. === 9.Hraunbrekkur 34 - Fyrirspurn um skipulagsmál === 2310046 Lögð er fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógi í landi Húsafells 3. Óskað er eftir að breyta legu og stærð byggingarreitar fyrir Hraunbrekkur 34. Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, hafnar framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins, núverandi byggð né þeim breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulaginu. Synjun samþykkt samhljóða. Synjun samþykkt samhljóða. === 10.Eskiholtsskógur L229352Deiliskipulag === 2310297 Lögð er fram lýsing að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Eskiholtsskógi. Fyrirhugað er að skipuleggja 65 ha svæðis innan frístundabyggðar F37 sem er í allt 153,3 ha að stærð. Gert er ráð fyrir um 50 frístundalóðum á bilinu 0,33-1 ha að stærð. Lögð verður áhersla á að vernda votlendi og leggja byggð inn í rjóður til að raska birkikjarri sem minnst. Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir frístundabyggð í Eskiholtsskógi skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 11.Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022Aðalskipulagsbreyting === 2310279 Lagt er fram bréf frá skipulagsulltrúa Skorradalshrepps dags. 25. október 2023 þar sem Borgarbyggð er kynnt breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020 sbr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á breytingin við um stefnumörkkun sveitarfélagsins um bátaskýli og -aðstöðu við Skorradalsvatn. Skipulagsáætlunin samanstendur af uppdrætti og greinagerð dags. 17.10.2023 og úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn frá því í maí 2022. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta breytingu á aðalskipulagi Skorradalshrepps og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 12.Ábending um flóðahættu === 2309152 Lagt er fram bréf dags. 16. september 2023 frá Hlöðveri Þorgeirssyni umhverfisverkfræðingi þar sem bent er á mögulega flóðahættu á Bifröst. Skipulags- og byggingarnefnd vísar þessari ábendingu áfram til vinnuhóps vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags. Samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða. === 13.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 21 === 2310012F Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 21 þann 11. október 2023.

  • 13.1 2309277 Leirulækjarsel L135941_Stofnun lóðar LambastaðalandAfgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 21 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Lambastaðaland, stærð 50,21 ha úr landi Leirlækjarsels L135941. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Landbúnaðarland.
  • 13.2 2309300 Litlu-Tunguskógur L219075FramkvæmdaleyfiVegagerðAfgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 21 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á frístundasvæðinu Litlu-Tunguskógur með vísan til framlagðra gagna og áætlana. Afrit af framkvæmdaleyfi verður sent til Umhverfisstofnunar sbr. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2010.
  • 13.3 2307055 Súluklettur 1 - L189383 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 21 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 21 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum á Sturlureykjum lóð 4 og lóð 6. === 14.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 22 === 2310017F Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 22 þann 25. október 2023.
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 22 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 14.2 2309298 Kjartansgata 17 - L135698 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 22 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en óskar eftir frekari gögnum til grenndarkynningar. Kynnt verði fyrir eigendum fasteigna Kjartansgötu 15, 16, 18, 19 og 20, þegar frekari gögn hafa borist. === 15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 218 === 2310009F Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 218 þann 9. október 2023.
  • 15.1 2309298 Kjartansgata 17 - L135698 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 218 Erindið þarf að grenndarkynna. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: -Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda. -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. -Leyfisgjöld hafa verið greidd
  • 15.2 2309296 Brennubyggð 27 - L197352 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 218 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 218 Samkvæmt aðalskipulagi Borgarbyggðar er leyfilegur heildarfjöldi íbúðar- og frístundahúsa fjögur hús á jörðum yfir 20ha. Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
  • 15.4 2309253 Vallarás 7 - 9 - Umsókn um stöðuleyfi_frystigámurAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 218 Samþykkt
  • 15.5 2309245 Hamrar 2 - L235309 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 218 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum Fundi slitið - kl. 10:50. Samþykkt samhljóða.
Framleitt af pallih fyrir gogn.in