Hvalfjarðarsveit
Fjölskyldu- og frístundanefnd 50. fundur
= Fjölskyldu- og frístundanefnd =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarmál ===
2010017
Málsnr. 2303002
Fært í trúnaðarbók.
=== 2.Trúnaðarmál ===
2010017
Málsnr. 2304005
Fært í trúnaðarbók.
=== 3.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2023. ===
2310052
Styrktarbeiðni frá Aflinu.
Nefndin þakkar Aflinu fyrir erindið en getur ekki orðið við styrkveitingu.
=== 4.Samstarf eldri borgara og öryrkja við Skýjaborg ===
2310061
Erindi frá leikskólanum Skýjaborg.
Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar Skýjaborg fyrir erindið. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur frístunda- og menningarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar að vinna málið áfram.
=== 5.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni. ===
2208056
Lagðar fram breytingar á samningi um Umdæmisráð barnaverndar landsbyggðarinnar sem tók til starfa 1. janúar 2023.
Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á nýjum samning vegna Umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni. Samningnum vísað til staðfestingar í sveitastjórn.
=== 6.Barnaþing 2023. ===
2310033
Erindi frá Umboðsmanni barna.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Forvarnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum - samstarf lykilaðila ===
2310063
Lagt fram til kynningar. Félagsmálastjóri mun mæta á fundinn fyrir Hvalfjarðarsveit.
=== 8.Förum alla leið-Samþætt þjónusta í heimahúsum ===
2306006
Umsókn SSV (f.h sveitarfélaganna á Vesturlandi) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þátttöku í verkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum hefur verið samþykkt. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlunnni, Gott að eldast um þjónustu við eldra fólk 2023 - 2027.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Leiðtogafundur ungs fólks í Hörpu dagana 24.-25. nóvember 2023 ===
2310065
Þátttökuskráning ungmennafulltrúa á Leiðtogafund ungs fólks í Hörpu.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.