Mosfellsbær
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 242
==== 14. nóvember 2023 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Reynir Matthíasson (RM) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
== Fundargerð ritaði ==
Heiða Ágústsdóttir Fagstjóri Garðyrkju
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 ==
[202303627](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303627#kzazvek-lks0xmovstga7a1)
Fjárhagsáætlun málaflokka umhverfismála kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Drög að fjárhagsáætlun málaflokka 08 og 11 lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar.
Bókun fulltrúa L lista:
Í málefnasamningi núverandi meirihluta er lögð áhersla á að fagnefndir komi að gerð og undirbúningi fjárhagsáætlunar. Það eru fagleg og góð vinnubrögð.
Fulltrúa Vina Mosfellsbæjar þykir það miður að fjárhagsáætlun komandi árs komi fyrst inn á borð Umhverfisnefndar að lokinni fyrri umræðu í bæjarstjórn og þá einungis til kynningar.
Bókun B, C og S lista:
Í bókun fulltrúa Vina Mosfellsbæjar gætir þess misskilnings að Umhverfisnefnd hafi ekki komið að undirbúningi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 eins og aðrar nefndir sveitarfélagsins. Hið rétta er að á 239. fundi Umhverfisnefndar þann 27. júní 2023 var tekin umræða um liðinn
"Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - umhverfissvið" þar sem farið var yfir undirbúning fjárhags- og fjárfestingaráætlunar. Á þeim fundi ræddi umhverfisnefndin þau verkefni sem nefndin vildi leggja áherslu á fyrir árið 2024 og sjá má í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun sem nú eru til umræðu.
== 2. Gjaldskrá sorphirðu 2024 ==
[202310073](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310073#kzazvek-lks0xmovstga7a1)
Fyrstu drög að nýrri gjaldskrá sorphirðu og meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2024 kynnt.
Drög að nýrri gjaldskrá sorphirðu og meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2024 kynnt og málið rætt.
== 3. Álanesskógur svar frá UST um leyfi til framkvæmda ==
[202310620](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310620#kzazvek-lks0xmovstga7a1)
Lagt fram til kynningar svarbréf umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álanesskógi ásamt tillögum um næstu skref.
Lagt fram til kynningar svarbréf umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álanesskógi ásamt tillögum um næstu skref.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir því að farið sé í vinnu við skipulagsáætlun ásamt viðauka á stjórnunar- og verndaráætlun.
== 4. Sundabraut - matsáætlun ==
[202309521](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309521#kzazvek-lks0xmovstga7a1)
Umsögn Mosfellsbæjar vegna matsáætlunar fyrir Sundabraut lögð fram til kynningar.
Umsögn Mosfellsbæjar um matsáætlun vegna áforma um Sundabraut lögð fram til kynningar.
== 5. Drög að samþykkt SSH um meðhöndlun úrgangs ==
[202311062](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311062#kzazvek-lks0xmovstga7a1)
Drög að nýrri sameiginlegri samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Drög að nýrri sameiginlegri samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
== 6. Kynning OR og ON á hugmyndum tengt vindorku ==
[202305818](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305818#kzazvek-lks0xmovstga7a1)Ásgeir Sveinsson fulltrú D lista vék af fundi kl 08:00
Fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar koma og kynna fyrir umhverfisnefnd og skipulagsnefnd Mosfellsbæjar tækifæri í orkuöflun tengt vindorku.
Fulltrúar OR og ON mættu til fundarins og kynntu tækifæri í vindorku. Fulltrúar skipulagsnefndar Sævar Birgisson, Valdimar Birgisson og Hjörtur Arnarson, ásamt Kristni Pálssyni skipulagsfulltrúa, sátu þennan dagskrárlið.
Umhverfisnefnd þakkar góða kynningu frá OR og ON.
== Gestir ==
- Vala Hjörleifsdóttir
- Harpa Pétursdóttir
- Hildur Kristjánsdóttir