Mosfellsbær
Menningar- og lýðræðisnefnd - 19
==== 9. nóvember 2023 kl. 16:30, ====
2. hæð Reykjafell
== Fundinn sátu ==
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varamaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
== Fundargerð ritaði ==
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Starfshópur um kaup á listaverkum ==
[202311073](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311073#qdg3rq3r0km7wbvnb3ysaq1)
Lögð fram tillaga um myndun starfshóps um innkaup á listaverkum fyrir Mosfellsbæ.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um myndun starfshóps um innkaup á listaverkum fyrir Mosfellsbæ:
Lagt er til að þriggja manna starfshópur annist mat og gerð tillögu um kaup á listaverkum fyrir
Mosfellsbæ. Lagt er til að starfshópurinn hafi til umráða 500.000 kr. árlega og greiðist sú upphæð úr lista- og menningarsjóði.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum. Helga Möller fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.
== 2. Hlégarður starfsemi 2023 ==
[202311084](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311084#qdg3rq3r0km7wbvnb3ysaq1)
Umræður um starfsemi í félagsheimilinu Hlégarði frá mars 2023.
Fram fara umræður um starfsemi í félagsheimilinu Hlégarði frá mars 2023. Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri Hlégarðs mætir á fundinn.
== Gestir ==
- Hilmar Gunnarsson
== 3. Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar 2023 ==
[202309453](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309453#qdg3rq3r0km7wbvnb3ysaq1)
Umræður um opinn fund nefndarinnar í Hlégarði 28. nóvember. Drög að auglýsingu lögð fram.
Fram fara umræður um opinn fund menningar- og lýðræðisnefndar í Hlégarði 28. nóvember nk.
== 4. Styrkbeiðni - Diddú og drengirnir ==
[202311052](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311052#qdg3rq3r0km7wbvnb3ysaq1)
Lögð fram styrkbeiðni Þorkels Jóelssonar vegna tónleika Diddúar og drengjanna.
Frestur til að sækja um styrk úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar rann út 1. mars sl. Ekki er unnt að verða við styrkbeiðni Þorkels Jóelssonar vegna tónleika Diddúar og drengjanna.
== 5. Fundadagskrá 2024 ==
[202311032](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311032#qdg3rq3r0km7wbvnb3ysaq1)
Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi menningar- og lýðræðisnefndar á árinu 2024.
Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi menningar- og lýðræðisnefndar á árinu 2024.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
== 6. Viðburðir í aðdraganda jóla og þrettándinn ==
[202311085](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311085#qdg3rq3r0km7wbvnb3ysaq1)
Kynning á viðburðum á vegum Mosfellsbæjar í aðdraganda jóla, áramót og þrettándinn.
Forstöðumaður menningarmála kynnir viðburði á vegum Mosfellsbæjar í aðdraganda jóla, um áramót og á þrettánda.