Mosfellsbær
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 72
==== 6. nóvember 2023 kl. 13:30, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
== Fundargerð ritaði ==
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Grenibyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304122](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304122#bnxx-qzaskot1oqdwm2vxw1)
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Stefáni Þ Ingólfssyni f.h. Arnars Agnarssonar, fyrir viðbyggingu við endagafl parhúss að Grenibyggð 2, í samræmi við gögn. Viðbyggingin er 28,5 m² og í henni eru tvö íbúðarherbergi ásamt tengigangi. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir. Erindinu var vísað til umsagnar á 497. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið. Skipulagsnefnd samþykkti á 595. fundi sínum leiðbeiningar um stækkanir húsa í hverfinu, erindið hefur verið rýnt í samræmi við þær.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húsa að Grenibyggð 4 og Furubyggð 16 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.