Vesturbyggð
Bæjarráð - 972
= Bæjarráð #972 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. nóvember 2023 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Samtal við forsvarsmenn Arctic Fish ===
Stein Ove framkvæmdastjóri Arctic Fish kom inná fundinn að beiðni bæjarráðs og fór yfir málefni sem snúa að Arctic Fish, og þau vandamál sem komið hafa upp í sjókvíaeldi fyrirtækisins síðustu mánuði.
Bæjarráð leggur áherslu á að allir verkferlar fiskeldisfyrirtækja séu vandaðir, þeir séu í samræmi við lög og reglugerðir og farið eftir þeim. Skaðinn sem slysasleppingin sem átti sér stað Patreksfirði hefur haft neikvæð áhrif á samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum og leggur bæjarráð áherslu á að íbúar verði upplýstir um hvað fyrirtækið ætlar að gera til að koma í veg fyrir að atburðir sem slíkir endurtaki sig.
Bæjaráð leggur áherslu á að Arctic Fish vinni með sjálfbærni í forgangi í sátt við umhverfið og samfélagið. Bæjarráð leggur áherslu á að Arctic Fish bæti samskipti sín og upplýsingagjöf til stjórnenda sveitarfélagsins og íbúa svæðisins.
=== 2. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 ===
Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og 3 ára áætlun 2025-2027.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 ásamt 3 ára áætlun 2025-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 15. nóvember nk.
=== 3. Fjárhagsáætlun 2024 - gjaldskrár ===
Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2024.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,55%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,28%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,28%
Fráveitugjald annað húsnæði 0,50%
Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 1,00%
Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%
Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
=== 4. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði ===
Lagt fram til umræðu minnisblað bæjarstjóra, dags. 10. nóvember 2023, vegna áforma um hýsingu félagsstarf aldraðra í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði.
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að uppbygging hjúkrunarrýma í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Hins vegar sér sveitarfélagið ekki hag í því að flytja félagsstarf aldraðra í heilbrigðisstofnunina að svo stöddu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með stjórn Vesturbotns ehf. um möguleika Vesturbotns ehf. á að koma að endurbótum á húsnæði félagsstarfsins í Selinu og bílskúr Selsins til að hægt sé að nýta hann undir vinnuaðstöðu fyrir eldri borgara.
=== 5. Upplýsingastefna Vesturbyggðar - Endurskoðun ===
Lögð fyrir endurskoðuð upplýsingastefna Vesturbyggðar.
Bæjarráð samþykkir framlagða upplýsingastefnu fyrir Vesturbyggð og felur bæjarstjóra að birta upplýsingastefnuna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 6. Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku-og loftlagsráðuneytinu dags. 1. nóvember sl. með ósk um umsögn um skýrslu um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um skýrsluna inn á samráðsgátt stjórnvalda innan tilskilins frests sem er 15. nóvember nk.
== Til kynningar ==
=== 8. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023 ===
Lögð fram til kynningar umsókn Vesturbyggðar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023.
=== 9. Mál nr. 47 um grunnskóla (kristinfræðikennsla). ===
Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 26. október sl.með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91-2008 (kristinfræðikennsla).
=== 10. Til samráðs -Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162-2006 um gjaldtöku fyrirtækjaskrár,hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár og almannaheillaskrár ===
Lagður fram tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti dags. 2. nóvember sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162/2006 um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár og almannaheillafélagaskrár.
=== 11. Til samráðs - Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 ===
Lagður fram tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu dags. 2. nóvember sl. með ósk um umsögn um fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030.
=== 12. Til samráðs - Breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi). ===
Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneyti dagsettur 01.nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar um breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi).
=== 13. Til samráðs -Breyting á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu (stafræn málsmeðferð) ===
Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneyti dagsettur 01.nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar um breytingu á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu (stafræn málsmeðferð).
=== 14. Til samráðs - Frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (hreinorku- og tengiltvinnbifreiða). ===
Lagður fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytingu dags. 06. nóvember sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (hreinorku- og tengiltvinnbifreiða).
=== 15. Til samráðs - Breytingar á skipulagslögum nr. 1232010 (Tímabundnar uppbyggingarheimildir). ===
Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 6. nóvember sl. með ósk um umsögn um breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010 (Tímabundnar uppbyggingarheimildir).
=== 16. Til samráðs - Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk ===
Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 7. nóvember sl með ósk um umsögn um áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
=== 17. Til samráðs - Reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar ===
Lagður fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 8. nóvember sl. með ósk um umsögn um reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar.
=== 18. Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2023 ===
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir seldar gistinætur í Vesturbyggð sumarið 2023.
=== 19. Til samráðs - Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ===
Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 9. nóvember sl. með ósk um umsögn um landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
=== 20. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 ===
Lögð fram til kynnningar 935. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
=== 21. Til samráðs -Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland. ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 25. október sl. með ósk um umsókn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland.
=== 22. Til samráðs - breyting reglugerð nr. 796-1999 um varnir gegn mengun vatns ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku-og loftlagsráðuneytinu dags. 25. október sl. með ósk um umsögn um breytingu á reglugerð nr. 796-1999 um varnir gegn mengun vatns.
=== 23. Til samráðs - Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74-2020 um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða (útvíkkun á gildissviði stuðnings). ===
Langur fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 02.nóvember 2023 með ósk um umsögn um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74/2020 um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða (útvíkkun á gildissviði stuðnings).
=== 24. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 802002 (endurgreiðslur) ===
Lagður fram tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 01. nóvember sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (endurgreiðslur).
=== 25. Til samráðs - Áform um breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta nr. 1292009 og lögum um vörugjald á ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29199Á ===
Langur fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 06. nóvember sl. með ósk um umsögn um áform um breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta nr. 129/2009 og lögum um vörugjald á ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/199Á
=== 26. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 9. nóv 2023. Til aðgreiningar er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.
Í fundargerð er tillaga um gjaldskrárhækkun gámasvæða.
Skv. sorpsamþykkt Vesturbyggðar skal skv. 12gr. gjald innheimt skv. gjaldskrá sem sett er í samræmi við lög nr.55/2003 um meðhöndlun úrgangs og laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Sveitarfélagið skal birta gjaldskrá í B-deild Stjórnartíðinda.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:59**