Vesturbyggð

Hafna- og atvinnumálaráð - 54

09.11.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Hafna- og atvinnumálaráð #54 =

Fundur haldinn í fjarfundi, 9. nóvember 2023 og hófst hann kl. 16:00 ====== Nefndarmenn ======

  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður ====== Starfsmenn ======
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri ====== Fundargerð ritaði ======
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri == Almenn mál == === 1. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 === Lögð fram drög að gjaldskrá Hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir 2024. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir framlagða gjaldskrá. === 2. Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði === Þann 17. apríl 2019 samþykkti Hafna- og atvinnumálaráð að úthluta Odda hf. byggingarlóðinni á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar. Á fundi ráðsins þann 2. desember 2020 var framlenging úthlutuninnar samþykkt. Ekki hefur verið framvinda á uppbyggingu á lóðinni. Lóðin er ætluð undir hafnsækna starfsemi. Hafna- og atvinnumálaráð felur Hafnarstjóra að afturkalla úthlutunina og endurauglýsa byggingarlóðina. === 4. Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita. === Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Breytingin felst í því að sameinaðar eru lóðir Strandgötu 14a, 14c og 14d í eina lóð undir heitinu Strandgata 14a. Strandgata 10-12 er minnkuð og hýsir nú einungis vatnshreinsistöð og geyma tengda meltuvinnslu. Í skipulaginu er lagt til að lóð sem áður var Strandgata 14e verði að Strandgötu 14c. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 111. fundi sínum þann 8. nóvember að húsnúmerum verði breytt samkvæmt eftirfarandi í skipulaginu: Núverandi Strandgata 10-12 verði Strandgata 8. Strandgata 14A verðir Strandgata 10. Strandgata 14B verði Strandgata 12. Strandgata 14C verði Hafnarteigur 4B. Þá lagði ráðið til við Hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt m.v. ofangreint og tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkt tillögur skipulags- og umhverfisráðs varðandi breytingar á skipulaginu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. === 5. Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi === Lagður fram tölvupóstur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis varðandi mál nr. 216/2023, "Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi" dags. 1. nóvember 2023. í tölvupóstinum er óskað umsagnar. Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum. == Mál til kynningar == === 6. Lúsameðhöndlun hjá Arctic Fish í Arnarfirði === Lagður fram tölvupóstur frá Elvari Steini Traustasyni, f.h. Arctic Sea Farm, dags. 25. október 2023, þar sem tilkynnt er um meðhöndlun gegn fiski- og laxalús í Arnarfirði. Áætlaður meðhöndlunartími var frá 26. október 2023 þar til meðhöndlun er lokið. == Fundargerðir til kynningar == Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
Framleitt af pallih fyrir gogn.in