Vesturbyggð

Bæjarstjórn - 388

15.11.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Bæjarstjórn #388 =

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. nóvember 2023 og hófst hann kl. 17:00 ====== Nefndarmenn ======

  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður ====== Starfsmenn ======
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri ====== Fundargerð ritaði ======
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs == Almenn erindi == === 1. Skýrsla bæjarstjóra === Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna. Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri. === 2. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 === Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2024, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2024-2027. Til máls tók: Varaforseti Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 og 4ra ára áætlun 2024-2027 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 17:00. Samþykkt samhljóða === 3. Álagningarhlutfall útsvars 2024 === Lögð fyrir tillaga bæjarráðs frá 971. fundi ráðsins þar sem lagt er til að álagningarhlutfall útsvars haldist óbreytt frá fyrra ári í 14,74% Til máls tók: Varaforseti Bæjarstjórn samþykkir að tillögu bæjarráðs að útsvarshlutfall fyrir 2024 haldist óbreytt frá fyrra ári í 14,74% Samþykkt samhljóða === 4. Fjárhagsáætlun 2024 - gjaldskrár === Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2024. Gjaldastuðlar á árinu 2024 eru eftirfarandi: Fasteignaskattur A-flokkur 0,55% Fasteignaskattur B-flokkur 1,32% Fasteignaskattur C-flokkur 1,65% Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,28% Vatnsgjald annað húsnæði 0,50% Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,28% Fráveitugjald annað húsnæði 0,50% Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 1,00% Lóðaleiga annað húsnæði 3,75% Til máls tók: Varaforseti Bæjarstjórn vísar gjaldskrám 2024 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 17:00. Samþykkt samhljóða. === 5. Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar === Lögð er fram til kynningar fundargerð 13. fundar samstarfsnefndar vegna sameiningaviðræðna Tálknafjarðahrepps og Vesturbyggðar, sem haldinn var 30. október 2023. Í fundargerðinni er m.a. farið yfir niðurstöður íbúakosninga um sameiningu sveitarfélaganna. Kjörsókn í Vesturbyggð var 54,98% og sögðu 82,35% já við sameiningunni. Kjörsókn í Tálknafjarðarhrepp var 72,14% og sögðu 95,86% já við sameiningunni. Sameiningin var því samþykkt í báðum sveitarfélögum. Á framangreindum fundi samstarfsnefndar beindi nefndin því til sveitarstjórna sveitarfélaganna að kjósa þrjá fulltrúa í undirbúningsstjórn en verkefni undirbúningsstjórnar er að undirbúa formlega sameiningu sveitarfélaganna, þ.á m. fyrirkomulag kosninga til sveitarstjórnar og gildistöku sameiningar. Til að tryggja samfellu í verkefninu leggur samstarfsnefndin til að sömu fulltrúar taki sæti í undirbúningsnefnd og voru í samstarfsnefnd. Til máls tók: Varaforseti Bæjarstjórn tilnefnir Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, Jón Árnason og Guðrúnu Eggertsdóttur sem fulltrúa Vesturbyggðar í stjórn til undirbúnings nýs sveitarfélags Samþykkt samhljóða. === 6. Dufansdalur, Borun fyrir köldu vatni, umsókn um framkvæmdaleyfi === Lögð fram umsókn Árna Kópssonar dagsett 26.10.2023 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir köldu vatni í Dufansdal. á 111, fundi skipulags- og umhverfisráðs lagði ráðið til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að samþykkt að verði að veita framkvæmdaleyfi til borunar eftir köldu vatni sbr. umsókn. Skipulags- og umhverfisráð mat sem svo að framkvæmdin væri þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Þá verði skipulagfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið. Til máls tók: Varaforseti Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. === 7. Sælulundur og Sjónarhóll - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu. === Lögð fram umsókn Gunnars Ingva Bjarnasonar dagsett 24.10.2023 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi að frístundalóðunum að Sælulundi og Sjónarhól á Barðaströnd. Með umókninni fylgja samþykki Vegagerðarinnar sem og landeiganda Haga fyrir tengingunni. Á 111. fundi skipulags- og umhverfisráðs lagði ráðið til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að samþykkt verði að veita framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuveginum sbr. umsókn. Skipulags- og umhverfisráð mat sem svo að framkvæmdin væri þess eðlis að heimilt væri að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda enda liggi fyrir samþykki landeigenda og Vegagerðarinnar. Þá verði skipulagfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið. Til máls tók: Varaforseti Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuveginum sbr. umsókn. Þá verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið. Samþykkt samhljóða === 8. Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breyting veglagning === Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi Langholt-Krossholt. Breytingin var grenndarkynnt frá 18. septemeber til 16. október 2023. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem gerði enga athugasemd sem og athugasemd frá Heimi Ingvarssyni og Valdísi Ragnarsdóttur sem gerðu athugasemd við breytta veglagningu. Í athugasemd Heimis Ingvarssonar og Valdísar M. Ragnarsdóttur var lýst yfir áhyggjum af staðsetningu aðkomuvegar að sumarhúsa- og smábýlalóðum á Langholti, áhyggjur voru af ónæði, ryki,og drullumengun alveg við húsið. Ráðið leggur til að aðkomuvegur verði færður við SV horn lóðarinnar eins og lóðamerki sveitarfélagsins leyfa og telur að þannig verði komið til móts við athugasemdina eins og kostur er. Á 111.fundi Skipulags- og umhverfisráðs lagði ráðið til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Varaforseti Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða === 9. Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita. === Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Breytingin felst í því að sameinaðar eru lóðir Strandgötu 14a, 14c og 14d í eina lóð undir heitinu Strandgata 14a. Strandgata 10-12 er minnkuð og hýsir nú einungis vatnshreinsistöð og geyma tengda meltuvinnslu. Í skipulaginu er lagt til að lóð sem áður var Strandgata 14e verði að Strandgötu 14c. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 111. fundi sínum þann 8. nóvember að húsnúmerum verði breytt samkvæmt eftirfarandi í skipulaginu: Núverandi Strandgata 10-12 verði Strandgata 8. Strandgata 14A verðir Strandgata 10. Strandgata 14B verði Strandgata 12. Strandgata 14C verði Hafnarteigur 4B. Á 54. fundi Hafna- og atvinnumálaráðs lagði ráðið til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.v. ofangreindar breytingar. Til máls tók: Varaforseti Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem hafna- og atvinnumálaráð lagði til. Samþykkt samhljóða

== Fundargerð ==

10.

Bæjarráð - 971 Lögð fram til kynningar fundargerð 971. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 25. október 2023. Fundargerð er í 25 liðum. Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri

10.1. #2306021 – Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 10.2. #2209057 – Bíldudalsskóli - húsnæði 10.3. #2204049 – Menntastefna Vestfjarða 10.4. #2310028 – Til samráðs - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79-1997 10.5. #2310029 – Til samráðs - Drög að breytingnu á reglugerð nr. 580-2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litli magni beint til neytenda. 10.6. #2310030 – Til samráðs - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40-2007 (fjarheilbrigðisþjónusta). 10.7. #2310031 – Til samráðs - Mál nr. 196-2023 slit ógjaldfærra opinberra aðila 10.8. #2310039 – Mál nr. 314 um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. 10.9. #2310047 – Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir. 10.10. #2310021 – Mál nr. 238 um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 10.11. #2310022 – Barnaþing 2023 10.12. #2310049 – Álagningarhlutfall útsvars 2024 10.13. #2302077 – Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2023 10.14. #2310013 – Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2023 10.15. #2310035 – Ágóðahlutagreiðsla 2023 10.16. #2308049 – 68. fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti 10.17. #2004011 – Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði 10.18. #2310040 – Reglugerð um íbúakosningarsveitarfélaga og leiðbeinngar um framkvæmd 10.19. #2310024 – Tilnefning í fulltrúaráð og framkvæmdaráð 10.20. #2310025 – Tilnefning í framkvæmdaráð Earth Check og vinnuhóp um gerð svæðisáætlunar um úrgang 10.21. #2310033 – Mál nr. 315 um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028. 10.22. #2310045 – Beiðni um útkomuspá 2023 og fjárhagsáætlun 2024 10.23. #2004065 – Ísland ljóstengt - Látrabjarg 10.24. #2310034 – Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2022 10.25. #2310043 – Þáttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024

11.

Bæjarráð - 972 Lögð fram til kynningar fundargerð 972. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 13. nóvember 2023. Fundargerð er í 26 liðum. Til máls tóku: Varaforseti og ÞSÓ

11.1. #2311041 – Samtal við forsvarsmenn Arctic Fish 11.2. #2311011 – Til samráðs -Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162-2006 um gjaldtöku fyrirtækjaskrár,hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár og almannaheillaskrár 11.3. #2311012 – Til samráðs - Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 11.4. #2311013 – Til samráðs - Breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi). 11.5. #2311017 – Til samráðs -Breyting á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu (stafræn málsmeðferð) 11.6. #2311030 – Til samráðs - Frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (hreinorku- og tengiltvinnbifreiða). 11.7. #2311031 – Til samráðs - Breytingar á skipulagslögum nr. 1232010 (Tímabundnar uppbyggingarheimildir). 11.8. #2311032 – Til samráðs - Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk 11.9. #2311034 – Til samráðs - Reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar 11.10. #2301002 – Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2023 11.11. #2311036 – Til samráðs - Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks 11.12. #2306021 – Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 11.13. #2301036 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 11.14. #2310054 – Til samráðs -Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland. 11.15. #2310055 – Til samráðs - breyting reglugerð nr. 796-1999 um varnir gegn mengun vatns 11.16. #2311010 – Til samráðs - Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74-2020 um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða (útvíkkun á gildissviði stuðnings). 11.17. #2311015 – Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 802002 (endurgreiðslur) 11.18. #2311029 – Til samráðs - Áform um breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta nr. 1292009 og lögum um vörugjald á ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29199Á 11.19. #2203080 – Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa 11.20. #2311039 – Fjárhagsáætlun 2024 - gjaldskrár 11.21. #2004011 – Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði 11.22. #2308008 – Upplýsingastefna Vesturbyggðar - Endurskoðun 11.23. #2311016 – Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi 11.24. #2009014 – Stefnur vegna ógreiddra aflagjalda - fiskeldi 11.25. #2306039 – Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023 11.26. #2310057 – Mál nr. 47 um grunnskóla (kristinfræðikennsla).

12.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 68 Lögð fram til kynningar fundargerð 68. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 17. október 2023. Fundargerð er í 7 liðum. Til máls tók: Varaforseti

12.1. #2110028 – Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði 12.2. #2212024 – Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði 12.3. #2306076 – Reglur um útleigu veislusalar á Minjasafni Egils Ólafssonar 12.4. #2310024 – Tilnefning í fulltrúaráð og framkvæmdaráð 12.5. #2307002 – Stefnumótun lagareldis 12.6. #2306080 – Samgönguáætlun 2024-2038 12.7. #2310036 – Minjasafn Egils Ólafssonar, fjárhagsáætlun 2024

13.

Skipulags og umhverfisráð - 111 Lögð fram til kynningar fundargerð 111. fundar skipulags og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 8. nóvember 2023. Fundargerð er í 10 liðum. Til máls tók: Varaforseti

13.1. #2309048 – Þúfneyri. Umsókn um lóð undir spennistöð. 13.2. #2310046 – Umsagnarbeiðni - Hvítisandur í landi Þórustaða -baðstaður 13.3. #2311019 – Járnhóll 8, umsókn um byggingaráform. 13.4. #2310059 – Dalbraut 50. Ósk um bílastæði 13.5. #2310058 – Dufansdalur, Borun fyrir köldu vatni, umsókn um framkvæmdaleyfi 13.6. #2310052 – Sælulundur og Sjónarhóll - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu. 13.7. #2310051 – Umferðarreglur í Vesturbyggð, í þéttbýli 13.8. #2308050 – Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breyting veglagning 13.9. #2309030 – Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita. 13.10. #2311016 – Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi

14.

Hafna- og atvinnumálaráð - 54 Lögð fram til kynningar fundargerð 54. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 9. nóvember 2023. Fundargerð er í 7 liðum. Til máls tók: Varaforseti 14.1. #2306021 – Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 14.2. #2002158 – Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði 14.3. #2001008 – Verbúðin - útleiga. 14.4. #2309030 – Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita. 14.5. #2311016 – Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi 14.6. #2310056 – Lúsameðhöndlun hjá Arctic Fish í Arnarfirði 14.7. #2311014 – Fundargerð 457. fundar stjórnar Hafnasambands íslands Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:39 Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 388. fundar miðvikudaginn 15. nóvember 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Friðbjörn Steinar Ottósson varaforseti setti fundinn í fjarveru forseta og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in