Mosfellsbær
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 508
==== 16. nóvember 2023 kl. 14:00, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
== Fundargerð ritaði ==
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Bugðufljót 15 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202304403](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304403#7x5otvl6quwikhvnicagxa1)
Bugðufljót 15 ehf.sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 15 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um breytingu á innra skipulagi. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
== 2. Flugumýri 10-12 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309714](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309714#7x5otvl6quwikhvnicagxa1)
Málmaendurvinnslan ehf. sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Flugumýri nr. 10-12 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um breytta útfærslu lóðarfrágangs og fráveitulagna á lóð. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
== 3. Urðarholt 2-4 2R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202010145](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202010145#7x5otvl6quwikhvnicagxa1)
Dýralæknirinn í Mosfellsbæ ehf Urðarholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags eignarhluta 0101 og 0201 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Urðarholt nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.