Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1602
==== 16. nóvember 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem verði nr. 5 á dagskrá fundarins.
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Úthlutun lóða við Langatanga og Fossatungu ==
[202310436](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310436#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Tillaga um úthlutun lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að byggingarréttur lóða við Langatanga og Fossatungu verði auglýstir til úthlutunar í samræmi við fyrirliggjandi úthlutunarskilmála.
== 2. Leirvogstunga 25 vegna uppgraftrar á fornminjum ==
[2023031086](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/2023031086#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Erindi frá Miðengi ehf. þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær taki yfir réttindi og skyldur Miðengis ehf. vegna lóðarinnar Leirvogstungu 25 (F2331232).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs og bæjarlögmanns
== 3. Stjórnsýslukæra - Lóðarúthlutun Skarhólabraut 3 ==
[202212254](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212254#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Úrskurður innviðaráðuneytisins lagður fram til kynningar.
Úrskurður innviðaráðuneytis kynntur.
== 4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 ==
[202303627](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303627#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Tillögur sem lagðar voru fram við fyrri umræðu við fjárhagsáætlun 2024-2027 í bæjarstjórn lagðar fram til umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirliggjandi breytingatillögum við fjárhagsáætlun til umfjöllunar innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar og eftir atvikum í fastanefndum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
== 5. Rekstur deilda janúar til september 2023 ==
[202311183](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311183#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs um rekstur deilda A og B hluta janúar til september 2023.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, fór yfir rekstur A og B hluta janúar til september 2023.
== Gestir ==
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættstýringarsviðs
== 6. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks ==
[202208758](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202208758#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Tillaga um tímabundna framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja núverandi samning um samræmda móttöku flóttafólks um fjóra mánuði í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
== Gestir ==
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
- Hulda Rútsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks
== 7. Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks ==
[202311226](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311226#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem vakin er athygli á grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Umsagnarfrestur er til 8. desember nk.
Lagt fram.
== 8. Íslenskukennsla fyrir starfsfólk af erlendum uppruna ==
[202311238](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311238#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Tillaga um íslenskukennslu fyrir starfsfólk í gegnum smáforritið Bara tala.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um aðgang starfsfólks Mosfellsbæjar sem hefur annað mál en íslensku að móðurmáli að íslenskukennslu með smáforritinu Bara tala.
== Gestir ==
- Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs
== 9. Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða ==
[202311232](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311232#ycfazj95auo11vqctxy7xq1)
Bréf frá Jafnréttisstofu þar sem bent er á mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Erindi Jafnréttistofu lagt fram.