Mosfellsbær
Öldungaráð Mosfellsbæjar - 35
==== 16. nóvember 2023 kl. 16:15, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) aðalmaður
- Þorsteinn Birgisson (ÞB) aðalmaður
- Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
== Fundargerð ritaði ==
Elva Hjálmarsdóttir Ráðgjafi á velferðarsviði
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Könnun í málaflokki eldri borgara ==
[202310508](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310508#cn3leb4zx0uo4c2q3syg9a1)
Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir Öldungaráð til kynningar.
Öldungaráð fagnar ákvörðun um könnun í málaflokki eldri borgara og þykir mikilvægt að byrja á þjónustukönnun fyrir þá sem eru að nýta stuðningsþjónustu í sveitarfélaginu.
== Gestir ==
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir
== 2. Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarf eldri borgara ==
[202310598](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310598#cn3leb4zx0uo4c2q3syg9a1)
Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarfið lögð fyrir öldungaráð til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Öldungaráð fagnar því að fara eigi í þarfagreiningu varðandi félagsstarf eldri borgara og hafa áhuga á því að taka þátt í slíkri greiningu.
Í samtalinu komu upp umræður varðandi húsnæðismál, mikilvægi teymisvinnu/starfshóps ólíkra hagsmunaaðila og þörf til að greina milli þess hvort verið sé að þarfagreina starfsemi þjónustumiðstöðvar eða félagsmiðstöðvar.
== 3. Lykiltölur 2023 ==
[202304012](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304012#cn3leb4zx0uo4c2q3syg9a1)
Lykiltölur velferðarsviðs janúar til september 2023 lagðar fyrir til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
== 4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 ==
[202303627](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303627#cn3leb4zx0uo4c2q3syg9a1)
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 lögð fram til kynningar.
Fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt.