Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 304
**1. 2307125 - Leyfi fyrir viðbótar hafnarkrana við Mjóeyrarhöfn - Eimskip**
|Lagt fram minnisblað Mannvits um mat vesturhluta hafnarkants Mjóeyrarhafnar og erindi Eimskips fyrir auknum afköstum viðbótar krana á Mjóeyrarhöfn. Pétur F. Jónsson, svæðisstjóri Eimskips á Austurlandi, mætti á fundinn. Hafnarstjórn heimilar notkun á viðbótarkrana á Mjóeyrarhöfn.|
**2. 2206100 - Öryggismál hafna**
|Lagt fram til kynningar. Öryggisstjórnun ehf. mun vinna úttekt á öryggisstjórnun hafnarsvæða í Fjarðabyggð þar sem gerð verður stöðugreining og komið með tillögur að bættri öryggisstjórnun á hafnarsvæðum Fjarðabyggðar.|
**3. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði**
|Þriðjudaginn 14.nóvember síðastliðinn voru haldnir fundir um Grænan orkugarð með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi, fyrirtækjum á svæðinu og íbúum. Farið var yfir það sem fram kom á fundunum.|
**4. 2310027 - Umsögn vegna uppbyggingar og umgjörð lagareldis stefna til ársins 2040**
|Lögð fram til kynningar umsögn Fjarðabyggðar um stefnu Matvælaráðuneytisins vegna lagareldis til ársins 2040.|
**5. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023**
|Lögð fram til kynningar fundargerð 457. fundar Hafnasambands Íslands|