Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Fjárhagsáætlun 2024-2027 ===
2303087
Gjaldskrár 2024, forsendur. Árni Gísli Árnason, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
=== 2.Stjórnskipulag Suðurnesjabæjar ===
2307018
Tillaga um uppfært stjórnskipurit Suðurnesjabæjar. Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Breyting á stjórnskipulagi Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
Breyting á stjórnskipulagi Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.
=== 3.Stefna og viðbragsáætlun EKKO ===
2311052
Drög að stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða stefnu og viðbragðsáætlun.
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða stefnu og viðbragðsáætlun.
=== 4.Náttúruvá á Reykjanesi ===
2311057
Minnisblað frá bæjarstjóra varðandi náttúruvá á Reykjanesi og málefni Grindavíkur.
Afgreiðsla:
Bæjarráð Suðurnesjabæjar sendir íbúum Grindavíkur stuðningskveðjur vegna þeirra atburða og óvissu sem upp er kominn vegna náttúruhamfara í og við Grindavík. Suðurnesjabær mun leggja sitt af mörkum til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Grindavík með aðstoð, stuðningi og úrlausn mála eftir þörfum og aðstæðum.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar sendir íbúum Grindavíkur stuðningskveðjur vegna þeirra atburða og óvissu sem upp er kominn vegna náttúruhamfara í og við Grindavík. Suðurnesjabær mun leggja sitt af mörkum til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Grindavík með aðstoð, stuðningi og úrlausn mála eftir þörfum og aðstæðum.
=== 5.Aðgerðastjórn - náttúruvá ===
2311009
Fundargerð aðgerðastjórnar dags. 17.11.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 6.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefnd ===
2211024
Erindi frá Umhverfisstofnun með ósk um tilnefningu á aðal-og varafulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að skipa Einar Friðrik Brynjarsson sem aðalmann og Árna Gísla Árnason sem varamann í vatnasvæðanefnd.
Samþykkt samhljóða að skipa Einar Friðrik Brynjarsson sem aðalmann og Árna Gísla Árnason sem varamann í vatnasvæðanefnd.
=== 7.Leikskóli við Byggðaveg nafn á nýjan leikskóla ===
2309048
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs með tillögum að nafni á nýjan leikskóla við Byggðaveg.
Afgreiðsla:
Lagt fram, mál í vinnslu.
Lagt fram, mál í vinnslu.
=== 8.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga-endurskoðun 2023 ===
2303098
Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að skila inn umsögn um frumvarpið til Alþingis.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að skila inn umsögn um frumvarpið til Alþingis.
Fundi slitið - kl. 17:17.
Samþykkt að þjónustugjaldskrá byggist á framlögðum forsendum. Einnig er samþykkt tillaga um álagningu gjalda fyrir árið 2024.