Suðurnesjabær
Framkvæmda- og skipulagsráð
= Framkvæmda- og skipulagsráð =
Dagskrá
=== 1.Vatnsupptaka í Árnarétt - Beiðni um umsögn ===
2311030
Orkustofnun óskar eftir umsögn Suðurnesjabæjar vegna umsóknar HS Veitna um nýtingarleyfi í tengslum við umsókn HS Veitna um framkvæmdarleyfi til vatnsupptöku í Árnarétt. Erindi tekið til afgreiðslu 14. nóvember s.l. með póstsamskiptum ráðsins.
=== 2.Háspennustrengur frá GAR-A að Árnarétt - Umsókn um framkvæmdarleyfi ===
2311040
HS Veitur sækja um framkvæmdarleyfi vegna lagningar háspennustrengs frá dreifistöð GAR-A í Garði að ferskvatnsdælustöð við Árnarétt. Erindi tekið til afgreiðslu 17. nóvember s.l. með póstsamskiptum ráðsins.
Samþykkt að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi vegna verksins til HS Veitna.
=== 3.Vatnsupptaka í Árnarétt - Umsókn um framkvæmdarleyfi ===
2311030
HS Veitur sækja um framkvæmdarleyfi vegna borunar tveggja nýrra vatnshola í Árnarétt í Garði. Erindi tekið til afgreiðslu 20. nóvember s.l. með póstsamskiptum ráðsins.
Jákvæð afstaða umsagnaraðila liggur fyrir. Samþykkt að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi vegna verksins til HS Veitna.
=== 4.Strandgata 12 - umsókn um stöðuleyfi ===
2310085
Eigandi Strandgötu 12 sækir um stöðuleyfi fyrir gám skv. meðfylgjandi umsókn og fylgigögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
=== 5.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2024 ===
2311063
Farið yfir helstu viðhaldverkefni sem fyrirhuguð eru á eignarsjóði sveitarfélagsins 2024
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:52.
Með vísan til 3. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, mælir Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar með því að umsókn HS Veitna hf verði samþykkt og telur framkvæmdina ekki hafa teljandi umhverfisáhrif og er í fullu samræmi við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034.