Mosfellsbær
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 272
==== 21. nóvember 2023 kl. 07:00, ====
4. hæð Mosfell
== Fundinn sátu ==
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varamaður
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson fræðslu- og frístundasvið
- Arnar Jónsson menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið
== Fundargerð ritaði ==
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 ==
[202303627](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303627#a7znplzr1kyx6xkwafb50a1)
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 lögð fram til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 lögð fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar starfsmönnum menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynninguna.
== 2. Fundadagskrá íþrótta- og tómstundanefndar 2024 ==
[202311032](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311032#a7znplzr1kyx6xkwafb50a1)
Tillaga að dagsetningum funda íþrótta- og tómstundanefndar 2024.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir framkomna tillögu að dagsetningum funda íþrótta- og tómstundanefndar 2024.
== 3. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar ==
[201810279](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201810279#a7znplzr1kyx6xkwafb50a1)
Fundargerð samstarfsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar 13. október 2023.
Fundagerð samstarfsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar frá 13. október lögð fram.
== 4. Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023 ==
[202310280](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310280#a7znplzr1kyx6xkwafb50a1)
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023. Farið yfir undirbúning og framkvæmd kosninga og umræður um næstu skref.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar gestum undir þessum lið fyrir kynninguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna áfram að málinu.
Jafnframt þakkar íþrótta- og tómstundanefnd Sigurði Guðmundssyni íþróttafulltrúa fyrir vel unnin störf og farsælt samstarf og honum óskað velfarnaðar í næstu verkefnum. Sigurður hættir störfum fyrir Mosfellsbæ 30. nóvember næstkomandi eftir 27 ára starf.
== Gestir ==
- Þórhildur Dana Marteinsdóttir
== 5. Skoðunarferð í Brúarland ==
[202311297](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311297#a7znplzr1kyx6xkwafb50a1)
Skoðunarferð í Brúarland fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Skoðunarferð í Brúarland fyrir íþrótta- og tómstundanefnd