Vesturbyggð
Bæjarráð - 973
= Bæjarráð #973 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 28. nóvember 2023 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 ===
Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og 3 ára áætlun 2025-2027.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 ásamt 3 ára áætlun 2025-2027 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 13. desember nk.
=== 2. Fjárhagsáætlun 2024 - gjaldskrár ===
Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2024 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs.
Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.
=== 3. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar ===
Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði hafnarstjóra. Viðaukinn er lagður fyrir vegna seinkunar á afgreiðslu samgönguáætlunar og óvissu með mótframlag úr hafnabótasjóði. Lagt til að fjármagn sem ætlað var vegna efniskaupa í viðlegukantinn á Bíldudal verði heldur nýtt á árinu 2023 til efniskaupa fyrir nýja flotbryggju á Patreksfirði ásamt viðlegufingrum fyrir flotbryggjuna á Bíldudal.
Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
=== 4. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur ===
Lögð fram tillaga að hlutverki og skipun starfshóps vegna byggingar leik- og grunnskóla á Bíldudal.
Lagt er til að skipaður verði starfshópur vegna byggingar leik- og grunnskóla á Bíldudal og leik- og grunnskólalóðar og að starfshópurinn starfi sem byggingarnefnd vegna framkvæmdanna. Bygging 1. áfanga leik- og grunnskólans á Bíldudal skal framkvæmd á árunum 2024-2025 og frágangur lóðar skal skipt upp í áfanga á árunum 2025-2028.
Í starfshópnum sitja 5 fulltrúar, skipaðir af bæjarráði. Lagt er til að forseti bæjarstjórnar, bæjarstjóri, verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og skólastjóri Bíldudalsskóla séu skipuð í starfshópinn. Bæjarfulltrúi fær greitt fyrir setu í hópnum, seta í hópnum fyrir starfsmenn er hluti af þeirra störfum.
Lagt er til að forseti bæjarstjórnar verði formaður nefndarinnar og verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ritari og starfsmaður. Ritari nefndarinnar ritar fundargerði og sendir bæjarráði til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
=== 5. Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði ===
Lögð fyrir drög að uppfærðum samningi milli Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Vesturbyggðar vegna framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði. Samningurinn er dags. 12.10.2023.
Bæjarráð samþykkir uppfærðan samning milli Fjölbrautaskola Snæfellinga, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
=== 6. Ósk um að uppgjör BsVest verði miðað við áramót 2023-2024 ===
Lagður fram tölvupóstur frá BsVest dags.23. nóvember sl. með ósk um að uppgjör BsVest verði miðað við áramótin 2023/2024.
Bæjarráð Vesturbyggðar er samþykkt því að uppgjör BsVest verði miðað við áramótin 2023/2024.
== Til kynningar ==
=== 8. Til samráðs - Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 5402020 um fiskeldi ===
Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 14. nóvember sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi.
=== 9. Til samráðs -Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg. ===
Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 24. nóvember sl. með ósk um umsögn um sjávarútvegsstefnu og frumvarp til laga um sjávarútveg.
=== 10. Mál nr. 468 um frumvarp til laga um skatta og gjöld ( gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.). ===
Lagður fram tölvupóstur frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis dags. 17. nóvember sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).
=== 11. Til samráðs - Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks ===
Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 10. nóvember sl. með ósk um umsögn um grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks.
=== 12. Til samráðs - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816-2011 um hafnarríkiseftirlit ===
Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 14. nóvember sl. með ósk um umsögn um reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011 um hafnarríkiseftirlit.
=== 13. Mál nr. 497 um frumvarp til laga breytingu á barnaverndarlögum, nr.80-2022, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40-1991 (reglugerðarheimildir). ===
Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis dags. 24. nóvember sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir).
=== 14. Til samráðs - Skilgreining á opinberri grunnþjónustu ===
Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 21. nóvember sl. með ók um umsögn um skilgreiningu á á opinberri grunnþjónustu.
=== 15. Til samráðs - Útlendingalög (alþjóðleg vernd) ===
Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinun dags. 17. nóvember sl. með ósk um umsögn um útlendingalög ( alþjóðleg vernd).
=== 16. Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Jafnréttisstofu dags. 13. nóvember sl. með ábendingu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða.
=== 17. Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar ===
Lagður fram tölvupóstur frá Tálknafjarðarhrepp dags. 15. nóvember sl. þar sem upplýst er um skipan fulltrúa Tálknafjarðarhrepps í undirbúningsstjórn.
=== 18. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 ===
Lögð fram til kynnningar 937. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45**