Mosfellsbær
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 428
==== 29. nóvember 2023 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir - 030769-3099 áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Páll Ásgeir Torfason fræðslu- og frístundasvið
== Fundargerð ritaði ==
Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Greining á 200 daga skóla ==
[202303607](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303607#zgidyvlgc0rwxhrvioiew1)
Tillögur frá Krikaskóla og Helgafellsskóla
Þegar Krikaskóli tók til starfa árið 2009 voru hugmyndir að rekstrarformi skólans og sú þjónusta sem hann bauð upp á í svokölluðum 200 daga skóla mikið framfaraskref í skólastarfi á Íslandi. Þar fór fram brautryðjendastarf hvað varðar samþættingu skóla- og frístundastarfs.
Í dag er boðið upp á sumarfrístund öllum grunnskólum Mosfellsbæjar fyrir börn í 1. til 4. bekk. Með þeim hætti hefur 200 daga þjónusta þróast í skólastarfinu.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu skólastjórnenda Helgafellsskóla að frá og með haustinu 2024 verði 180 nemendadagar á yngsta stigi grunnskólans og þannig verði skóladagatalið samræmt við mið- og elsta stig skólans. Samþykkt með fimm atkvæðum.
Bókun D lista:
Í greinagerð sviðstjóra fræðslusviðs kemur fram að íþrótta- og tómstundastarf í Mosfellsbæ sé ekki í samræmi við 200 daga skóladagatal og samkvæmt skólastjórum bæði Krika- og Helgafellsskóla hafa um 25% nemendur verið í leyfi frá skóla síðustu daga skólaársins.
Fulltrúar D-lista samþykkja beiðni skólastjóra Helgafellsskóla um að fara með yngsta stig grunnskóla Helgafellsskóla niður í 180 daga. Við hefðum jafnframt viljað taka sama skref fyrir Krikaskóla með því myndum við einnig gæta samræmis allra barna í Mosfellsbæ því við teljum heppilegast að allir skólar Mosfellsbæjar starfi eftir sama skóladagatali.
== 2. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2024-2025 ==
[202311545](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311545#zgidyvlgc0rwxhrvioiew1)
Lagt fram til staðfestingar
Fræðslunefnd staðfestir framlögð skóladagatöl grunnskóla. Óskað er eftir því að skóladagatöl fyrir skólaárið 2025-2026 verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar til að fylgja eftir ákvörðun hennar um að fyrir liggi á hverjum tíma skóladagatöl tveggja skólaára.
Minnisblaði og umfjöllun vegna sumarskóla er vísað inn í fyrirhugaðan starfshóp vegna endurskoðunar á gjaldskrá leikskóla.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
== 3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 ==
[202303627](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303627#zgidyvlgc0rwxhrvioiew1)Fulltrúi D lista, Elína María Jónsdóttir yfirgaf fundinn fyrir þennan fundarlið
Drög að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs 2024 kynnt
Lagt fram.