Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1604
==== 30. nóvember 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Rekstur deilda janúar til september 2023 ==
[202311183](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311183#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Útkomuspá ársins 2023 kynnt.
Sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs kynnti útkomuspá ársins 2023.
== Gestir ==
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
== 2. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027 ==
[202308771](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308771#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga lagt fram til kynningar.
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2023-2026 lagt fram til kynningar.
== Gestir ==
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
== 3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 ==
[202303627](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303627#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Yfirlit yfir álagningu fasteignaskatta og þjónustugjalda árið 2024 lagt fram.
Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs gerðu grein fyrir tillögum um álagningu fasteignaskatta og þjónustugjalda vegna ársins 2024.
== Gestir ==
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
== 4. Breyting á samþykkt um gatnagerðargjöld ==
[202309294](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309294#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Tillaga um breytingu á samþykkt um gatnagerðargjöld.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
== Gestir ==
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
== 5. Fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins ==
[202311130](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311130#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Bókanir eigendavettvangs skíðasvæðanna lagðar fram ásamt fjárhagsáætlun skíðasvæðanna og gjaldskrá fyrir árið 2024.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Bókun bæjarráðs:
Skálafell hefur möguleika á að vera framúrskarandi skíðasvæði enda brekkurnar góðar. Bæjarráð minnir á að það var forsenda þátttöku Mosfellsbæjar í sameiginlegri uppbyggingu skíðasvæða í Bláfjöllum að einnig yrði farið í uppbyggingu í Skálafelli. Ljóst er að við núverandi aðstæður er eðlilegt að doka við og útfæra nánar þarfagreiningu og kostnaðaráætlanir framkvæmda. Bæjarráð tekur undir áherslu eigendavettvangs um að leita leiða til þess, innan reksturs skíðasvæðisins, til tilfallandi opnunar í Skálafelli þegar þess er kostur.
== Gestir ==
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
== 6. Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2024 ==
[202311373](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311373#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024 ásamt tillögu um árgjald lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2024 og vísar henni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
== 7. Umsókn um styrk vegna þátttöku í Evrópukeppni golfklúbba ==
[202311399](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311399#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Bréf frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í Evrópukeppni golfklúbba.
Afgreiðslu málsins frestað.
== 8. Áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leiruvog - umsagnarbeiðni ==
[202311351](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311351#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leiruvog.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
== 9. Þrettándabrenna neðan Holthverfis við Leiruvog - umsagnarbeiðni ==
[202311364](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311364#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leiruvog.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
== 10. Kæra vegna tveggja smáhýsa á lóðinni Hamrabrekku 11 ==
[202311511](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311511#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um að tvö smáhýsi á lóðinni Hamrabrekku 11 verði fjarlægð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
== 12. Frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl) ==
[202311370](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311370#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl). Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
Lagt fram.
== 13. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga ==
[202311349](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311349#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis varðandi frumvarp innviðaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
Lagt fram.
== 14. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) ==
[202311567](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311567#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um sveitastjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Umsagnarfrestur er til 11. desember n.k.
Lagt fram.
== 15. Tillaga til þingsályktunar um Húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2028 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028 ==
[202311561](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311561#fyi0pl0yxuaodsj-cn6oyg1)
Frá velferðarnefnd Alþingins tillaga til þingsályktunar um Húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2028 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028. Umsagnarbeiðni óskast eigi síðar en 11. desmber n.k.
Lagt fram.