Dalabyggð
Byggðarráð Dalabyggðar - 316
**1. 2310009 - Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi 2024-2026**
|Samþykkt að styrkur til félagsins hækki um 50.000kr.- og verði 400.000kr.- fyrir árin 2024, 2025 og 2026. Að öðru leyti er samningurinn samþykktur.|
**2. 2310018 - Beiðni um sérstakan akstursstyrk vegna ungmennis undir 18 ára**
|Sveitarstjóra falið að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum.|
**3. 2311004 - Erindi til fræðslunefndar og byggðarráðs**
|Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar, þ.e. að Dalabyggð taki þátt í 50% af þeim kostnaði sem um ræðir.|
**4. 2311017 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2024**
|Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.|
**5. 2311003 - Styrkbeiðni frá Aflinu**
|Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.|
**6. 2303016 - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga**
|Byggðarráð samþykkir framlögð drög að umsögn og felur sveitarstjóra að skila henni inn.|
[Jöfnunarsjóður_30112023_drög.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=baHcspJfUU2zsW_CGfSiZg&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
**7. 2311016 - Fjárhagsáætlun 2023. - Viðauki VI**
|Eftirfarandi eru þær breytingar sem Viðauki VI (6) inniber:|
Hækkun á kostnaði vegna barnaverndarmála kr. 9.000.000,-
Breytingar vegna sölu fasteigna, annars vegar á félagslegu íbúðarhúsnæði og hins vegar vegna uppgjörs B-hluta stofnunar, Silfurtúns til lækkunar á skuldastöðu.
Söluhagnaður eignanna er samtals kr. 56.139.087, og hins vegar sölu fasteigna Silfurtúns og á móti lækkunar á skuldastöðu, söluhagnaður eignanna er samtals kr. 33.915.537.
Áhrifin eru þau að samtals lækka skuldir Dalabyggðar um 80.071.746 og til viðbótar mun Dalabyggð eignast hlut upp á kr. 37.634.722,- í eignasafni Leigufélagsins Bríet eða samtals 1,54% hlut.
Breyting á A-sjóði nú er kr. 9.000.000 til hækkunar á kostnaði.
Breyting á A og B-sjóði er nú kr. 90.054.000 til lækkunar á kostnaði .
Samtals er lækkun á rekstrarkostnaði kr. 81.054.000,- og er því lokaniðurstaða A og B hluta áætluð jákvæð um 63 millj. króna.
Til viðbótar eru breytingar á fjárfestingaliðum, til lækkunar, vegna breytinga á verksstöðu samtals um 15,5 millj. kr.
[Viðauki_6_v2.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=LgyGClxlOEaV0BYWW2aU_w&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
**8. 2310012 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2024**
|Byggðarráð staðfestir að öðru leyti uppfærslu gjaldskráa þar sem miðað er við 8% almenna hækkun en 30% hækkun vegna úrgangsmála.|
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2024
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars 2024 verði 14,74% og álagningarhlutfall fasteignaskatts
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði hækkaður úr 3% í 5%.
[Gjaldskrá - Auðarskóli 2024 - drög_JMS..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ywOsYcwW02_gZPXbcDBg&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - dýraleifar 2024 - drög_JMS..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=m17Z4HKhbU6fsLPeX89PvQ&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - Félagsheimila 2024 - drög_JMS..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=FZ3iJ4fR00eD8xDtMvsKgw&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - fráveitugjald og rotþrær 2024 - drög_JMS.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=wjPqS5Jl06B6ZPQI5QeQ&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - hafnir 2024 - drög_JMS.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=lYGL3kybu0iZdQfKxlOIYA&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - Hundahald 2024 - drög_JMS..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=aWlgMbG5kCjdnPVeqgWPQ&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands 2024 - drög_JMS..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=8Yyqhiw9cEqRj2MP3h5bjw&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - Sorp_Úrgangur 2024 - drög(30)_JMS..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=m9QffsyTNkqoHosHFjLdsA&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - Vatnsveita 2024 - drög_JMS..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=kF2q0eTX_E25ZXa5W5pAg&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - Héraðsbókasafn 2024 - drög_JMS.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=f2nQyMM3C0eRyy3zMJH_Qw&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá Slökkvilis Dalabyggðar 2024 og BDRS_ÍÖÞ.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=3mX6UFepvES3mFhYeXyszg&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - Fjósar 2024 - drög_JMS.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=DFO5u9FiQEqw59YGsvT7jg&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Gjaldskrá - Þjónusta skrifstofu 2024 - drög_JMS.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=xMmYbgMgWk6CQzOeROgPA&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
**9. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027**
|Leiðrétting á sölu eigna á Laugum, fært af árinu 2024 yfir á 2025 en gert er ráð fyrir að loka frágengur verði 15. Jan 2025 |
Leiðrétting v.sölu fasteigna bæði innan Silfurtúns og eins v.Félagslegra íbúa, skuldir lækka samhliða því, og til viðbótar er bætt við eignarhlutur Dalabyggðar í Bríet leigufélagi fært í eignasafn.
Uppgjör vegna þessara B-hluta félaga við Aðalsjóð gert upp m.a. með yfirfærslu eigna Silfurtúnsheimilisins, og þar með færist restkur húsnæðins á Eignarsjóð.
[Fjárhagsáætlun 2024-2027 Síðari umræða (1).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=JzvKfwEoAEuWC8FrWMiLgQ&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
[Íbúafundir 27. .pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=aQHHZRSZ9EyJIR_8BTjng1&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
**10. 2311021 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar - uppfærsla 2023**
|Byggðarráð felur sveitarstjóra að færa inn númer auglýsingar vegna samnings um yfirfærslu barnaverndarþjónstu og að því loknu verði samþykktum vísað til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.|
Byggðarráð þakkar öllum sem hafa komið að vinnunni fyrir þeirra störf.
[Samthykktir_stjorn_Dalabyggdar_30112023_til-fyrstu-umraedu.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=QxBgIksNXUefZbGv_7D2g&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
**11. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut**
|Byggðarráð samþykkir að umrætt svæði verði tekið með í þá deiliskipulagsvinnu sem Arkís er að fara í fyrir Dalabyggð.|
**12. 2210026 - Uppbygging innviða - uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal og möguleg uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila**
|Byggðarráð styður tillögu starfshópsins: |
Vinnuhópurinn leggur til að myndaður verði nýr hópur með fulltrúum húsbyggjenda og hagaðila (t.d. Dalabyggð og SSV). Áhugasamir skuldbindi sig til þátttöku og framhaldi stofnað félag sem mun sjá um að koma verkefninu á framkvæmdarstig.
Sveitarstjóri hefur sent erindi til FSRE, Lögreglunnar á Vesturlandi, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Rauða Kross deildarinnar í Dalabyggð, Slysavarnardeildar Dalasýslu, Björgunarsveitarinnar Óskar og slökkviliðsstjóra Dalabyggðar varðandi aðkomu að uppbyggingu húsnæði viðbragðsaðila í Dalabyggð.
[Minnisblað_2023-11-27_stöðuskýrsla vinnuhóps um atvinnuhúsnæði.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=zMoPgT6gFUWz2ezjhjrV0g&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)
**14. 2311023 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasýningar og brennu**
|Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um leyfi vegna flugeldasýningar og brennu.|
[FW: Flugeldasýning.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=3Bxs6C3FUkO7DGRgHDvTkw&meetingid=Gg_sLd5xQEWW2hHpXCVwhA1)