Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 43
**1. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023**
|Verkefnastjóra falið að fylgja því eftir að kalla viðkomandi aðila á fund nefndarinnar í hverjum mánuði í samræmi við umræður á fundinum.|
Nefndin stefnir að því að hafa opinn fund í janúar um framkvæmdaáætlunar Dalabyggðar og stöðu verkefna hjá iðnaðarmönnum í sveitarfélaginu.
|Jón Egill Jóhannsson kemur inn á fundinn kl.16:30|
**2. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023**
|Lögð er fram áætlun eins og staðan er í dag, mánudaginn 4. desember 2023 en gert er ráð fyrir tveimur greiðslum vegna útgjalda áður en árinu lýkur.|
Skv. samantekt mun áætlun kynningarmála 2023 standast.
Nefndin ræðir áætlun kynningarmála fyrir árið 2024.
Farið yfir framvindu samhristings ferðaþjóna í lok nóvember. Spurt um útgáfu tengiliðalista yfir ferðaþjóna á svæðinu, verkefnastjóri vinnur áfram. Leiðsögumenn í Dalabyggð, rætt um átthaganámskeið og símenntun til að geta aðstoðað, horft til verkefnisins um sögufylgjur á Snæfellsnesi. Hátíðir í sveitarfélaginu, ekki talið gefa ferðaþjónum eitthvað sérstaklega aukalega. Það sem mætti síst missa sín er þó samvera/samkomur heimamanna.
[Kynningarstarfsemi_2023-24_04122024_JMS.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=74NQkkO5UEWOPjO_69mDPw&meetingid=AhqOWStB8UqXEfvd5Zyjng1)
**3. 2210026 - Uppbygging innviða**
|Formaður fer yfir vinnu starfshóps og kynnir minnisblað hópsins.|
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að allir þeir sem hafa lýst yfir áhuga á aðkomu að byggingunni leggi til fulltrúa í nýjan hóp, ásamt fulltrúa Dalabyggðar (Garðari Frey Vilhjálmssyni) og SSV (Ólafi Sveinssyni). Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda vinni áfram með nýjum hóp.
[Minnisblað_2023-11-27_stöðuskýrsla vinnuhóps um atvinnuhúsnæði..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=zMoPgT6gFUWz2ezjhjrV0g&meetingid=AhqOWStB8UqXEfvd5Zyjng1)
**4. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023**
|Hópurinn er þannig skipaður: |
Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður,
Halla Steinólfsdóttir, bóndi,
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.
Með hópnum starfar Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili niðurstöðum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.
Nefndin hvetur starfshópinn til að vera í góðu samráði við íbúa, atvinnurekendur og aðra tengda aðila í Dalabyggð við vinnu hópsins.
[Skipunarbréf starfshópur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=pP7kQz4JeUaskSArmTXTPg&meetingid=AhqOWStB8UqXEfvd5Zyjng1)
**5. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023**
|Frá því hætt var að birta sundurliðaðar tölur fyrir hvert sveitarfélag í maí sl. hefur atvinnumálanefnd fylgst með gangi mála í mánaðarskýrslum Vinnumálastofnunar. |
Staðan í Dalabyggð frá janúar til maí var sú að fæst var 1 á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu í janúar og flestir voru apríl og maí eða 3 einstaklingar.
[atvinnuleysi-oktober-2023-skyrsla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hUKjKCdCEmgcwjmaZUZAQ&meetingid=AhqOWStB8UqXEfvd5Zyjng1)