Suðurnesjabær
Hafnarráð
= Hafnarráð =
Dagskrá
=== 1.Fiskmarkaður Suðurnesja - samstarf ===
2311045
Einar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja sat fundinn undir þessum dagskrárlið, fram fór umræða um samstarf aðila og starfsemi fiskmarkaðarins.
Hafnarráð þakkaði Einari Guðmundssyni fyrir þátttökuna á fundinum. Hann benti á nokkur atriði til bóta, þar á meðal að það kæmi sér vel fyrir alla aðila ef höfnin fjárfestir í pallavog sem myndi hafa í för með sér mikla hagræðingu í starfsemi allra aðila. Aðilar lýstu ánægju með samstarf hafnarinnar og fiskmarkaðarins.
=== 2.Fjárhagsáætlun 2024-2027 ===
2303087
Drög að rekstraráætlun Sandgerðishafnar 2024.
Rekstraráætlun Sandgerðishafnar 2024 samþykkt samhljóða.
=== 3.Sandgerðishöfn gjaldskrá 2024 ===
2211052
Drög að gjaldskrá Sandgerðishafnar 2024.
Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2024 samþykkt samhljóða.
=== 4.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi ===
2206131
Hafnarstjóri og verkefnastjóri fóru yfir rekstur og starfsemi hafnarinnar það sem af er ári 2023.
Mb Þristur er farinn úr höfninni, eftir bruna fyrr á árinu. Nokkrir bátar frá Grindavík hafa landað afla í höfninni, 12 smábátar frá Grindavik eru við legu í höfninni. Hafnarráð býður fiskiskip frá Grindavík velkomin í Sandgerðishöfn. Landaður afli fyrstu 10 mánuði ársins er 8.350 tn, var 10.800 tn á sama tíma á síðasta ári.
=== 5.Sandgerðishöfn - Suðurgarður ===
1806557
Samskipti hafnarstjóra og Vegagerðarinnar (VG) varðandi endurbætur á syðri grjótvarnagarði og minnisblað VG um ástand garðsins og mögulegar aðgerðir.
Vegagerðin hefur áform um að hefja framkvæmdir við endurbætur á syðri grjótvarnagarði fljótlega og leggur hafnarráð áherslu á að framkvæmdin hefjist sem allra fyrst.
=== 6.Sandgerðishöfn - flotbryggja ===
2311047
Yfirferð um ástand flotbryggja, á annan tug smábáta frá Grindavík eru komnir í Sandgerðishöfn og þarf að tryggja viðlegu og öryggi þeirra.
Endurbætur á flotbryggju eru hafnar, enda nauðsynlegt til að tryggja öryggi og viðlegu smábáta. Leitað verður eftir framlagi frá ríkinu vegna kostnaðar.
Fundi slitið - kl. 17:00.