Hvalfjarðarsveit
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd 66. fundur
= Mannvirkja- og framkvæmdanefnd =
Dagskrá
=== 1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda. ===
2001042
Kynning á stöðu verkefnisins.
Unnið er að lokafrágangi á útboðs- og verklýsingu fyrir byggingu íþróttahússins, áætlað er að verkefnið verði boðið út í byrjun árs 2024.
=== 2.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg ===
2202016
Framlögð drög að útboðs- og verkskilmálum vegna arkitekta- og landslagshönnunar á nýjum leikskóla í Melahverfi.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Varmadælur í Hvalfjarðarsveit. ===
2202005
Beiðni um styrk vegna uppsetningar á varmadælu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að reglur um styrki vegna varmadælna í Hvalfjarðarsveit tóku gildi 10.05.2022 og uppsetning varmadælunnar var fyrir þann tíma samkv. umsókn eiganda.
=== 4.Afnot beitarlands í eigu Hvalfjarðarsveitar. ===
2311008
Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra.
Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar er kveðið á um að á meðan þynningarsvæðið við Grundartanga er gildandi er að jafnaði ekki heimil skipulögð byggð eða ástundun hefðbundins búskapar, heynytja, akuryrkja eða beit á túnum nema sýnt sé fram á að mengun í jarðvegi og grunnvatni sé undir viðmiðunarmörkum. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að afla frekari gagna.
=== 5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2023-2026 ===
2209041
Viðhalds- og framkvæmdaráætlun 2023-2026.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu verkefna.
Fundi slitið - kl. 16:30.